Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 20222 Nú eru fyrstu dagar skólastarfs haustsins. Mörg börn finna fyrir tilhlökkun og spennu yfir því að hitta aftur bekkjarfélagana og kennarana á meðan önnur börn finna fyrir kvíða og eru ekki alveg jafn spennt. Alltaf er mikilvægt að passa upp á svefn barna svo þau séu sem best til- búin í amstur dagsins. Þá er gott að borða með þeim morgun- matinn í ró og næði því það minnkar álag og kvíða og ýtir undir að börnin séu í jafnvægi þegar þau mæta í skólann. Þá er alltaf gott að ræða við börnin um tilfinningar sínar og passa upp á að þau fái næga hreyfingu á hverjum degi. Svo er ekki verra að enda daginn á lestri og spjalli um daginn sem er á enda. Á fimmtudag er útlit fyrir norðan 8-13 m/s vestan til á landinu en annars hægari. Rigning eða súld með köflum, einkum norðan- lands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast syðst. Á föstudag má búast við norðan- og norðvestan 5-13 m/s, hvassast á annesjum. Rign- ing framan af degi norðan til með 5 til 10 stiga hita, en bjart- viðri syðra og hiti að 15 stigum. Á laugardag og sunnudag má gera ráð fyrir fremur hægri norð- lægri eða breytilegri átt og bjart með köflum en líkur á stöku skúrum syðra. Hiti 6 til 14 stig, svalast norðanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Fyllir þú á frystkistuna fyrir haustið?“ Næstum því helmingur eða 47% svöruðu því játandi, 29% svör- uðu neitandi, 15% sögðust ekki eiga frystikistu og 9% kváðust kaupa í matinn jafnóðum. Í næstu viku er spurt: Hvað varstu samtals lengi í skóla? (Öll skólastig). Guðrún Fjeldsted fór í síð- ustu ferð sumarsins eftir hálf- rar aldar rekstur reiðskólans að Ölvaldsstöðum. Guðrún er Vest- lendingur vikunnar að þessu sinni. Varúð! Skólabörn í umferðinni LANDIÐ: Börn og ungmenni streyma í skólana sína þessa dag- ana, mörg hver í fyrsta skipti. Það er því sérstök ástæða til að hvetja ökumenn til að vera á varðbergi í umferðinni, virða hraðatakmarkanir og merk- ingar og hleypa gangandi veg- farendum yfir á gangbrautum og sýna unga fólkinu okkar bæði fulla tillitssemi og gott fordæmi í umferðinni. -mm Vinsælir fuglar í keppni LANDIÐ: Að afstöðnu for- vali Fuglaverndar fyrir keppnina um Fugl ársins 2022 komust sjö fuglar áfram í forvali og keppa um titilinn fugl ársins. Í tilkynn- ingu frá Fuglavernd kemur fram að þetta eru fuglarnir: Auðn- utittlingur, himbrimi, hrafn, hrossagaukur, jaðrakan, kría og maríuerla. Kosningin um fugl ársins fer svo fram rafrænt á www.fuglarsins.is dagana 5.- 12. septem ber og verður sigurvegari ársins kynntur þann 16. septem- ber á Degi íslenskar náttúru. -mm Menningarhátíð haldin í sjötta sinn STYKKISH: Menningarhá- tíðin Norðurljósin verður haldin í sjötta sinn í Stykkishólmi dag- ana 20. - 23. október nk. Sveitar- stjórn leitar að aðilum sem hafa áhuga á að standa fyrir við- burðum, sýningum, skemmt- unum og gjörningum, hvort heldur sem eru einstaklingar, skólar, félagasamtök eða fyrir- tæki. Einnig eru þeir sem hafa hugmyndir eða áhuga á að koma sér eða öðrum á framfæri hvattir til að hafa samband. Markmiðið er að hátíðin sé sjálfbær og að bæjarbúar skemmti bæjar búum og gestum. Hólmarar eru hvattir til að taka þessa daga í október frá og nota tækifærið og bjóða gestum heim. Hægt er að koma á framfæri hugmyndum og ábendingum varðandi hátíðina á netfangið: norðurljosin@stykk- isholmur.is -vaks Hjóluðu um sveitina BORGARFJ: Hjólreiðadeild Breiðabliks stóð á laugardaginn fyrir malarhjólreiðakeppn- inni Greflinum um uppsveitir Borgar fjarðar. Um 200 hjólarar tóku þátt í keppninni. Keppn- isleiðin var m.a. frá Reykholts- dal, um Lundarreykjadal, Uxa- hryggi og Kaldadal og þaðan aftur í Reykholtsdalinn. Hjóla- leiðin var annars vegar 100 km og hins vegar 200 km. Keppnin hófst klukkan sjö á laugardags- morgni við Krauma við Deildar- tunguhver og lauk á sama stað þrettán tímum síðar. -mm Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Veðurstofa Íslands bendir á að gervitunglamyndir sýni að á síð- ustu vikum hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjök- uls hækkað jafnt og þétt sökum úrkomu og bráðnunar jökuls- ins. Mögulegt er að það hlaupi úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Hlaup varð úr þessu sama lóni fyrir réttum tveimur árum og þrefaldað- ist þá vatnið í Hvítá. Hlaupvatnið fór fyrst um farveg Svartár sem alla jafnan er þurr eða vatnslítill og þaðan í Hvítá. Mannvirki skemmd- ust ekki í þessu flóði, en fiskar drápust í ánni og mikill sandur barst á land þar sem áin flæddi yfir bakka sína. Fáir urðu vitni að sjálfu flóðinu þar sem það varð eftir að skyggja tók aðfararnótt 18. ágúst Meðfylgjandi er mynd frá útkalli björgunarsveita og sjúkraflutn- ingamanna á Snæfellsnesi á sunnu- daginn. Þeir voru fengnir til að flytja konu sem hafði ökklabrotnað þar sem hún var stödd í göngu austur af Snæfellsjökli. Búið var um hana og hún flutt með sexhjóli að sjúkrabíl við fjallsrætur. Nokkur erill var hjá björgunar- sveitum á landinu um helgina. Í til- kynningu frá Landsbjörgu segir að meðal annars hafi þurft að koma til aðstoðar konu sem hafði örmagn- ast á göngu á Kattarhryggjum í Þórsmörk. Sjálfboðaliðar björg- unarsveitanna komu ökumönnum fjögurra bíla til aðstoðar sem höfðu fest bíla sína á hálendi og í ám. Í Hólmsá að Fjallabaki og Þríhyrn- ingsá á Austurlandi höfðu öku- menn fest bíla sína, á Sprengisands- leið var bíll fastur í leðju og björg- unarsveitarfólk flutti farþega úr bil- uðum bíl á Hlöðufellsvegi á Suður- landi. Nokkuð var um að aðstoða þurfti sjúkraflutningamenn við að flytja slasaða einstaklinga. Meðal annars við Svartafoss og Stórhöfða í Vestamannaeyjum auk fyrrgreinds óhapps við Snæfellsjökul. Snemma morguns á sunnudegi voru kaldir og hraktir göngumenn sóttir í Kistufellsskála og þeim komið til byggða og eftir hádegi sama dag kom björgunarsveitarfólk bónda til aðstoðar við að reka hjörð af nautgripum fyrir Tungufljót. mm/ Ljósm. Landsbjörg Mögulegt hlaup í Hvítá úr lóni við Langjökul 2020 og hafði dvínað um morgun- inn. Mikilvægt að vera á varðbergi Veðurstofan rekur vatnshæðarmæli við Kljáfoss í Hvítá í landi Hurðar- baks í Reykholtsdal. Sá mælir sýndi flóðatopp upp á um 260 rúmmetra á sekúndu í flóðinu 2020, sem er um 180 rúmmetrar umfram grunn- rennsli á þessum árstíma. Í skýrslu sem Veðurstofan vann um hlaupið kom m.a. fram að rúmmál flóðs- ins hafi alls verið u.þ.b. 3,4 millj- ónir rúmmetrar. „Ekki er hægt að segja til um hver stærð mögulegs hlaups nú gæti orðið, en vatns- staða lónsins nú er svipuð og hún var í aðdraganda hlaupsins 2020. Í hlaupinu 2020 tvöfaldaðist rennsli árinnar á örfáum klukkustundum þegar vöxtur hlaupsins var hvað hraðastur,“ segir í frétt Veðurstof- unnar. Mikilvægt er að vera á varð- bergi gagnvart mögulegu hlaupi úr Hafrafellslóni. Ef hleypur úr lón- inu með svipuðum hætti og 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki. Árið 2020 flæddi upp að bitum brúarinnar yfir Hvítá ofan við Húsafell. Á ýmsum stöðum neðar í farveginum hafði hlaupið nokkur áhrif, t.d. flæddi upp á engi við Brúarás og neðan við Hraun- fossa. Fólki sem er á ferð við Svartá eða dvelur á bökkum Hvítár, t.d. veiðimönnum, stafar mest hætta af hlaupinu og verður því að vera á varðbergi gagnvart hækkandi vatnsyfirborði. Íbúum á svæðinu er einnig bent á að huga að mögu- legum áhrifum hlaups á eignir og búfénað nærri bökkum Hvítár. Í kjölfar hlaupsins 2020 voru gerðir straumfræðilegir líkan- reikningar sem gerðu ráð fyrir hlaupi með 50% meira hámarks- rennsli. Niðurstöður þeirra reikn- inga benda til að jafnvel við slíka rennslisaukningu muni ekki flæða upp úr farvegi Hvítár norðan Húsafells og því ólíklegt að sumar- húsabyggðin sé í hættu. Myndavél komin upp Elmar Snorrason hefur nú sett upp myndavél ofan við brúnna á Hvítá við Húsafell. Myndavélin tekur mynd með mínútu millibili. Slóðin á myndavélina er: http://ellisnorra. is/hvita/ mm Eftir flóðið aðfararnótt 18. ágúst 2020 mátti sjá að einungis vantaði 30 cm upp á að vatnið næði upp á brúargólf Hvítárbrúarinnar við Húsafell. Elmar Snorrason hefur komið upp eftirlitsmyndavél við Hvítárbrúna. Slóðin er http://ellisnorra.is/hvita Uppistöðulón undan jökulröndinni braut sér leið fram og rann um farveg Svartár í krikanum suðaustur af Hafursfelli og þaðan í Hvítá. Ljósm. Arnar Bergþórsson. Í kjölfar flóðsins 2020 mátti sjá dauða laxa á bökkum Hvítár. Hér heldur sjálf- boðaliði hjá Umhverfisstofnun á laxi sem grafist hafði í aurinn á bakkanum neðan við. Ásgil. Ljósm. Eilidh Thomson. Ökklabrotnaði í fjallgöngu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.