Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 20228 Aflatölur fyrir Vesturland 13. – 19. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 2.337 kg. Mestur afli: Emilía AK: 1.584 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: Engin löndun. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 169.132 kg. Mestur afli: Runólfur SH: 55.443 kg í einum róðri. Ólafsvík: 8 bátar. Heildarlöndun: 88.173 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 68.401 kg í þremur róðrum. Rif: 5 bátar. Heildarlöndun: 6.050 kg. Mestur afli: Fíarún SH: 1.807 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 16.999 kg. Mestur afli: Bára SH: 15.280 kg í fjórum löndunum. 1. Runólfur SH – GRU: 55.443 kg. 15. ágúst. 2. Hringur SH – GRU: 54.360 kg. 17. ágúst. 3. Frosti ÞH – GRU: 54.098 kg. 15. ágúst. 4. Steinunn SH – ÓLA: 29.247 kg. 15. ágúst. 5. Steinunn SH– ÓLA: 23.823 kg. 15. ágúst. -sþ Fram kemur á heimasíðu Dalabyggðar að í sumar hafi verið unnið að ýmiskonar viðhaldi í Auðar- skóla, grunnskólanum í Búðardal. Hluti þess eru úrbætur í kjölfar úttektar Verkís síðasta vetur. Á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni er endurnýjun á sameiginlegu baðherbergi langt komin og mun bæta aðstöðu íbúa og starfsfólks til muna. Gatnahönnun í Iðjubraut og botnlanga frá Lækjarhvammi er langt komin og stefnt að útboði á jarðvegsskiptum á næstu vikum. Að auki verður unnið að stofnlögnum vatns- og fráveitu að nýjum lóðum. Það er greinilega áhugi á lóðum og von- andi er stutt í byggingu fleiri íbúðarhúsa í Búðar- dal, segir í fréttinni. Ný kaldavatnslögn var plægð frá stofnlögninni af Svínadal heim að Laugum í sumar og verður hún tengd í haust. Um áramótin síðustu staðfesti sveitarfélagið pöntun á hreinsistöð fyrir skólp sem kemur væntanlega í haust. Senn hefst undirbún- ingur fyrir neðan Búðarbraut þar sem skólp hefur hingað til runnið óhreinsað í sjó. vaks Samkvæmt ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra er hafin vinna við gerð skýrslu á stöðu lagareldis hér á landi. Lagareldi er nýyrði í málinu og verður yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi. Ljúka á við skýrsluna í nóvember á þessu ári. Að undangengnu útboði hefur matvælaráðuneytið samið við bandaríska ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group Nordic AB um gerð skýrslunnar þar sem gerð verður ítarleg úttekt á stöðu lagareldis á Íslandi. Í skýrslunni verða greindir framtíðarmöguleikar og áskoranir greinarinnar og mun sú vinna nýtast við stefnumótun ráðuneytisins. Tekið verður mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki. „Til samræmis við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar verður áhersla lögð á að kortleggja tækifæri til sjálfbærs vaxtar greinar- innar með vísindalega þekkingu að leiðarljósi. Höfð verður hliðsjón af samanburðargreiningu við þau lönd sem helst stunda lagareldi. Einnig verður gerð úttekt á mögu- legum mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa af hinni ýmsu starfsemi svo sem sjókvíaeldis,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Mikill vöxtur hefur verið í leyfis- veitingum til sjókvíaeldis og fram- leiðslu á laxi undanfarinn áratug hér á landi. Einnig liggja fyrir áætl- anir um framleiðslu á laxi á landi af stærðargráðu sem á sér ekki for- dæmi hérlendis. Áhugi á þörunga- rækt hefur jafnframt aukist veru- lega. „Það er augljóst að lagar- eldi er framtíðaratvinnugrein á heimsvísu,“ segir Svandís Svavars- dóttir matvælaráðherra. „Það eru í senn okkar forréttindi og ábyrgð að koma málum í þann farveg að greinin eigi sér bjarta framtíð á Íslandi, með hagsmuni samfélags og náttúru að leiðarljósi.“ mm Það var kraftur í skipverjunum á dragnótarbátnum Rifsara SH þegar þeir voru að setja ný tóg um borð og eftirvæntingin leyndi sér ekki að hefja veiðar á komandi kvótaári. En skipsverjar bíða nú til 1. september með að hefja veiðarnar. Þeir segja að það sé fiskur út um allan sjó þrátt fyrir kvótaskerðingu sem þeir skilja bara ekkert í. „Það sé nóg af fiski í hafinu þótt Hafró finni hann ekki,“ segja þeir. Útgerðarmenn hafa notað sumar fríið til þess að dytta að bátum sínum og gera þá klára fyrir komandi vertíð og fiskvinnslur eru búnar að setja sig í stellingar að vinna fiskinn sem komið verður með að landi. Þá fara hjól atvinnu- lífsins að snúast að nýju. af Framkvæmdir í Dalabyggð Lagareldi er nýyrði yfir eldi í vatni Það er nógur fiskur í sjónum þótt Hafró finni hann ekki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.