Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 1
Allir staðir eru vinsælir hjá þeim sem búa þar. Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands 2 4 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 2 Þrítugasta bók Ævars Þórs Nýyrði Jónasar á bók Menning ➤ 22 Lífið ➤ 24 Netöryggistrygging Er þitt fyrirtæki tryggt gegn netárásum? VERTU GLEÐIGJAFI Helsta samkeppnin um íbúa ríkir milli úthverfa höfuðborgarsvæðisins og nágrannasveitarfélaga eins og Selfoss og Akraness. Fólk er þó almennt heimakært. kristinnhaukur@frettabladid.is BYGGÐAMÁL Almennt séð er lítill áhugi á að búa í miðborg Reykja- víkur nema hjá fólki sem þar býr eða í nærliggjandi hverfum. Mesta samkeppnin ríkir milli úthverfa höfuðborgarsvæðisins og þétt- býlisstaða í innan við klukkutíma radíus frá Reykjavík. „Hlutfall fólks sem vill búa í miðborg Reykjavíkur er lágt,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem kynnti niðurstöður rann- sóknar um búferlaflutninga nýlega á Þjóðarspeglinum. Rannsóknin er grunnur að nýrri bók, Byggðafesta og búferlaflutningar, sem kemur út fyrir jólin. Frá aldamótum hefur mesta fólksfjölgunin verið í kringum höfuðborgarsvæðið. Til dæmis á Selfossi, Akranesi og í Reykja- nesbæ. Háu fasteignaverði hefur verið kennt um þennan „f lótta“ en það er ekki það eina sem spilar inn í. „Samkeppnin virðist vera á milli þessara byggðarlaga og úthverfa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þór- oddur og nefnir að samkvæmt rannsókninni vilji um 20 til 25 prósent íbúanna þar búa á höfuð- borgarsvæðinu. En frekar í úthverf- um en á miðsvæðinu. Algengara sé að nýfluttir íbúar á stöðum eins og Fáir vilja flytja í miðbæ Reykjavíkur Selfossi komi frá landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu. Þegar fólk sé að f lytja á þessa staði horfi það ekki aðeins til fasteignaverðs heldur sé ýmislegt annað sem skipti máli. Svo sem minni umferð, meira rými, nálægð við náttúruna og f leira. Þó að fasteignaverðið sé hæst í miðbæ Reykjavíkur þá sé það svæði fyrst og fremst að keppa við nær- liggjandi hverfi, svo sem Hlíðarnar og Laugardalinn. Þóroddur bendir hins vegar á að niðurstöður rannsóknarinnar sýni að almennt séð sé fólk heimakært. Flestir vilji búa í sínum bæjarfélög- um, jafnvel þó að fasteignaverð væri það sama alls staðar á landinu. „Allir staðir eru vinsælir hjá þeim sem búa þar. Langflestir eru ekki að fara neitt,“ segir hann. n Nemendur og starfsfólk Hraunvallaskóla mynduðu hring og knúsuðu skólann í gær, á baráttudegi gegn einelti. Fyrr í haust kom upp mjög erfitt eineltismál í skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMFÉLAG Niðurstöður Reykjavík- ur-leiðtogavísitölunnar fyrir þetta ár voru kynntar á Heimsþingi kven- leiðtoga í gærmorgun. Þær benda til stöðnunar í viðhorfum til jafnréttis á heimsvísu. Niðurstöðurnar í ár kynnti Mic- helle Harrison, forstjóri Kantar Glo- bal, fyrir Heimsþinginu sem fram fór í Hörpu í gær. Harrison fullyrti að tölurnar endurspegluðu stöðnun og bakslag á viðhorfi til kvenna til forystu. „Þær mælast á sumum sviðum lægri en þegar vísitalan var birt fyrst árið 2018,“ sagði hún. Fram kemur í gögnum Kantar að yngra fólk hafi meiri fordóma gegn konum en eldri kynslóðin. SJÁ SÍÐU 6 Viðhorf fólks til jafnréttis standa í stað á heimsvísu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.