Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 11
Það er mikil eftirspurn eftir iPhone 14 Pro og iPhone 14 Pro Max. Bandarískum fjárfest- um líkar vel pattstaða milli þings og forseta. helgisteinar@frettabladid.is Tæknirisinn Apple hefur varað við töfum á nýjum snjallsímum eftir að stærstu iPhone-verksmiðju í heimi var lokað sökum Covid-19. Taívanska fyrirtækið Foxconn, sem rekur verksmiðjuna, sér um 70 prósent útflutnings iPhone-síma í heiminum. Snjallsímaverksmiðjan, sem stað- sett er í Zhengzhou í Kína, neyddist til að hætta starfsemi eftir að yfir- völd settu útgöngubann í umdæmi verksmiðjunnar þann 2. nóvember. Ákvörðunin er í samræmi við „Ekk- ert-Covid“ stefnu stjórnvalda sem hefur haft gríðarleg áhrif á fram- leiðslugetu landsins. Xi Jinping, forseti Kína, styður stefnuna og hafa yfirvöld í mörgum kínverskum borgum beitt stefnunni óspart undanfarna mánuði. Til að mynda var Disney-þemagarðinum í Sjanghaí skyndilega lokað í síðustu viku og fengu gestir ekki að yfirgefa garðinn fyrr en þeir höfðu fengið neikvæðar niðurstöður úr skimun. Tilkynningin er líkleg til að valda þeim fjárfestum vonbrigðum sem vonuðust til að stjórnvöld myndu milda stefnu sína sem hefur breytt jafnvel stærstu borgum landsins í draugabæi. Í tilkynningu frá Apple segir að fyrirtækið vilji forgangsraða heilsu og öryggi starfsmanna, og hefur það verið stefnan alveg frá því að faraldurinn byrjaði. „Það er mikil eftirspurn eftir iPhone 14 Pro og iPhone 14 Pro Max. Hins vegar búumst við nú við færri sendingum en við gerðum ráð fyrir og munu viðskiptavinir okkar að öllum lík- indum þurfa að bíða lengur eftir að fá vörur sínar afhentar.“ Taívanska fyrirtækið Foxconn, sem rekur verksmiðjuna, segist vinna hörðum höndum með yfir- völdum í Henan-héraði til að útrýma veirunni og hefja fram- leiðslu aftur eins fljótt og hægt er. n Tafir á afhendingu iPhone-síma Apple segist vilja forgangsraða í þágu starfsmanna. fimmtudaginn 1. desember 2022 kl. 14 Rafrænn aðalfundur Origo hf. Dagskrá fundarins 1. Tillaga um lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa og breytingu á samþykktum félagsins. Á fundinum verður lögð fram tillaga stjórnar um að hlutafé félagsins verði lækkað um kr. 295.000.000 að nafnverði með greiðslu að fjárhæð kr. 24.000.000.000 til hluthafa. Felur tillagan jafnframt í sér breytingatillögu á grein 2.1. í samþykktum félagsins, þannig að hlutafé félagsins lækki úr kr. 435.000.000 í kr. 140.000.000, til samræmis við hlutafjárlækkunina. 2. Önnur mál. Stjórn félagsins hefur ákveðið í samræmi við grein 4.4. í sam- þykktum félagsins að hluthafafundurinn verði eingöngu haldinn rafrænt. Skráning hluthafa á fundinn fer fram á heimasíðu félagsins, www.origo.is. Fundurinn fer fram í gegnum tækni- búnaðinn Lumi þar sem hluthafar geta fylgst með fundarstörfum og tekið þátt í atkvæðagreiðslum. Nánari leiðbeiningar og upp- lýsingar um rafræna þátttöku, aðgangsorð og atkvæðagreiðslu er að finna á heimasíðu félagsins. Sérstök athygli er vakin á því að u.þ.b. fimm virka daga getur tekið að fá sent aðgangsorð og hluthöfum því bent á að sækja um aðgangsorð tímanlega. Hluthöfum sem þess óska er velkomið að vera viðstaddir hlut- hafafund félagsins í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37. Atkvæðagreiðslur og umræður verða einungis rafrænar á fundinum. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með nægilegum fyrirvara til að unnt sé að taka mál til meðferðar á fundinum. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en 10 dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 14:00 mánudaginn 21. nóvember 2022. Tillögur skulu berast á netfangið stjorn@origo.is. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Endanleg dagskrá, svo og öll skjöl sem lögð verða fyrir hluthafa- fundinn, þ.m.t. endanlegar tillögur, verða hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins og munu jafnframt liggja frammi á skrifstofu félagsins, eigi síðar en sjö sólarhringum fyrir hluthafafundinn, í samræmi við samþykktir félagsins. Fundurinn fer fram á íslensku. Reykjavík, 8. nóvember 2022, stjórn Origo hf. Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn er að finna á www.origo.is Betri tækni bætir lífið. helgisteinar@frettabladid.is Sérfræðingar og fjárfestar vestanhafs spá því að hlutabréfaverð hækki í kjölfar kosninganna í gær. Forsenda er fyrir því að minni líkur séu á meiri háttar lagabreytingum sem gætu haft áhrif á verðmat fyrirtækja. Hlutabréfamarkaðir vestra voru stöðugir í gær. Fjárfestar bjuggust við að Repúblikanaflokkurinn myndi vinna á í fulltrúadeildinni. Fjárfestar reikna með því að patt- staða milli þings og forseta minnki líkur á lagabreytingum sem gætu haft áhrif á verðmat fyrirtækja. Eric P. Beiley, framkvæmdastjóri eignastýringarfyrirtækisins Stew- ard Partners, segir að markaðir séu yfirleitt hrifnari af sundraðri ríkis- stjórn og bætir við: „Ef Demókrata- f lokkurinn heldur velli reikna ég með að við munum sjá verðbréfa- markaði lækka.“ Þrátt fyrir þessar spár hafa margir sérfræðingar bent á að erfitt geti reynst að gera slíkar markaðsspár í kringum miðkjörtímabilskosn- ingar. Frá árinu 1970 hefur S&P 500 vísitalan hækkað að meðaltali um 0,6 prósent daginn eftir kosningar og hæsta stökkið átti sér stað árið 2018 þegar Demókrataflokkurinn vann fulltrúadeildina. Þá hækkaði vísitalan um 2 prósent. Patrick Fruzzetti, framkvæmda- stjóri Rose Advisors, segir að það sé stöðugleikinn sem segi mest til um sveif lur á hlutabréfamarkaðnum. „Aðalatriðið sem við þurfum að muna er að markaðir eiga það til fagna eftir kosningar einfaldlega vegna þess að þeir þola ekki óvissu,“ segir Patrick. n Útlit fyrir að hlutabréf muni hækka eftir kosningar Fjárfestar á Wall Street hafa búist við hækkun markaða í kjölfar líklegs sigurs Repúblikana í bandarísku þingkosningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 2022 Fréttir 11FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.