Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 2022
Kristín Svava Tómasdóttir skrifaði
bókina Farsótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
gummih@frettabladid.is
Bókaútgáfan Salka, sem einnig
rekur bókabúð, býður gestum og
gangandi að mæta á bókakvöld
Sölku í kvöld þar sem gestirnir
verða rithöfundarnir Valur Gunn
arsson og Kristín Svava Tómas
dóttir. Valur sendi frá sér fyrir
skemmstu bókina Hvað ef? Í
henni er meðal annars velt upp
spurningum á borð við: Hvað ef
Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði
unnið, Bítlarnir hefðu aldrei verið
til, ekkert hrun orðið á Íslandi,
víkingar hefðu sigrað heiminn og
Jörundur hefði hengt einhvern?
Í bók Vals er kafað í lykilatburði
í mannkynssögunni og skoðað
hvernig þeir hefðu hugsanlega
getað farið öðruvísi og hvað hefði
þá getað gerst í framhaldinu.
Fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga
Kristín Svava sendi nýlega frá sér
bókina Farsótt en hún segir frá
húsi sem á sér viðburðaríka sögu.
Húsið var byggt árið 1884 sem
fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga og
síðar var það gert að farsóttar
spítala, þá að geðsjúkrahúsi og
seinast að gistiskýli fyrir heim
ilislausa. Sögð er saga borgar og
velferðarkerfis en ekki síst saga af
fólki: Sjúklingum og hjúkrunar
konum, læknum og ljósmæðrum,
þurfamönnum, vinnukonum,
verkamönnum, útigangsmönnum,
sjómönnum, lögreglumönnum,
miðlum og skáldum.
Bókakvöldið hefst klukkan 20 í
Sölku. Aðgangur er ókeypis. n
Salka býður
á bókakvöld
Vellíðan er besta gjöfin
Hjá Lyfju fæst Vellíðan í öskju. Hún inniheldur sérvaldar vörur sem næra líkama og sál, og
er fullkomin gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um og þá sem vilja setja sig í fyrsta sæti. 2
Eva Dögg Rúnarsdóttir, jógakennari og Gua Sha-sérfræðingur, segir Gua Sha-nudd gefa húðinni sérlega fallegan og heilbrigðan ljóma. MYND/HELGI ÓMARS
HEILAÞOKA?
Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is
AUKIN ORKA
OG FÓKUS