Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 2022 Kristín Svava Tómasdóttir skrifaði bókina Farsótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI gummih@frettabladid.is Bókaútgáfan Salka, sem einnig rekur bókabúð, býður gestum og gangandi að mæta á bókakvöld Sölku í kvöld þar sem gestirnir verða rithöfundarnir Valur Gunn­ arsson og Kristín Svava Tómas­ dóttir. Valur sendi frá sér fyrir skemmstu bókina Hvað ef? Í henni er meðal annars velt upp spurningum á borð við: Hvað ef Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði unnið, Bítlarnir hefðu aldrei verið til, ekkert hrun orðið á Íslandi, víkingar hefðu sigrað heiminn og Jörundur hefði hengt einhvern? Í bók Vals er kafað í lykilatburði í mannkynssögunni og skoðað hvernig þeir hefðu hugsanlega getað farið öðruvísi og hvað hefði þá getað gerst í framhaldinu. Fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga Kristín Svava sendi nýlega frá sér bókina Farsótt en hún segir frá húsi sem á sér viðburðaríka sögu. Húsið var byggt árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga og síðar var það gert að farsóttar­ spítala, þá að geðsjúkrahúsi og seinast að gistiskýli fyrir heim­ ilislausa. Sögð er saga borgar og velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki: Sjúklingum og hjúkrunar­ konum, læknum og ljósmæðrum, þurfamönnum, vinnukonum, verkamönnum, útigangsmönnum, sjómönnum, lögreglumönnum, miðlum og skáldum. Bókakvöldið hefst klukkan 20 í Sölku. Aðgangur er ókeypis. n Salka býður á bókakvöld Vellíðan er besta gjöfin Hjá Lyfju fæst Vellíðan í öskju. Hún inniheldur sérvaldar vörur sem næra líkama og sál, og er fullkomin gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um og þá sem vilja setja sig í fyrsta sæti. 2 Eva Dögg Rúnarsdóttir, jógakennari og Gua Sha-sérfræðingur, segir Gua Sha-nudd gefa húðinni sérlega fallegan og heilbrigðan ljóma. MYND/HELGI ÓMARS HEILAÞOKA? Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is AUKIN ORKA OG FÓKUS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.