Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 27
BÆKUR Þormóður Torfason: Dauðamaður og dáður sagnaritari Höfundur: Bergsveinn Birgisson Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 395 Elín Hirst Þormóður Torfason var merkur sagnaritari sem fæddist árið 1636 en er nánast öllum gleymdur. Hann lenti á ruslahaug sögunnar, eins og höfundur orðar það, og í þessari sögu er meðal annars leitað skýr- inga á því hvers vegna svo fór. Þormóður heillaðist af fornum fræðum, komst til mikilla met- orða hjá sjálfum Danakonungi í Kaupmannahöfn og var vinur og samstarfsmaður Árna Magnús- sonar. Nafn Árna hefur þó verið mun meira áberandi í sögunni hvað varðar söfnun og varðveislu íslensku handritanna en Þormóðs. En það er mat höfundar að Þor- móður eigi ekki síður skilið frægð en Árni. Glæðir sögusviðið lífi Þegar skrifað er um persónur sem uppi voru á 17. öld er augljóst að í mörgum tilfellum skortir mjög heimildir um manneskjuna sjálfa, líf hennar, aðstæður og umhverfi. Bergsveinn gerir þó vel í að reyna að skapa andrúmsloftið í heim- inum sem Þormóður hrærist í með því að nýta sér samtímaheimildir úr ýmsum áttum og heimfæra þær upp á aðalsögupersónu bókar- innar. Heimildir sem varpa ljósi á ýmsa hluti sem tíðkuðust á þeim tíma sem Þormóður lifði; máltíðir skólasveina í Skálholti, borgarbrag- inn í Amsterdam og Kaupmanna- höfn, hirðsiði, klæðaburð og margt f leira glæðir sögusviðið lífi. Ef þessi aðferð væri ekki notuð myndi saga þessa merka manns verða frekar þurr lesning. Þormóður féll í ónáð hjá konungi líklega vegna kvennamála og var f luttur til Noregs þar sem hann var gerður að skattheimtumanni. Þar lifði hann litríku lífi, giftist ríkri ekkju og varð manni að bana, hvort sem það var í sjálfsvörn eða ekki, en að minnsta kosti náðaði konungur Þormóð af dauðadómi. Fyllt upp í eyðurnar Ágreiningur skapaðist milli Þor- móðs og Árna Magnússonar og f leiri sem ef til útskýrir hvernig fór. Árni var fylgismaður efahyggj- unnar, en Þormóður hvatti hann til að vinna út frá tilgátum en Árni vildi ekki fylgja því ráði. Þormóður var eiginlega stimplaður úreltur og talinn of hallur undir ýkjusagnir og lygar. Líklega eru sagnfræðingar ekki Fræðimaðurinn sem lenti á ruslahaug sögunnar á einu máli um það enn þann dag í dag hversu mikið má fylla inn í þær eyður sem óhjákvæmilega eru til staðar um fornar söguper- sónur með tilgátum. Bergsveinn er snjall og fer aldrei í felur með að margt af því sem hann heimfærir upp á líf Þormóðs hefur hann úr ólíkum samtímaheimildum sem snúast ekki um ævi Þormóðs. Þess vegna er bókin mun skemmtilegri af lestrar. Um miðbik bókarinnar Þegar skrifað er um persónur sem uppi voru á 17. öld er aug- ljóst að í mörgum tilfellum skortir mjög heimildir. Bergsveinn Birgisson, fræðimaður og rithöfundur koma nokkrar blaðsíður þar sem höfundur setur á svið ímyndað samtal Friðriks 3. Danakonungs og Þormóðs, sem mér fannst ekki alveg ganga nógu vel upp. n NIÐURSTAÐA: Höfundur vinnur mikilvægt verk af vandvirkni með því að fjalla um merkan mann í Íslandssögunni sem ekki hefur fengið þann sess sem hann á skilið. Dáin heimsveldi er spennu- þrungin framtíðarsaga eftir Steinar Braga, einn fjölhæfasta höfund þjóðarinnar. Innbundin Rafbók „Ófyrirséð stórkostleg flétta ... ein besta bók Steinars Braga.“ Páll Egill Winkel Morgunblaðið LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 2022 Menning 23FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.