Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 8
Fjöldi einstaklinga sem eiga
skráð hlutabréf í íslensku
kauphöllinni hefur næstum
fjórfaldast á fjórum árum
og eru þeir nú næstum 32
þúsund talsins. Ungu fólki
fjölgar en hlutfall kvenna
meðal fjárfesta hefur lækkað.
Mikið erlent innstreymi hefur
verið á markaðinn á þessu ári.
Að sögn Magnúsar Harðarsonar,
forstjóra Nasdaq Iceland, hefur
fjöldi fjárfesta haldist nokkuð stöð-
ugur frá því Íslandsbanki kom á
markað á síðasta ári, eða um og yfir
31.500 einstaklingar. „Þátttaka ein-
staklinga tók kipp upp á við þegar
Icelandair fór í útboð árið 2019 og
fjöldi almennra fjárfesta svo gott
sem nær tvöfaldaðist á einu bretti.
Árin eftir óx fjöldinn í takt við fleiri
skráningar og hefur aðeins aukist
síðan þá.“
Er ungt fólk að koma inn sem fjár-
festar?
„Já, aukningin hefur verið mikil
hjá fólki undir þrítugu, en þar
hefur fjöldinn sex- til sjöfaldast.
Fólk undir þrítugu er þannig tæpur
fimmtungur allra einstaklinga sem
eiga hlutabréf. Þegar Ölgerðin var
skráð á markað kom til dæmis fram
að fjórðungur nýrra hluthafa þar
hefði verið undir þrítugu. Upplýs-
ingar og aðgengi ungs fólks og bara
fólks almennt að markaðnum hefur
líka aukist með meiri fræðslu og
tækni í forgrunni, til dæmis bjóða
bankarnir upp á öpp til að fjárfesta.“
Magnús segir ríflega þrefalt fleiri
konur eiga hlutabréf núna en fyrir
fjórum árum, en samt hafi hlut-
fall kvenna af þeim einstaklingum
sem eiga hlutabréf lækkað um tvö
prósentustig og sé einungis rúm-
lega þriðjungur í dag. „Þetta er ekki
jákvætt ef við horfum til valdahlut-
falls á milli kynjanna, hverjir stýri
peningunum. Mikilvægt er að auka
fjölbreytni á meðal fjárfesta og þess
vegna hefur Kauphöllin verið í sam-
starfi við Unga fjárfesta og Ungar
athafnakonur um aukna umræðu
og fræðslu um fjármálalæsi og fjár-
festingar. Það er mikilvægt að efla
hluthafamenninguna með auknu
fjármálalæsi og stuðningi félags-
samtaka við almenna fjárfesta.
Að sögn Magnúsar þýðir hækkun
f lokkunar Íslands hjá FTSE að
fjárfesting á íslenska hlutabréfa-
markaðnum samræmist nú fjár-
festingarstefnu f leiri erlendra
hlutabréfasjóða. „Fleiri sjóðir en
áður mega því fjárfesta á íslenska
markaðnum og vísitölusjóðir sem
fylgja nýmarkaðsvísitölum FTSE
verða meira að segja að fjárfesta á
honum,“ segir Magnús. „Auk þess
felst í nýju flokkuninni gæðastimp-
ill sem laðar almennt að fjárfesta.
Í fyrsta lagi er um að ræða aukna
erlenda f járfestingu í íslensku
atvinnulífi, en erlenda innflæðið
vegna FTSE-hækkunarinnar er
töluvert. Það hefur verið metið um
50-60 milljarðar króna og þá er bara
tekið tillit til ofangreindra vísitölu-
sjóða sem eftir hækkun FTSE verða
samkvæmt fjárfestingarstefnu sinni
að fjárfesta á íslenska markaðnum.“
Magnús segir líklegt að inn-
f læðið verði meira. Þannig blasi
við að aukin aðkoma erlendra fjár-
festa, sem komi inn með nýtt fjár-
magn, gefi fyrirtækjum á hluta-
bréfamarkaði aukið afl til að knýja
nýsköpun og vöxt. Þessi kostur við
aukna aðkomu erlendra fjárfesta sé
líklega sá mikilvægasti.
Magnús segist vonast til að með
frekari skráningum félaga á Nasdaq
Iceland muni þátttaka almennra
fjárfesta aukast enn. „Við munum
halda áfram að vinna að nauð-
synlegum úrbótum til að hækka
gæðastimpil markaðarins meira,
til dæmis hjá MSCI upp í emerging
markets, sem er næsta markmið. Við
teljum fullkomlega raunsætt að tvö-
falda stærð markaðarins og jafnvel
meira,“ segir Magnús Harðarson. n
Guðrún Tinna Ólafsdóttir tók við
starfi framkvæmdastjóra verslana-
sviðs Húsasmiðjunnar og Blómavals
árið 2020. Hún segir það hafa tekið
sig mörg ár að finna jafnvægi á milli
vinnu og fjölskyldulífs.
Hver eru helstu áhugamálin?
Við hjónin eignuðumst fjórða og
fimmta barnið fyrir tíu árum. Um
hríð eftir það varð ekki mikill tími
aflögu fyrir áhugamál. Sem betur
fer hefur mér tekist á síðustu miss-
erum að stunda áhugamálin með
fjölskyldunni og vinum – hreyfing
og útivera, skíði, leikhús, hönnun,
næring og bókmenntir. Ekki má
gleyma svo góðum vinkonuhitting
sem er eitt það allra mikilvægasta.
Fyrir ári síðan fékk ég svo golfbakt-
eríuna. Kom mér skemmtilega á
óvart hversu gaman er að stunda
golf. Ég er líka svo heppin að hafa
brennandi áhuga á smásölu, rekstri
fyrirtækja og uppbyggingu vöru-
merkja. Það eru forréttindi að starfa
við það sem maður hefur áhuga á.
Nærðu að halda jafnvægi milli
vinnu og fjölskyldulífs?
Já, það geri ég – loksins. Það hefur
tekið mig mörg ár að ná þeim tíma-
punkti, krafist vinnu og sjálfsaga.
Ég held að ég sé mun afslappaðri og
skemmtilegri manneskja í dag, sem
samstarfsmaður, stjórnandi, vinur
og foreldri en þegar ég tók vinnuna
með mér heim alla daga vikunnar.
Ætli þetta kallist ekki þroski. Þegar
ég finn að vinnan er að taka yfir er
kraftganga með góðan sænskan eða
íslenskan krimma í eyranu góð leið
fyrir mig til að ná jafnvægi aftur.
Hver er morgunrútínan þín?
Ég er A-týpa. Vildi stundum óska
þess að ég gæti sofið út öðru hverju.
Þar sem einungis eitt barna minna
deilir þessu vandamáli með mér þá
eigum við tvær okkar stund saman
flesta daga vikunnar í ró og næði.
Mér finnst gríðarlega mikilvægt að
hefja daginn á góðum cappucino og
hreyfingu, hvort sem er úti í nátt-
úrunni, lyftingum eða hjá Helgu í
Barre úti á Granda.
Hvers konar stjórnunarstíl hefur
þú tileinkað þér og hvers vegna?
Ég hef markvisst reynt að þroska
og betrumbæta stjórnunarstíl minn
síðustu ár. Frá því að vera sérfræð-
ingur í að vera umburðarlyndur en
staðfastur leiðbeinandi. Ég lít á hlut-
verk stjórnanda að það sé að byggja
upp öflugt teymi einstaklinga með
mismunandi styrkleika þar sem
hver og einn þorir að taka upp-
lýstar ákvarðanir, taka ábyrgð og
gera mistök. Það er fátt jafn gefandi
og að vinna með sterku teymi sem
kennir manni eitthvað nýtt. Bæði
faglega og um fjölbreytileika fólks.
Hver eru helstu verkefnin fram
undan?
Jólin eru auðvitað skemmtilegur
tími í smásölu. Verslanir okkar eru
að fyllast af nýjum heimilistækjum,
verkfærasettum og jólaseríum, svo
eitthvað sé nefnt. Á sama tíma er
mikill kraftur í verktökum um
land allt. Október fram í desember
er alltaf mikill álagstími í Húsa-
smiðjunni. Þá erum við að undir-
búa opnun á nýrri verslun á Selfossi
á næsta ári sem er mjög spennandi.
Við höfum öflugt teymi hér innan-
húss sem stýrir því verkefni í sam-
starfi við erlenda ráðgjafa. Þess á
milli sækir maður handbolta- og
fótboltamót, tónleika, hittir fjöl-
skyldu, gleðst með vinum og reynir
að lifa meira í núinu en maður gerði
í gær. n
Það er mikilvægt að
efla hluthafamenn-
inguna með auknu
fjármálalæsi.
Hlutfall
kvenna
meðal
þeirra sem
eiga hluta-
bréf hefur
lækkað
um tvö
prósentu-
stig og eru
þær aðeins
þriðjungur
fjárfesta.
Vildi óska þess að hún gæti sofið út öðru hverju
n Svipmynd
Guðrún Tinna
Ólafsdóttir
Nám:
Meistaranám í fjármálum frá
Háskóla Íslands með áherslu á
stefnumiðaða stjórnun. Samhliða
því diplómanám frá Listaháskóla
Íslands og Háskólanum á Bifröst
með áherslu á fræðigreinar lista
og heimspeki.
Starf: Framkvæmdastjóri versl-
anasviðs Húsasmiðjunnar og
Blómavals. Situr í stjórn Regins
fasteignafélags. Stjórnarformaður
Svanna, lánasjóðs kvenna.
Fjölskylduhagir: Maki, Karl Pétur
Jónsson. Við eigum fimm börn á
aldrinum 10 til 25 ára.
Guðrún Tinna Ólafsdóttir skellir sér í kraftgöngu með krimma í eyrunum
þegar hún finnur að vinnan er að taka yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
35
30
25
20
15
10
5
2018 2019
Fjöldi einstaklinga sem eiga hlutabréf skráð á Nasdaq Iceland
Í þúsundum
2020 30.06.
2021
01.07.
2022
Raunhæft að tvöfalda
stærð markaðarins
Magnús Harðar-
son, forstjóri
Nasdaq Iceland,
segir nýja
flokkun Íslands
hjá FTSE vera
gæðastimpil
fyrir íslenska
markaðinn sem
muni laða er-
lenda fjárfesta
að íslensku
kauphöllinni.
MYND/AÐSEND
Ólafur
Arnarson
olafur
@frettabladid.is
8 Fréttir 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR