Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 6
Það þarf ekkert mikið
til. Það er engin sjálf-
bærni án kvenna.
Konur eru helmingur
af heiminum og helm-
ingur af vinnuaflinu.
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
formaður FKA
Heimild: Alþjóðaveðurmálastofnunin Gögn fyrir 2022 ná til september © GRAPHIC NEWS
Síðustu átta ár verða þau heitustu
Allt stefnir í að næstliðin átta ár verði átta heitustu ár á jörðinni
frá því mælingar hófust vegna síaukins magns gróðurhúsalotegunda
og uppsafnaðs hita, samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum.
-5 -3 -2 -1 -0.5 -0.25 0 0.25 0.5 1 2 3 5
Árleg hitafrávik 2022
Vestur-Evrasía
og Austur-Asía
Einstaklega hár
meðalhiti á sumrin.
Kyrraha
ð
Hlýrra veðurfar
umhvers kaldara
La Nina-fyrirbærið.
Suður-Ameríka og Suður-Afríka: Kaldara en í meðallagi.
Kanada: Kaldara en í meðallagi.
Hitamismunur frá 1981–2010 að meðaltali (°C)
Breyting á meðalhita á heimsvísu(°C)
Samanborið við meðaltal 1850 til 1900
1.0
0.5
0
-0.5
1860 1880 1900 1920 1940 1960 1980 2000 2020
1850-1900
2015–22: Verða líklega
heitustu átta árin á skrá.
Met O£ce
NOAA
NASA Berkeley Earth-stofnunin
Veðurstofa Japans
Konunglega veðurfræðifélagið
Met Office: Veðurstofa Bretlands, NOAA: Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin
gar@frettabladid.is
LOFTSLAGSMÁL Öfgakenndar hita-
bylgjur, þurrkar og hamfaraf lóð
hafa sett líf milljóna manna úr
skorðum og kostað hundruð millj-
arða samkvæmt skýrslu Alþjóðaveð-
urfræðistofnunarinnar um stöðu
loftslagsmála á árinu sem er líða.
Merkin og áhrifin af loftslags-
breytingum eru að verða umfangs-
meiri.
Yfirborð sjávar hækkar nú tvöfalt
hraðar en það gerði á árinu 1993 og
hefur hækkað um 10 millimetra frá
því í janúar 2020 og er nú í methæð-
um. Hækkunin á síðustu tveimur
og hálfu ári svarar til 10 prósenta
þeirrar hækkunar sem orðið hefur
í heild frá því mælingar í gegn um
gervihnetti hófust fyrir nærri þrjá-
tíu árum.
Lof t slagsráðstef nan COP27
stendur nú yfir í Sharm El-Sheikh í
Egyptalandi og lýkur ekki fyrr en 18.
nóvember. Þar ræða fulltrúar flestra
þjóða heims hugsanlegar aðgerðir
gegn þeirri hlýnun loftslags jarðar
sem nú stefnir í með ógnvænlegum
afleiðingum fyrir mannkynið allt. n
Átta heitustu árin
frá upphafi mælinga
benediktarnar@frettabladid.is
REYKJAVÍK Heilbrigðiseftirlitið setti
upp hljóðmæli á horni Bankastrætis
og Laugavegs um síðastliðna helgi
vegna fjölda hávaðakvartana sem
hafa borist frá íbúum á svæðinu.
Lætin frá næturlífinu hafa lengi
verið til umræðu, en Íbúasamtök
Miðborgar héldu í síðustu viku
málþing vegna deilna á milli íbúa
og skemmtistaða.
„Síðustu helgi var Iceland Air-
waves í gangi og þá var ákveðið
meðal annars að setja upp mæli á
þessu svæði. Út af fjölda kvartana
var ákveðið að setja upp mæli á
þessu horni, en þetta er liður í því
að bregðast við kvörtunum og sinna
rannsóknarskyldu okkar,“ segir
Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri
hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Helgi segir að með mælinum sé
verið að fylgjast með hvað hljóðstig-
ið sé hátt á svæðinu, en einnig var
settur upp mælir inni á skemmti-
staðnum Sólon. „Þetta er gott tól
fyrir okkur í vinnslu kvartana og
til að fylgjast með því hvort það sé
verið að fara eftir settum lögum og
reglum. Um hávaða frá fyrirtækjum
gildir reglugerð um hávaða, og sam-
kvæmt henni má á samkomum ekki
vera hærra en 95 desíbel,“ segir
hann.
Helgi segir að ef staður gerist
sekur um brot geti heilbrigðiseftir-
litið gripið til þvingunaraðgerða.
„Þegar við getum staðfest það að
staður sé að spila of háa tónlist, þá
förum við fram á úrbætur. Ef engar
úrbætur eru gerðar getum við tak-
markað starfsemina og meðal
þeirra úrræða sem við höfum beitt
er að takmarka hljóðstig á hljóð-
kerfi vissra staða og í einhverjum
tilvikum höfum við takmarkað
opnunartíma skemmtistaðarins,“
segir Helgi. n
Heilbrigðiseftirlitið svarar
kvörtunum með hávaðamælingu
Hljóðmælir
var settur upp
í Bankastræti
um síðastliðna
helgi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Niðurstöður Reykjavíkur-leið-
togavísitölunnar fyrir þetta
ár voru kynntar á Heimsþingi
kvenleiðtoga í gærmorgun.
Þær benda til stöðnunar í við-
horfum til jafnréttis á heims-
vísu. Heimsþingið hefur sent
út alþjóðlegt ákall til aðgerða í
jafnréttismálum.
ninarichter@frettabladid.is
SAMFÉLAG Reykjavíkur-leiðtogavísi-
talan, Reykjavik Index for Leader-
ship, er mælikvarði á hvernig sam-
félagið lítur á konur og karla með
tilliti til forystuhæfni. Vísitölunni er
ætlað að kanna viðhorf til kvenkyns
forystu og var hleypt af stokkunum
árið 2018 sem samstarfsverkefni
Women Political Leaders og rann-
sóknafyrirtækisins Kantar.
Staðan er tekin árlega. Niðurstöð-
urnar í ár kynnti Michelle Harri son,
forstjóri Kantar Global, fyrir Heims-
þingi kvenleiðtoga sem nú fer fram í
Hörpu. Þar kom fram að viðhorf til
kvenna í leiðtogastöðum í iðnríkj-
unum sjö, svokölluðum G7-ríkjum,
hefði staðið í stað síðan 2018. Þá
kemur fram í gögnum Kantar að
ungt fólk hafi meiri fordóma gegn
kvenleiðtogum en eldri kynslóðin
og í þeirri þróun sé mælanlegur
vöxtur frá árinu 2018.
Harrison fullyrti að þær endur-
spegluðu stöðnun og bakslag á við-
horfi til kvenna til forystu, einkum í
G7-ríkjunum. „Þær mælast á sumum
sviðum lægri en þegar vísitalan var
birt í fyrsta sinn árið 2018,“ sagði
hún.
Vísitalan er frá 0 til 100; einkunn
upp á 100 þýðir að í samfélaginu ríki
samkomulag um að karlar og konur
henti jafn vel til forystu í öllum
greinum. Í mælingunum er Ísland
efst með 91 stig og Spánn kemur
næst á eftir með 80 stig. Þá er Bret-
land í þriðja sæti með 71 stig.
Rannsóknir árið 2018 til 2020
náðu aðeins til G7-landanna, en
skýrsla áranna 2020 til 2021 náði
yfir G7-löndin auk Indlands, Kenýa
og Nígeríu.
„Það er sláandi hvað er auðvelt
að fá bakslag,“ segir Sigríður Hrund
Pétursdóttir, formaður Félags
kvenna í atvinnulífinu, FKA. „Það
þarf ekkert mikið til. Það er engin
sjálf bærni án kvenna. Konur eru
helmingur af heiminum og helm-
ingur af vinnuaflinu,“ segir hún.
„Á Íslandi eru tuttugu prósent
af vinnuafli kvenna innflytjendur
og þetta er eitthvað sem fólk er að
uppgötva núna. Þá er þetta ekki
lengur bara kynjajafnrétti heldur
er þetta fjölbreytni og inngilding.
Þetta fólk er vonandi komið til að
vera. Við þurfum f leira fólk til að
vinna.“
Sigríður Hrund segist hafa velt því
fyrir sér í félagi við aðra gesti á þing-
inu, hvað valdi bakslaginu.
„Ég var að spjalla við konur sem
eru komnar hingað til að ræða
saman og við vorum að velta fyrir
okkur af hverju börnin okkar eru
með meiri fordóma en við. Ætli það
sé af því að þau hafa ekki gengið í
gegnum einhvers konar harðneskju
og ekki átt þessa reynsluleið? Að þau
alast upp við að hafa það mjög gott.
Svo fórum við að velta fyrir okkur
hvað fyrirmyndir skipta miklu máli.
Ég ólst upp við það að ég vissi ekki að
forseti gæti verið maður. Ég ólst upp
við forseta sem konu í sextán ár.“ n
Segja niðurstöður benda til
bakslags í jafnréttismálum
Formaður FKA
sótti Heimsþing
kvenleiðtoga
sem fram fór í
Reykjavík í gær
og í dag. Hún
segir sláandi
hve auðvelt sé
að fá bakslag í
jafnréttismálin.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Donald Trump
og Melania
Trump gengu til
kosninga í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
ragnarjon@frettabladid.is
BANDARÍKIN Milljónir manna víðs
vegar um Bandaríkin lögðu leið
sína á kjörstað í gær til að taka þátt
í þingkosningum þar í landi.
Demókratar hafa stjórnað báðum
deildum þingsins síðustu tvö ár en
búist er við að Repúblikanar muni
sigra fulltrúadeild þingsins á meðan
mjórra er á munum í öldungadeild-
inni.
Ef Repúblikönum tekst að ná
báðum deildum er ljóst að Joe
Biden, sitjandi forseti Bandaríkj-
anna, mun ekki koma mörgum af
sínum málum í gegnum þingið.
Donald Trump, f y rr verandi
Bandaríkjaforseti, var bjartsýnn
þegar hann mætti á kjörstað í gær
en hann sagði búast við því að
Repúblikanar „muni eiga virkilega
góða nótt“. Hann hefur margsinnis
verið orðaður við að bjóða sig fram
aftur sem forseti í forsetakosning-
unum árið 2024 en búist er við því
að hann tilkynni um framboð sitt á
þriðjudag í næstu viku.
Búist er við að kjósendur muni að
miklu leyti byggja ákvörðun sína á
efnahagsaðstæðum í Bandaríkj-
unum en önnur málefni sem þóttu
mikilvæg til að byrja með, líkt og
réttur til þungunarrofs og málefni
innflytjenda, virðast hafa færst fjær
kjósendum. Hækkandi verðbólga og
aukinn kostnaður virðist því farinn
að bíta verulega í veski Bandaríkja-
manna sem sjá fram á langan og
erfiðan vetur í efnahagskreppu. n
Trump bjartsýnn á þingkosningarnar
6 Fréttir 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ