Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 28
Langa-langa-langa-
langamma mín var
viðfangsefni eins af
kvæðunum hans. Það
var tækifæriskvæði og
heitir Skønne pige og
er á dönsku.
Elín Elísabet Einarsdóttir
Hólahjalli 9
Einbýli á mögnuðum útsýnisstað
Fallegt nýlegt (1999) afar rúmgott 362 fm eibnýlishús á frábærum
rólegum útsýnisstað innst í lokaðri götu í suðurhlíðum Kópavogs.
Auðvelt að hafa AUKAÍBÚÐ á neðri hæðinni. Þar utan eru 4
svefnherbergi, góðar stofur, arin í frönskum stíl, stórar suðvestur
svalir með einu mesta útsýni sem völ er á m.a. Reykjanes, Bláfjöll,
Kópavogsdalur, Álftanes og fl. Nýtt þakjárn, rennur og niðurföll.
Frábær staðsetning mjög miðsvæðis. Verð 179 milljónir.
Ingólfur Gissurarson lg.fs. sýnir S:896-5222 ingolfur@valholl.is
OPIÐ
HÚS
Opið hús fimmtud. 10. nóv. 2022 kl. 17.00 – 17.30
Síðumúla 27, S: 588-4477
SÍÐAN 1995
Ingólfur Gissurarson lg.fs.
s: 896-5222
ingolfur@valholl.is
30 ára farsælt starf við
fasteignasölu á Íslandi.
Á sporbaug, ný bók um
nýyrði Jónasar Hallgríms-
sonar, er meðal fagurra fiska
í jólabókaflóðinu þetta árið.
Jónas glæddi íslenskuna
lífi og lit, ekki aðeins með
ljóðum og prósa heldur
einnig með einstaklega vel
smíðuðum nýyrðum.
ninarichter@frettabladid.is
Anna Sigríður Þráinsdóttir, mál-
farsráðunautur RÚV, á textann í
bókinni. „Það var komið að máli
við mig,“ segir hún glettin, varð-
andi aðdraganda verksins. „Þetta
var ekki hugmynd frá mér heldur
frá forlaginu Sögum sem langaði að
gera eitthvað með nýyrði Jónasar
Hallgrímssonar,“ segir Anna Sig-
ríður.
Það hittist svo skemmtilega á, að
forleggjurum óafvitandi, að Anna
Sigríður hefur lengi verið gríðarleg
áhugakona um nýyrði Jónasar Hall-
grímssonar.
„Ég hef verið með þætti í útvarp-
inu og talað um nýyrði Jónasar. Það
hefur ekkert verið neitt sérstaklega
mikið efni aðgengilegt um þau,“
segir hún hugsi. „Þegar 10.000 króna
seðillinn kom út voru orð frá Jónasi
á honum. Svo var listi á heimasíðu
Menntamálastofnunar. Svo hafa
verið skrifaðar örfáar fræðigreinar
um þetta. En það hefur enginn tekið
þetta frá svona almennu sjónar-
horni.“
Íslendingar duglegir orðasmiðir
Málfarsráðunauturinn svarar þá
næst spurningu um hvort Íslend-
ingar séu nógu duglegir að skálda
nýyrði þegar upp koma nýjungar í
samfélaginu.
„Já, ég myndi segja það. Kannski
finnst fólki ekki nóg að gert. En
bæði erum við sem almenningur
sem erum að tala íslensku alltaf að
búa til ný orð. Oftast eru þetta sam-
sett orð og þess háttar. En svo er
líka talað um íðorðastarf og íðorð
eru búin til í sérstökum tilgangi
Jónas heitinn mögulega með puttana í verkinu
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, og Elín Elísabet Einarsdóttir teiknari eru báðar miklir
aðdáendur Jónasar og tóku því hugmynd forleggjarans fagnandi. MYND/ÁRNI TORFASON
fyrir faggreinar á öllum sviðum,“
útskýrir Anna Sigríður. „Yfirleitt eru
þetta einhver svona félagasamtök
sem eru með íðorðanefnd á sínum
vegum. Oft starfa þessar nefndir
í samstarfi við Árnastofnun. Það
er mjög mikil virkni í mörgum af
þessum nefndum og mikið verið
að vinna að svona íðorðastarfi, að
íslenska hugtök og búa til ný orð og
svoleiðis.“
Hafflötur og sverðbjarmi
Það verður að spyrja höfundinn
hvort hún eigi eftirlætis nýyrði frá
Jónasi?
„Ég er búin að velta mér upp úr
þessum orðum og uppáhaldsorðið
er það sem ég er að fjalla um hverju
sinni,“ segir Anna Sigríður. „Það eru
nokkur orð sem mér þykir vænt um.
Eins og hafflötur. Orð sem maður
gerir sér ekkert endilega grein
fyrir að einhver hafi sest niður og
búið til. Svo eru mörg af þessum
stjörnufræðiorðum sem eru algeng
enn í málinu eins og ljóshraði. Og
myrkvaorðin eins og sólmyrkvi.
Og sverðbjarmi. Það er enn í fullri
notkun, held ég,“ segir hún.
Anna Sigríður nefnir einnig orðið
„botnfrosinn, sem hann virðist hafa
verið fyrstur til að nota. Maður á
erfitt með að trúa því að hann hafi
búið þetta til, en elsta dæmið er frá
honum komið. Og það er ekki ólík-
legt, hann var svo f linkur að setja
saman orð.“
Þá þarf að nefna fuglsheiti frá Jón-
asi, sem er vepja. „Það er frá honum
komið og er ekki búið til úr neinu
sem er til fyrir í málinu. Þetta er eina
dæmið um slíkt sem ég man eftir.“
Enn einn aðdáandinn
Elín Elísabet Einarsdóttir á allar
myndlýsingarnar í bókinni. „Við
þekktumst ekki fyrir,“ segir Anna
Sigríður um samstarfið. „Það var
sama sagan með það að þau tengdu
okkur saman hjá Sögum, og þá kom
í ljós að Elín hafði líka sérstakar
tengingar við Jónas. En svo kom líka
að verkinu Helga Gerður Magnús-
dóttir bókahönnuður,
sem hannaði bókina,“
segir hún.
Elín Elísabet tekur
boltann. „Já, þau voru
aðeins byrjuð á þessu,
Anna Sigríður og útgáfan
Sögur. Svo skilst mér að
Kristján Freyr hjá Sögum
hafi viljað svo gjarnan fá
mig í þetta. Það sem hann
vissi ekki var að ég var með brjál-
æðislega mikla tengingu við Jónas
sjálf,“ segir Elín Elísabet og hlær.
Orti um fimm ára formóður
„Ég er búin að vera að lesa ljóðin
hans síðan ég var krakki og það
voru alls konar svona litlar teng-
ingar. Ég byrjaði að semja lög þegar
ég var krakki, úr ljóðum eftir hann.
Langa-langa-langa-langamma mín
var viðfangsefni eins af kvæðunum
hans. Það var tækifæriskvæði og
heitir Skønne pige og er á dönsku,“
segir Elín Elísabet. „Hún var bara
fimm ára og pabbi hennar bað Jónas
að yrkja um hana.“
Þá á teiknarinn aðra og alvar-
legri tengingu við skáldið. „Svo er
ég með Hraundranga tattúveraðan
á úlnliðinn. Við bróðir minn erum
með eins tattú eftir að við keyrðum
næstum því út af við Hraun í Öxna-
dal,“ segir hún.
„Það voru allt saman litlar teng-
ingar sem ég var með, og ég hafði
ekki tíma fyrir þetta verkefni en
ég gat ekki sagt nei við Jónas. Þau
höfðu ekki hugmynd um mínar
tengingar þegar þau fengu mig í
þetta. Anna Sigríður vill meina að
Jónas hafi sjálfur verið með puttana
í þessu.“
Tengist Jónasi upp á nýtt
En breyttist hinn sögulegi Jónas í
huga teiknarans, eftir vinnu bókar-
innar?
„Já, hann varð dýpri. Ég þekkti
bara ljóðin. Eftir að hafa teiknað
hann svona oft – ég var allt sumarið
að teikna hann í skissubækurnar,
að reyna að átta mig á honum sem
karakter. Maður tengist fólki upp á
nýtt þegar maður teiknar það, hvort
sem maður hefur hitt það í lifanda
lífi eða ekki,“ segir Elín Elísabet,
teiknari og meðhöfundur bókar-
innar Á sporbaug.
Útgáfuhóf Á sporbaug fer fram
í Húsi Máls og menningar í dag
klukkan 17.00. Allir eru velkomnir
og að sögn forleggjarans Kristjáns
Freys Halldórssonar hjá Sögum
munu Anna Sigríður og Elín Elísa-
bet syngja lagið Hvað er svo glatt?
undir harmonikkuleik. „Þetta er
texti eftir Jónas, þýðing á dönsku
lagi og er eiginlega svona fyrsti
íslenski hittarinn,“ segir Kristján
Freyr. n
Fáein nýyrði Jónasar
n Skjaldbaka
n Mörgæs
n Sjónvilla
n Aðdráttarafl
n Raddlaus
n Bringusund
24 Lífið 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR