Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 10
Við þurfum að fá á hreint hvert hlutverk opinberra fyrirtækja á að vera á þessum markaði. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku Staða félagsins er sterk og því mun skynsam- legra að gera þetta núna frekar en að bíða. Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital Virði Play í Kauphöllinni lækkaði töluvert í seinustu viku og þurfti flugfélagið meðal annars að tryggja sér 2,3 milljarða í nýju hlutafé. Hagfræðingur segir að áætl- anir félagsins hafi verið of bjartsýnar frá upphafi. Hlutabréfaverð f lugfélagsins Play lækkaði um 7,2 prósent í Kauphöll- inni síðastliðinn föstudag og endaði í 14,1 krónu á hlut. Verðið samsvar- aði lægsta dagslokagengi félagsins frá skráningu á First-North markað- inn í júlí 2021. Hlutabréfaverð félags- ins er nú meira en 20 prósentum undir 18 króna útboðsgenginu í frumútboði félagsins í júní í fyrra. Á sama tíma birti Play uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung sem sýndi að félagið hafði tapað 430 milljón- um króna á fjórðungnum. Félagið skilaði þó rekstrarhagnaði í fyrsta sinn en sagði það ljóst að áætlanir um rekstrarhagnað á seinni hluta ársins myndu ekki standast. Síðastliðinn miðvikudag náði félagið samkomulagi við tuttugu stærstu hluthafa sína um bindandi áskriftarloforð að nýju hlutafé að andvirði 2,3 milljarðar króna á útgáfugenginu 14,6 krónur á hlut. Samkvæmt tilkynningu til Kaup- hallarinnar voru einnig gefin út áskriftarréttindi að hlutum sem námu 25 prósentum af framan- greindri hlutafjárútgáfu. Áskrift- arverðið samkvæmt áskriftar- réttindum verður það sama og í hlutafjárútgáfunni, auk vaxta frá útgáfudegi sem nema sjö daga veð- lánavöxtum Seðlabanka Íslands. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að fjárhagsstaða félagsins sé sterk og að þessi hlutafjáraukning frá tuttugu stærstu hluthöfum Play sé merki um það mikla traust sem stórir hluthafar hafi á rekstri fyrir- tækisins. „Flugtak Play hefur heppnast mjög vel þótt segjast verði að ytra markaðsumhver f i haf i reynst þyngra í vöfum en við höfðum von- ast til. Það eru mjög jákvæð teikn á lofti í rekstrinum og við sjáum fram á jákvæða rekstrarafkomu á næsta ári eftir því sem tekjustofnar okkar verða traustari og við komum okkur enn betur fyrir á mörkuðum okkar. Þessi hlutafjáraukning er mjög hvetjandi fyrir okkur og við horfum enn bjartari augum til framtíðar,“ segir Birgir. Snorri Jakobsson, eigandi grein- ingarfyrirtækisins Jakobs son Capi- tal, er sammála þeirri ákvörðun að það sé betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Réttmæt ákvörðun um aukið hlutafé snúist líka um að standa vörð um stöðuna og trú- verðugleika f lugfélagsins. „Staða félagsins er sterk og því mun skyn- samlegra að gera þetta núna frekar en að bíða í sex til níu mánuði eftir því að allir peningarnir þorni upp og hlutafé á leiðinni á brunaútsölu,“ segir Snorri. Hann telur ljóst að staða félags- ins hafi frá byrjun verið fjarri því að endurspegla raunveruleikann. Snorri segir að Play hafi frá upp- hafi verið með of bjartsýna rekstr- aráætlun. Þörf hafi verið á auknu hlutafé alveg frá því félagið fór fyrst á markað. n Ókyrrð í loftinu hjá Play Forstjóri flug- félagsins Play segir að ytra markaðsum- hverfi hafi reynst þyngra í vöfum en vonir stóðu til. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Helgi Steinar Gunnlaugsson helgisteinar @frettabladid.is ggunnars@frettabladid.is Framkvæmdastjóri Ísorku segist ekki hafa átt von á því að standa í málaferlum við ríki og sveitar- félög þegar fyrirtækið hóf rekstur hleðslustöðva fyrir raf bíla. Hann segir bagalegt að leikreglur séu ekki skýrar í tengslum við orkuskipti á samkeppnismarkaði. Ísorka sérhæfir sig í öllu sem tengist raf bílum en fyrirtækið hóf gjaldtöku á hleðslustöðvum fyrir raf bíla árið 2018. Sigurður Ást- geirsson framkvæmdastjóri segir vöxtinn á markaði fyrir rafbíla hafa verið ævintýralegan undanfarin ár. Þróunin hafi verið hraðari en hann óraði fyrir. „Ég hef nú alltaf sagt, meira í gríni en alvöru, að þegar við stofnuðum Ísorku þá vissum við ekkert hvað við vorum að fara út í. Vissum ekk- ert hvað markaðurinn vildi. Þetta var allt svo nýtt,“ segir Sigurður. Einhvern veginn hafi fyrirtækinu þó tekist að vera leiðandi í rafvæð- ingu bílaflotans undanfarin ár. „En það sem við höfum lært er að það skiptir mestu að lesa markaðinn og laga sig að þörfum hans. Gæta þess að hlaupa ekki of hratt en vera samt tilbúin til að vera sveigjanleg og fljót að bregðast við. Það versta sem þú gerir þegar allt er á fleygiferð er að gera ekki neitt.“ Sigurður segir fyrirtæki eins og Ísorku eðlilega mjög háð flutnings- kerfi raforku og því í stöðugu sam- tali við veitufyrirtækin. „En það sem hefur verið að ger- ast að undanförnu er að dæmið er dálítið farið að snúast við í þessum samskiptum. Veitufyrirtækin eru meira farin að leita til okkar til að leysa sameiginleg vandamál. Til dæmis varðandi snjallvæðingu eða betri dreifingu álags í kerf- unum. Allt snýst þetta á endanum um gott samstarf og samtal á milli fyrirtækja og stofnana sem standa í stafni þessara breytinga.“ Helstu áskoranirnar um þessar mundir, að mati Sigurðar, snúa að leikreglum og því regluverki sem gildi á þessum markaði. „Þegar Ísorka varð til þá gerði ég ekki ráð fyrir því að vera í sam- keppni, eða standa í málaferlum, við Reykjavíkurborg eða önnur sveitar- félög. Við gerðum heldur ekki ráð fyrir því að vera í samkeppni við ríkissjóð vegna þess hve óljóst reglu- verkið er. Sigurður segir brýnt að greiða úr þeim flækjum sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfitt fyrir. „Við þurfum að fá á hreint hvert hlutverk opinberra fyrirtækja á að vera á þessum markaði. Það sem er óvenjulegt við þriðju orkuskiptin, umfram önnur orku- skipti, er að þau fara fram á sam- keppnismarkaði. Það er gríðarlega stór áskorun. Þess vegna verða leik- reglurnar að vera skýrar.“ Kallað hefur verið eftir álitum frá eftirlitsaðilum að sögn Sigurðar til að fá úr þessu skorið. „Við höfum líka þurft að kæra einstakar ákvarðanir. Ekki til þess að vera með leiðindi heldur til þess að kalla fram skýrar reglur. Til þess að átta okkur á umhverfinu. Hvort það sé sanngjarnt. Á endanum snýst þetta ekki síst um hagsmuni notenda og þeirra fyrirtækja sem leiða þessa mikilvægu þróun,“ segir Sigurður. n Óljósar leikreglur helsta hindrun orkuskipta Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, segir vöxt á markaði fyrir rafbíla hafa verið ævintýralegan undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 10 Fréttir 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.