Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
FRÉTTASTJÓRI: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
„Við erum
ekki að
gera rétt,“
segir
biskup,
með því að
reka veik-
burða ein-
staklinga
út á Guð og
gaddinn.
Það er hlut-
verk okkar
alþingis-
manna
að standa
vörð um
starfs-
öryggi
og starfs-
þróun
kennara.
Elín
Hirst
elinhirst
@frettabladid.is
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðar-
dóttir á þakkir skildar fyrir gagn-
rýni sína á meðferð íslenskra stjórn-
valda á hælisleitendum. Biskupinn
þorir greinilega að segja hvað
henni býr í brjósti og blöskrar bersýnilega
sú vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. „Við
erum ekki að gera rétt,“ segir biskup, með því
að reka veikburða einstaklinga út á Guð og
gaddinn með því að senda þá til Grikklands
þar sem engar aðstæður eru til að taka á móti
fólkinu.
Sem kunnugt er var hópur hælisleitenda
fluttur af landi brott í skjóli myrkurs í síðustu
viku. Greinilegt var að þessi atburður átti ekki
að rata í fjölmiðla en gerði það engu að síður.
Áhorfendur fjölmiðla og samfélagsmiðla
fengu meðal annars að sjá þegar fatlaður
maður var færður úr hjólastól og borinn inn í
bíl gegn vilja sínum.
Til að kóróna allt saman beindu starfsmenn
Keflavíkurflugvallar sterkur ljóskösturum
að myndavélum fjölmiðlamanna til þess að
þeim væri ókleift að mynda það sem fram fór,
og gengur það freklega gegn því fjölmiðla-
frelsi sem er hornsteinn samfélags okkar.
Biskupinn yfir Íslandi sagði að það væru sér
mikil vonbrigði að búa í landi sem leyfði að
svona lagað færi fram. Hún sagðist hafa haldið
að lög landsins byggðu á kristnum gildum og
þessar aðgerðir væru ekki í þeim anda.
Það voru einmitt sams konar rök sem Bragi
Páll, einn af ræðumönnum á Austurvelli, hélt
fram í fyrradag; þessi framkoma íslenskra
stjórnvalda gagnvart þeim sem minna mega
sín gangi gegn þeim siðferðislegu gildum sem
við Íslendingar erum alin upp við.
Bragi Páll vitnaði meðal annars í í Matth-
eusarguðspjall: „Því hungraður var ég og þér
gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér
hýstuð mig, nakinn var ég og þér klædduð
mig, sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín.“ Þetta
var einmitt kjarni málsins og eins og talað út
úr hjarta mjög margra sem á hann hlýddu.
Bragi Páll sagði í ræðu sinni að hann væri
nú enginn fyrirmyndartrúmaður en þessir
atburðir hefðu orðið til þess að hann fór að
skoða Biblíuna og hvað þar stæði bara til þess
að reyna að fá dýpri skilning á hvers vegna
hann upplifði það svona sterkt að það sem
væri að gerast hér væri ekki rétt og að sér
stæði alls ekki á sama sem manneskju. n
Við erum ekki
að gera rétt
Nú í vikunni lagði ég fyrir Ásmund Einar Daðason,
mennta- og barnamálaráðherra, fyrirspurn á Alþingi
þar sem bráðlega verða liðin þrjú ár síðan lög um eitt
leyfisbréf kennara þvert á leik-, grunn- og framhalds-
skóla voru samþykkt. Frumvarpinu var ætlað að
stuðla að öflugri skólaþróun, aukinni starfsánægju
og styðja við nýliðun í kennarastétt. Einnig var gert
ráð fyrir því að jákvæðar breytingar yrðu á f læði
kennara á milli skólastiga, í því fælist hvatning til
starfsþróunar og það stuðlaði að starfsöryggi kenn-
ara.
Þegar ráðist er í svo viðamiklar breytingar á starfs-
möguleikum kennara er nauðsynlegt að fylgja þeim
eftir og gera úttekt á hvort þær breytingar hafi skilað
tilætluðum árangri eða hvort þurfi að fara í frekari
aðgerðir til að ná þeim fram. Eins er mikilvægt að
skoða hvort það er halli á eitt skólastig fremur en
annað þegar kemur að f læði kennara á milli skóla-
stiga og síðast en ekki síst þarf að hafa gott samráð
við kennara og skólastjórnendur.
Það liggur ljóst fyrir að af skólastigunum þremur
er leikskólastigið það stig sem er viðkvæmast þegar
kemur að mönnun og þrátt fyrir ýmis úrræði hefur
víða gengið erfiðlega að manna leikskóla með
menntuðum kennurum. Staðan í dag er sú að það
vantar um 1.500 leikskólakennara til starfa á landinu
og hlutfall faglærðra leikskólakennara er mjög lágt í
sumum sveitarfélögum.
Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir og skóla-
kerfið þarf að vera í stöðugri þróun. Í þeim öru sam-
félagslegu breytingum sem við lifum eru kennarar,
ekki síst, þeir sem þurfa að vera á tánum og þurfa
sífellt að auka við færni sína til að mæta breytilegum
aðstæðum. Það er hlutverk okkar alþingismanna að
standa vörð um starfsöryggi og starfsþróun kennara
og sjá til þess að veigamiklar breytingar sem gerðar
hafa verið á umgjörð kennarastarfsins óháð skóla-
stigum standist skoðun. n
Reynsla af einu
leyfisbréfi kennara
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir
oddviti VG í NA-
kjördæmi
gar@frettabladid.is
Utangarðsfurur
Á Þingvöllum er nú ástæða til
að fagna. Tvær furur sem sagðar
eru hafa sáð sér í heimildarleysi
við Hallinn í landi þjóðgarðsins
hafa verið gerðar brottrækar.
Til að uppræta þessar tvær hálfs
metra háu furur dugði ekki
minna en tveir starfsmenn sem
mættu á bíl þjóðgarðsins á fal-
legum sunnudegi. Tilgangurinn
var sagður að losa þjóðgarðinn
við framandi plöntur og þar að
auki sjálfsáðar – sem mun vera
með alvarlegri yfirsjónum sem
barrtré geta látið standa sig að
þar um slóðir.
Heima er best
Þingvallamenn höfðu ekki haft
hjarta í sér til að ganga þannig
til verks að trén gætu ekki lifað
upprætinguna heldur gættu þess
að rótarkerfið fylgdi með svo
framhaldslíf var í kortunum.
Nokkuð stóð á svari er veg-
farendur spurðu um væntanleg
afdrif furanna. Í fyrstu tveimur
atrennum var svarið að þær
yrðu settar niður utan þjóð-
garðsins. En að lokum kom upp
úr dúrnum að það yrði í heima-
högum annars starfsmannsins
sem taldi þær myndu sóma sér
vel á landi sínu. Í öllu falli er ljóst
að þessar ógnvænlegu plöntur
munu ekki skyggja á fjórtán ára
steypugrunnsferlíki sem ríkið
leysti til sín fyrir 35 milljónir og
hvílir á bakka Þingvallavatns. n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR