Fréttablaðið - 09.11.2022, Blaðsíða 13
Viljandi eða óviljandi er manni frá
barnsbeini innrætt að stríðsátök
eigi sér stað milli þjóða, kynþátta
eða trúarhópa. Grikkir berjast við
Persa, Danir við Svía, Bretar við
Frakka, Þjóðverjar við Rússa, Jap-
anir við Kínverja, Evrópumenn
við Asíu- og Afríkubúa, kristnir við
múslima, hvítir við gula, kaffibrúna
og svarta.
Ekkert af þessu stórtæka ofbeldi
er þó sjálfsprottið meðal almenn-
ings. Vissulega gætir iðulega nokk-
urrar samheldni meðal þeirra sem
eiga sameiginlegt málfar og menn-
ingu en hún brýst sárasjaldan út
í mannvígum nema helst ef hags-
munir rekast óþyrmilega á. En það
getur ekki síður átt sér stað meðal
þeirra sem hafa sömu tungu, trú og
litarhátt.
Það er ævinlega fámenn yfirstétt
sem hefur komið stríðsátökum af
stað. Hún lætur þegar grannt er
skoðað jafnan stjórnast af ásókn í
land, auðlindir og völd þótt menn-
ingar- eða trúarlegar ástæður séu
oft hafðar á yfirborði. Til þess hefur
hún sér til fulltingis snillinga á sviði
innrætingar til að fá almenning til
fylgis. En það er einn afdrifaríkasti
veikleiki hins venjulega manns
hvað hann er hrekklaus og ginn-
keyptur fyrir málafylgju.
Slík átök byrjuðu smátt fyrir þús-
undum ára. Í frjósömum árdölum
tókst fólki smám saman að fram-
leiða meiri matvæli en það þurfti
til daglegs viðurværis. Meðal þess
spruttu upp klókir og gráðugir
menn sem með ýmsum aðferðum
gerðu sig að andlegum leiðtogum
og í krafti þess með tímanum að
veraldlegum foringjum sem hirtu
umfram framleiðslu fjöldans. Eng-
inn þeirra var þó þekktur að mann-
gæsku.
Þessir foringjar komu sér upp hirð
og her til að tryggja völd sín, reistu
sér hallir og hof og töldu lýðnum
trú um að toppfígúran hefði þegið
stöðu sína frá æðri máttarvöldum
sem öllum bæri að hlýða. Þegar
svo valdaklíkur í nágrannalöndum
tóku að keppa um sömu náttúru-
auðlindir, var kvatt til herútboðs,
einatt í nafni trúar, þjóðernis eða
ættjarðarástar. Og lýðurinn kunni
ekki annað en hlýða. Í sögukennslu
er svo látið heita að þetta sé gert í
nafni þjóðar og forkólfar yfirgangs-
ins eins og Alexander mikli, Sesar
eða Napóleon kallaðir mikilmenni.
Það er reyndar algeng annars-
konar glapsýn að kenna slíkum for-
ingjum einum um sókn í auðlindir
annarra landa. En að baki þeim
standa jafnan voldug hagræn öfl
sem oftast reyna þó að láta lítið á
sér bera en finna sér tunguliprar eða
ofvirkar málpípur sem henta hags-
munum þeirra. Slíkir menn eru oftar
valdafíklar en gróðapungar. Hitler
og Göbbels hefðu aldrei náð að trylla
þýsku þjóðina, ef þýsk risafyrirtæki,
sem frá lokum fyrri heimsstyrjaldar
hafði verið bannað að framleiða her-
gögn, hefðu ekki fjármagnað áróð-
ursvél þeirra. Þau skópu sér með því
ómældan hagnað af þeirri gífurlegu
hervæðingu sem nasistar hrintu af
stað. Skattgreiðendur blæddu. Sömu
fyrirtæki voru furðu fljót að rétta úr
kútnum eftir stríðslok með innspýt-
ingu bandarískra fyrirtækja. Pútín
er lítið annað en handbendi nýríkra
rússneskra auðjöfra sem ágirnast
meðal annars auðlindir Úkraínu.
Vopnaframleiðendur meðal þeirra
tapa ekki þótt rússneski herinn tapi
á vígstöðvunum.
Að breyttu breytanda gildir sama
Margtugga um stríð
munstrið í stórum dráttum enn í
dag. Það eru ekki þjóðir sem keppa
um auðlindir jarðar, en í stað aðals-
manna fyrri alda er komin yfirstétt
fjármálajöfra sem hagnast meðal
annars á offramleiðslu og endurnýj-
un óþarfra hergagna. Til að réttlæta
hana þarf að magna upp stríðsótta
og helst tímabundin átök. Þetta eru
allt annarskonar öfl en þeir heiðar-
legu dugnaðarmenn í hverju landi
sem eiga frumkvæði að því að byggja
upp þarflega atvinnuvegi en halda
sig frá fjármálabraski. En í krafti
hins frjálsa fjármagns ráða braskar-
arnir oftast ferðinni.
Þessi sama valdstétt á nefnilega
hlut í flestum áhrifamestu fjölmiðl-
um og fréttastofum heimsins sem
stýra meginstraumi fréttaþjónustu
og móta með því viðhorf hins tal-
hlýðna þögla meirihluta. Af sjálfu
leiðir að hún ræður hvarvetna miklu
um úrslit kosninga á hverjum stað.
Fjölmargir þingmenn í hverju landi
eru því beint eða óbeint handbendi
hennar hvað sem flokkar þeirra hafa
heitið í upphafi. Í útþenslu valdanna
tala þessir fjölmiðlar nútímans
einkum um gildi (values) sem þurfi
að varðveita fremur en trú og menn-
ingu eins og fyrr á tíð.
Valdstéttin getur vissulega verið
misharðhent eftir því hvar á hægri-
vinstri ásnum merkimiðinn liggur.
En sé völdum stéttarinnar í alvöru
ógnað svífst hún að jafnaði einskis
til að viðhalda og efla stöðu sína.
Mörg okkar í menningarmillistétt-
inni um heim allan skiljum þetta
samhengi hlutanna. Samt hjálpum
við stórlöxunum til, ýmist með
afskiptaleysi eða meðvirkni. Enda
óttumst við – og ekki að ástæðu-
lausu – að óvíst sé að lýðurinn
mundi gera eins vel við okkur og
yfirstétt samtímans gerir þrátt fyrir
allt, til að hafa okkur góð. n
Árni Björnsson
MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ