Fréttablaðið - 11.11.2022, Page 2

Fréttablaðið - 11.11.2022, Page 2
Ég er búinn að hlakka til í nokkra mánuði. Anton Elí Arnarsson, 11 ára30% AF ÖLLUM VÖRUM www.lindesign.is LINDESIGN.IS KÓÐI í VEFVERSLUN “1111” DAGUR VEFVERSLUNAR Á Arnarhól vinna verktakar þessa dagana hörðum höndum að því að setja upp athafnasvæði, fyrir framan eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, hús Seðlabanka Íslands. Um þessar mundir fara fram framkvæmdir innanhúss, en í kjölfar sameiningar Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans árið 2020 fjölgaði starfsmönnum bankans talsvert. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Loksins, loksins, er 11 ára afmælisdagurinn upprunninn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. Sumir afmælisdagar eru sérstakari en aðrir, svo sem 11 ára afmælisdagur Antons Elís Arnarssonar. En hann er fæddur þann 11.11. árið 2011. kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Anton Elí Arnarsson er búinn að hlakka til þessa dags lengi. Þetta er ekki aðeins afmælisdagur- inn hans, heldur 11 ára afmælis- dagurinn. En hann er fæddur þann 11.11. árið 2011. „Ég er búinn að hlakka til í nokkra mánuði,“ segir Anton. „Ég ætla að halda upp á það með strákunum í bekknum. Ég ætla að bjóða þeim í leiktækjasalinn hjá Smárabíói,“ segir hann. Vitaskuld langar hann í gjafir líka og er búinn að óska sér Galaxy Buds-heyrnartóla, raf- magnshlaupahjóls og peninga. Anton er elsti sonur Andreu Óskar Tryggvadóttur, sem hún á með Arnari Jónssyni. Hún á tvo yngri syni með Ágústi Bjarklind og búa þau í Grafarvoginum. Ekki leit endilega út fyrir að Anton myndi fæðast þennan dag því Andrea var sett þann fjórtánda. Möguleikinn var þó vel fyrir hendi. „Pabbi Antons var alveg brjál- æðislega spenntur fyrir þessum degi og var búinn að biðja mig um að reyna að eignast hann þennan dag,“ segir Andrea og brosir. „Hann varð mjög glaður þegar ég fór í gang þann tíunda og ljóst var að fæðingin myndi verða eftir miðnætti.“ Anton gengur núna í Borgaskóla, hefur ákaflega gaman af íþróttum og æfir körfubolta. Segir hann að íþróttir séu uppáhaldsfagið hans í skólanum. „Mér finnst skemmtilegast að leika við vini mína, helst úti,“ segir hann. Þá hefur hann einnig mjög gaman af tölvuleikjum og deilir reyndar afmælisdegi með söluhæsta tölvu- leik allra tíma, Minecraft, sem kom út þann 11.11. árið 2011. „Ég spila hann ekki lengur, ég spilaði hann stundum hjá vini mínum,“ segir Anton, spurður hvort hann spili Minecraft. „Anton Elí er rosalega góð- hjartaður,“ segir Andrea. „Það er umtalað hjá þeim sem þekkja hann hvað hann er góður við allt og alla. Ef hann sér að einhverjir krakkar eru með stríðni og leiðindi, eins og er byrjað hjá krökkum á þessum aldri, þá nennir hann ekki að vera í kringum þá.“ Andrea segir að Anton hafi fengið nokkra athygli út af afmælisdegin- um. Þegar hann fæddist kom frétta- stofa Stöðvar 2 og tók viðtal við fjöl- skylduna. Síðan hefur verið fjallað um Anton bæði í Morgunblaðinu og Kópavogsblaðinu, þar sem fjöl- skyldan bjó eitt sinn þar. Árið í ár er þó sérstakt. „Hann er mjög spenntur fyrir þessum degi og spurði hvort frétt- irnar gætu ekki komið í afmælið hans,“ segir Andrea. n Fæddist 11.11.11 og er 11 ára Lengsti leggur keppninnar telur 86,5 kílómetra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktboas@frettabladid.is RALLÝ Forsvarsmenn CanAm Icel- and Hill Rally fóru þess á leit við sveitarstjórn Rangárþings ytra að halda leiðarlýsingunum fyrir sig, enda fer rallýið þannig fram að keppendur eru ekki upplýstir um nákvæma leiðarlýsingu og tíma- setningu fyrr en daginn fyrir keppn- ina. „Förum við góðfúslega fram á að leiðarlýsing verði ekki gerð opin- ber á vef sveitarfélagsins,“ segir í bréfi forsvarsmanna rallýsins. Sveitarfélagið hunsaði þó þessa beiðni og geta allir þeir sem vilja séð leiðirnar sem á að aka á vef sveitar- félagsins. Stefnt er að því að halda keppnina á torfærum vegum þar sem notast verður við jeppa og skráðar og tryggðar buggy-bifreiðar. n Opinbera leiðina gegn vilja haldara Lengsti leggurinn telur tæpa 87 kílómetra. Framkvæmdir á húsi Seðlabanka Íslands erlamaria@frettabladid.is H E I LB R I G Ð I S M Á L Ly f jastof nun hefur veitt umsögn um frumvarp Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á breytingum á lyfjalögum hvað varðar lausasölulyf. Breytingin felur í sér víkkun á undanþágu- heimild til að selja tiltekin lausa- sölulyf í almennum verslunum, meðal annars til að auka aðgengi almennings að þeim. Í umsögninni kemur fram að vert sé að hafa í huga að slík framkvæmd gangi þvert á markmið lyfjalaga og lýðheilsustefnu stjórnvalda. „Verði frumvarpið samþykkt kann sú staða að koma upp að velta lyfjabúða og lyfjaútibúa  á lands- byggðinni minnki, sem gæti leitt til þess að þjónusta þar skerðist,“ segir í umsögninni. Lyfjastofnun leggur til að breyt- ingin verði eingöngu látin ná til landsbyggðarinnar þar sem verra aðgengi er að lyfjum og að lyfsölu- leyfishafar komi að henni. n Óttast að nýtt frumvarp leiði til skerðingar á þjónustu lyfjaútibúa Berglind Ósk Guðmunds- dóttir, þingkona Sjálfstæðis- flokksins 2 Fréttir 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.