Fréttablaðið - 11.11.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 11.11.2022, Síða 8
Þetta eru engin enda- lok á málinu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins kristinnpall@frettabladid.is KÓPAVOGUR Bæjarráð Kópavogs fór fram á að bæjarstjóri myndi fylgja eftir fyrirspurn sveitarfélagsins um réttindi yfir lofthelgi Kópa­ vogs, með því að ræða málefnið við ráðherra samgöngumála. Bæjar­ lögmaður segir að réttindi sveitar­ félagsins séu takmörkuð. „Þetta svar kemur kannski ekki á óvart, en þetta var fyrsta skrefið okkar í þessu máli og við erum hvergi nærri hætt. Heimildir okkar í lofthelginni eru mjög takmarkaðar og þá þurfum við að leita annarra leiða“, segir Andri Steinn Hilmars­ son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks­ ins sem lagði fram fyrirspurnina. Í viðtali við Fréttablaðið á dög­ unum sagði Andri að fyrirspurnin væri að beiðni íbúa sem hafi kvartað sáran undan tíðu þyrlu­ flugi yfir svæðið, sérstaklega þegar það væri eldgos á Suðurnesjunum. Í svari bæjarlögmanns kom fram að ráðherra fari með yfirstjórn flugmála á íslensku yfirráðasvæði í samráði við Samgöngustofu og er það því Sigurður Ingi Jóhannsson innanviðaráðherra sem úrskurðar í þessum málum. Ráðherrar geti gert sérstakar ráðstafanir til að draga úr hávaða á flugvöllum en til þess þurfi að minnsta kosti fimmtíu þúsund flughreyfingar á ári. Alls voru 49.012 flughreyfingar á síðasta ári og stóð fjöldinn í 37 þúsundum í október. „Þetta eru engin endalok á mál­ inu. Það er skýrt ákall frá bæjar­ búum og pólitísk samstaða um það að finna lausn við þessu vandamáli, hvort sem það verður krafa um að endurskoða f lugleiðir þyrluf lugs eða með öðrum leiðum. Við erum að skoða næstu skref og gerum ráð fyrir að ræða málið við Isavia, inn­ viðaráðuneytið og alla málsaðila.“ n Markmiðið er að losna við þetta yfir Kársnesinu ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 21.00 Benedikt Bóas fær til sín góða gesti til að ræða íþróttavikuna sem leið og skoðar það helsta sem gerðist á léttu nótunum. bene diktarnar@fretta bladid.is ALÞJÓÐAMÁL Joe Biden, for seti Banda ríkjanna og Xi Jin ping, for­ seti Kína og aðal ritari kín verska kommún ista flokksins, munu funda á mánu dag í fyrsta sinn síðan Biden tók við em bætti for seta. Mark mið fundar leið toganna er að bæta sam band stór veldanna tveggja, en Kína stöðvaði öll sam­ skipti við Banda ríkin eftir að Nan­ cy Pelosi, for seti full trúa deildar Banda ríkja þings, heim sótti Taí ­ van. Kína lítur á Taí van sem yfir­ ráða svæði sitt og vakti heim sóknin mikla reiði þar í landi. Einnig má búast við að leið­ togarnir ræði inn rás Rússa í Úkra­ ínu. Banda ríkin hafa á vallt stutt Úkraínu menn með vopnum og tölu verðu fjár magni, en Kína hefur ekki opin berað af stöðu sína. n Biden og Xi funda á mánu dag kristinnpall@frettabladid.is BANDARÍKIN Bandaríska sendiráðið er ekki með tölurnar yfir fjölda þeirra sem kusu í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum á Íslandi. Rúmlega þúsund Bandaríkjamenn eru búsettir hér á landi. Við það bætist hópur með tvöfalt ríkisfang. Að sögn Kristins Gildorfs, upplýs­ ingafulltrúa sendiráðsins, er ekki haldið utan um hversu margir nýta kosningaréttinn. n Halda ekki utan um kjörsókn Þúsund Bandaríkjamenn búa hér. Xi Jinping aðalritari og leiðtogi Kína. Töluverðar líkur eru á því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni bjóða sig fram til forsetakosninga í Banda­ ríkjunum árið 2024. Prófessor í stjórnmálafræði segir að hegðunarmynstur Donalds Trump og persónuleiki DeSantis geri þá að líklegum frambjóðendum. helgisteinar@frettabladid.is BANDARÍKIN Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, sigraði andstæðing sinn, Charlie Crist, á þriðjudag­ inn og tryggði sér þar með annað kjörtímabil. DeSantis sigraði með 20 prósenta mun og vann meðal annars umdæmin Palm Beach og Miami­Dade, þar sem Demókratar hafa verið mjög sterkir. Í kosningaveislu sinni, sem haldin var í Tampa, ávarpaði hann hóp stuðningsmanna og sagði að þau væru ekki aðeins búin að vinna kosningarnar, heldur að endurteikna pólitíska kortið. Sigur De Santis er sá stærsti fyrir Repúblikana flokkinn í Flórída í 20 ár. Silja Bára Ómarsdóttir, prófess­ or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að DeSantis sé mjög líklegur til að bjóða sig fram til for­ setakosninga árið 2024. Hann fylgi ákveðnu mynstri og tikki í mörg box sem eru einkennandi fyrir for­ setaframbjóðendur. „DeSantis er af látlausum upp­ runa, býr yfir elítumenntun, hefur sinnt herþjónustu, sýnir mikinn metnað og hefur náð góðum árangri á meðal kjósenda af róm­ önskum uppruna. Þetta er upp­ skrift að góðum árangri á lands­ vísu,“ segir Silja og bætir við að það sem styrkir þetta enn frekar sé að Donald Trump muni sækjast eftir tilnefningu og sé þegar byrjaður að uppnefna DeSantis. „Hann sér augljóslega að þarna er mögulegur keppinautur,“ segir Silja Bára. DeSantis varð ríkisstjóri í Flórída árið 2019 með stuðningi Trumps. Hann var harðlega gagnrýndur árið 2020 þegar heimsfaraldurinn skall á og tók hann þá ákvörðun að aflétta samkomutakmörkunum mun fyrr en margir aðrir ríkisstjórar. Hann hefur einnig bannað grunnskólum að tala opinberlega um kynhneigð eða kynvitund og sagði að millj­ ónum bænakalla hefði verið svarað þegar hæstiréttur felldi réttinn til þungunarrofs úr gildi. Silja bendir einnig á að Flórída sé sveif luríki og æskilegt sé fyrir Repúblikana að halda fast í það. „Hann er líka ungur, ekki orðinn 45 ára og er með börn á grunnskóla­ aldri, sem er prófíll sem höfðar mjög mikið til kjósenda,“ segir Silja Bára. „Þar að auki, ef hann fær útnefn­ inguna og fer gegn Biden, verður þetta samkeppni á milli fortíðar og framtíðar. Demókratar væru með mjög aldraðan frambjóðanda, þó að hann væri sitjandi forseti. Ef að Repúblikanar ná fulltrúadeildinni þá mun Biden heldur ekki ná í gegn neinum stórum málum á næstu tveimur árum og þá minnka alltaf líkur sitjandi forseta á endurkjöri,“ segir hún. n DeSantis líklegur í forsetaframboð Hver er Ron DeSantis? 1978 fæddur í Jacksonville í Flórída. 1997 nemur sagnfræði í Yale-háskólanum og verður fyrirliði hafnaboltaliðsins. 2003 hefur lögfræðinám í Harvard. 2004 verður liðsforingi í sjóhernum og vinnur meðal annars með föngum í Guant- anamo Bay fangelsinu. 2010 hættir í sjóhernum og kvænist sjónvarpsfrétta- konunni Casey Black. 2011 starfar sem saksóknari og gefur út bók sem er mjög gagnrýnin á fyrrum Banda- ríkjaforseta, Barack Obama. 2012 kosinn á þing og hjálpar við að stofna flokksþingið „Freedom Caucus“. DeSantis ávarp- aði kjósendur eftir sigurinn. Við hlið hans er eiginkona hans og sjónvarps- fréttakonan Casey DeSantis. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 8 Fréttir 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.