Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 13
Karl Th. Birgisson n Í dag Í lítillæti sínu segir Sjálfstæðisflokk- urinn landsfund sinn vera stærsta lýðræðisviðburð þjóðarinnar. Gott og vel. Leyfum þeim að halda það, og gleymum alþingis-, sveitarstjórnar- og forsetakosn- ingum. Á yfirborðinu er sú frétt helzt af nýhöldnum landsfundi að yfir- stéttargutti úr Garðabæ sigraði alþýðlegan landsbyggðarstrák úr Borgarnesi í formannskjöri. Er það einföldun? Já, já, mikil ein- földun. En þar með staðfesti Sjálf- stæðisflokkurinn enn einu sinni hvers konar flokkur hann vill vera. Yfirlætið Í setningarræðu Bjarna Benedikts- sonar kenndi ýmissa skrýtilegra grasa. Undarlegast þó sennilega að ný forysta Samfylkingarinnar hefði tekið Evrópumál af dagskrá í íslenzkri pólitík. Mikil eru völd Kristrúnar Frostadóttur, sér í lagi vegna þess að Bjarni hefur sjálfur í tíu ár sagt Evrópu ekki vera á dag- skrá. Það varð mantran eftir að hann sveik margyfirlýst kosningaloforð sitt um að leyfa þjóðinni að ráða ferðinni í þeim málum. Meðal ann- ars vegna þeirra svika varð til nýr stjórnmálaflokkur, Viðreisn. Og núna af því að Kristrún og Guðmundur Árni Stefánsson hafa gerbreytt íslenzkri pólitík, bauð Bjarni Viðreisnarfólki að „koma heim.“ Hvaða líkingamál á nú að nota um þennan þankagang? Að nokkrir frávillingar hafi rambað frá hjörð- inni og nú kalli forystusauðurinn á lömbin aftur heim? Ýmislegt má segja um Bjarna Benediktsson, en ekki einu sinni ég treysti mér til að kalla hann sauð. Eða er skipstjórinn að höfða til þeirra í áhöfninni sem ákváðu að forða sér í björgunarbátana þegar móðurskipið steytti á skeri af skeri og kompásinn hringsnerist í sífellu? Meira að segja ég veit að Bjarni Benediktsson er enginn skipstjóri, ekki einu sinni stýrimaður. Guð- laugur Þór væri hins vegar senni- lega nothæfur vélstjóri á flestum bátum. Hvaðan sprettur þetta yfir- læti? Ég er pabbinn – komið heim, börnin mín? Endurtekið efni Á meðan við vitum ekki betur er freistandi að álykta að hugmynda- heimur Bjarna þroskist helzt í bað- karinu á Bakkaflötinni í Garðabæ. Þaðan er gott útsýni yfir í næsta einbýlishús. Þetta er enginn skætingur – maðurinn hefur lýst þessu sjálfur – og enda eru þessar oflætishug- myndir ekki nýtilkomnar. Hér er engin tilviljun né heldur neitt tilfallandi. Í eina skiptið í fullorðinslífi Bjarna Benediktssonar sem Sjálf- stæðisflokkurinn var utan ríkis- stjórnar, missti hann allt jafnvægi og dómgreind, og við skulum gefa okkur að hann hafi hvort tveggja. Mest upplýsandi var þessi setn- ing í ræðustóli Alþingis: „Skilaðu lyklunum, Jóhanna.“ Hann átti við Jóhönnu Sigurðar- dóttur, sem var þá forsætisráðherra, og lyklana að forsætisráðuneytinu. „Skilaðu lyklunum.“ Baðkarið á Bakkaflöt Maður skilar því sem aðrir eiga. Því sem maður hefur stolið, fengið lánað eða hefur ratað í rangar hendur. Í þessum þremur orðum felst því þessi undirliggjandi hugmynd: „Við eigum lyklana að stjórnar- ráðinu. Sjálfstæðisflokkurinn á stjórnarráðið.“ Hvers konar ranghugmyndum þarf fólk að vera haldið, um lýð- ræði, um eigin stað í tilverunni, um hið stærra samhengi, til þess að þykja svona hugmyndir bæði sjálfsagðar og augljósar? Það er ljótt að segja það, en firr- ingin virðist vera alger. Ekki einu sinni útsýnið úr baðkarinu útskýrir hana samt. Málefni? Já, ég gleymdi þeim. Sjálfstæðisflokkurinn sam- þykkti vitaskuld fjölda ályktana um stórt og smátt á lýðræðishátíð sinni. Skömmu eftir að hann hyllti Jón Gunnarsson dómsmálaráð- herra sérstaklega fyrir vasklega framgöngu í því að fækka íbúum landsins. Samandregið má lýsa vilja landsfundarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins svona: Ríkið er ómögulegt í heilbrigðis- málum. Einkavæðum meira. Orkumál eru öll í ólestri. Lausnin er að selja allt gillimojið, bæði virkjanir og flutningskerfi. Markaðurinn sér um þetta. Markaðurinn er frábær. Fækkum líka árum í skólagöngu, styttum sumarfrí barna. Þessi hugmynd er af sama meiði og fékk Illuga Gunnarsson til að stytta nám í framhaldsskóla um fjórðung. Það var ekki gert með hag barna og ungmenna að leiðarljósi, þvert á móti. Tilgangurinn var að efla atvinnulífið og hagvöxtinn. Við þurfum vitaskuld að vaxa. Aðeins þannig stækka baðkörin á Bakkaflötinni. Sem er auðvitað sjálfstætt mark- mið út af fyrir sig. n *Gildir ekki um geisladiska 30% afsláttur af hljóðbókum* Notaðu afsláttarkóðann STAKUR í kaupferlinu á forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is K Y R R Þ E Y K Y R R Þ E Y MORGUNBLAÐIÐ (UM ÞAGN ARMÚR) „… meistari norrænu spennusögunnar …“ LE FIGARO „Glæpasagnahöfundur í heimsklassa.“ THE SUNDAY TIMES „Hann er fagmaður, hann kann þetta.“ KB , K ILJAN (UM ÞAGN ARMÚR) fórum látins manns finnur ekkjan lúna skammbyssu sem hún hefur aldrei séð og fer með hana til lögreglunnar. Við rannsókn kemur í ljós að byssan er morðvopn; með henni var maður skotinn til bana í Múlahverfi fyrir mörgum áratugum og málið upplýstist aldrei. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar byssu sem faðir hans átti og leiðir hann á vit löngu liðinna atburða og tengsla sem fáir vissu af. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir. Kyrrþey er vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn, heitar tilfinningar og bannfærðar langanir. rnaldur Indriðason hefur lengi verið vin- sælasti höfundur landsins, heima og heiman, og verk hans hafa verið þýdd á tugi tungumála. Með Kyrrþey eru skáldsög- ur hans orðnar tuttugu og sex talsins. Árið 2021 hlaut Arnaldur Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar á degi íslenskrar tungu og fyrir seinustu bók sína, Sigurverkið, var hann til- nefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Í A E I N A R K Á R A S O N O p ið h a f E IN A R K Á R A S O N 9 7 8 9 9 7 9 3 4 8 6 1 0 OPIÐ HAF er einstaklega mögnuð og grípandi frásögn um ótrúlega mannraun. Þegar fiskibát hvolfir úti á opnu hafi síðla kvölds í vetrarmyrkri við suðurströnd Íslands er fátt sem getur komið sjómönnunum um borð til bjargar; enginn björg- unarbátur, engin fjarskipti, engin neyðarblys, ekki neitt. Af skipverjunum fimm komast þrír á kjöl, hinir hverfa í djúpið. Og þegar báturinn sekkur eiga þeir engan kost annan en að leggjast til sunds og trúa því besta þótt óra- langt sé til lands – heim til Eyja. En brátt er aðeins einn þeirra eftir. Aleinn. Einn maður andspænis algeru ofurefli, einn maður syndandi á opnu hafi í nístingskulda og svartamyrkri. Vonarglæturnar slokkna ein af annarri, félagarnir hverfa út í náttmyrkrið, bátur fer hjá án þess að áhöfnin verði vör við manninn í sjónum – hann syndir áfram, syndir, syndir í örvæntingu … EINAR KÁRASON segir hér á eftirminnilegan hátt sögu af bráðum lífsháska og sterkum lífsvilja; Opið haf er skáldsaga byggð á sönnum atburði eins og tvö seinustu skáldverk hans, Stormfuglar og Þung ský. Þeim sögum var báðum afar vel tekið, sú fyrrnefnda hlaut virt verð- laun í Svíþjóð og Sunday Times valdi hana bestu bók ársins 2020 í flokki þýddra skáldverka. Um Stormfugla: „Fullkomin nóvella …“ ágúst borgþór sverrisson / dv „… margir lesendur munu ekki leggja bókina frá sér fyrr en við sögulok, svo spennandi er hún og vel mótuð.“ einar falur ingólfsson / morgunblaðið „Að miðla þessu efni á svona meitlaðan hátt – það er afrek.“ kolbrún bergþórsdóttir / kiljan „… þessi saga er svo sannarlega fagnaðarefni …“ úlfhildur dagsdóttir / bokmenntaborgin.is „Stórkostleg saga, þetta er bara spennutryllir … mögnuð bók …“ frosti logason / x-ið 977 Um Þung ský: „… grípur mann frá fyrstu blaðsíðu …“ páll egill winkel / morgunblaðið „Ákaflega áhrifarík saga, vel sögð … snerti verulega við mér og mér finnst Einar svo ofboðslega góður sagnamaður.“ kolbrún bergþórsdóttir / kiljan „Meitluð frásögn af sterkum tilfinningum, lífi og dauða.“ kristján jóhann jónsson / fréttablaðið EINAR KÁRASON hefur lengi verið í hópi helstu rithöfunda landsins. Hann er mikill sagnamaður og þekktastur fyrir kraftmiklar skáldsögur en hefur einnig sent frá sér smá- sögur, ferðasögur, ævisögur, ljóð, barnabækur og kvikmyndahandrit. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars verið tilnefndur fjórum sinnum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og jafn oft til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þau hlaut hann árið 2008 fyrir skáldsöguna Ofsa sem er ein fjögurra bóka í rómuðum Sturlungabálki hans. Eyjabækur Einars, Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan, eru meðal vinsælustu íslenskra skáldsagna í seinni tíð og upp úr þeim hefur verið gert leikrit, kvik- mynd og söngleikur. Nýjustu skáldverk Einars eru knappar og dramatískar sögur byggðar á sönnum atburðum og hafa hlotið afar góðar viðtökur; Stormfuglar og Þung ský. Nú bætist Opið haf við þann flokk. Skáldsögur Einars hafa verið gefnar út víða erlendis. RAGNA SIGURÐARDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir var tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna fyrir fyrstu skáldsögu sína, Borg, og hefur síðan hlotið verðskuldaða athygli fyrir sögur sínar. Smásagnasafnið Vetrargulrætur hlaut einróma lof gagnrýnenda árið 2019. „Tónninn er hæglátur en undiraldan gríðar- sterk … lesandinn fylgist dáleiddur með eins og í spennusögu.“MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR / VÍÐSJÁ (UM VETRARGULRÆTUR) UM VETRARGULRÆTUR:„Ragna kemur með skapandi og litríkan blæ inn í íslensku bókmenntaflóruna og með Vetrargulrótum minnir hún okkur á hvað smásagnaformið getur verið heillandi.“ ERLA MARÍA MARKÚSDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ „Bókin er í senn heildstæð og fjölbreytt. Veitir í senn innsýn í nútímalíf og tíðaranda fyrri tíma og sýnir jafnframt að mannshjartað slær með sama hætti á öllum tímum. Fram- úrskarandi smásagnasafn.“ ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON / DV UM VINKONUR: „Vinkonur er falleg og áleitin saga sem snertir við lesandanum á mörgum stöðvum.“ BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐUM BÓNUSSTELPUNA: „Bónusstelpan er glimrandi bók; hún er hröð, spennandi og fjarskalega vel stíluð.“ HRAFN JÖKULSSON / VIÐSKIPTABLAÐIÐ UM HIÐ FULLKOMNA LANDSLAG:„Þetta finnst mér mjög fín bók ... látlaus á yfirborðinu en þarna býr margt undir niðri. Þannig gerð að hún situr í manni eftir lesturinn.“KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR/ KILJAN, RÚVUM STRENGI: „Ragna Sigurðardóttir lýsir innra lífi persón- anna af miklu innsæi ... [sagan er] skrifuð af leikni og næmleika.“ FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐUM SKOT: „Hún er vel byggð, fangar athygli lesandans strax í byrjun og heldur henni vandræðalaust allt til loka.“ÞRÖSTUR HELGASON / MORGUNBLAÐIÐUM BORG: „Tilfinningarnar þarf ekki að skýra mörgum orðum, þær eru einfaldlega dregnar upp með pensli og sýndar rétt eins og í málverki væru. Glæsilegu málverki.“SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR / DV Elsu langar að mála og að því stefnir hún af miklum metnaði þótt fyrirmynd- irnar séu fáar um miðja 20. öld. Eftir nám í Handíðaskólanum í Reykjavík og list- nám í Kaupmannahöfn er hún komin til Parísar og ekkert skal standa í vegi fyrir framtíðardraumum hennar. Hún ætlar sér að fá boð um einkatíma hjá frægasta kennara borgarinnar og hún skal fá að sýna verk sín í flottustu galleríunum. En það krefst fórna. Þetta rauða, það er ástin dregur upp áhrifaríka mynd af ungri konu sem berst fyrir því að láta drauma sína rætast en ber eftir það sár sem hún getur ekki nefnt við nokkurn mann. Þetta rauða, það er ástin R A G N A SIG U R Ð A R D Ó T T IR 9 7 8 9 9 7 9 3 4 4 9 3 3 FÖSTUDAGUR 11. nóvember 2022 Skoðun 13FréttaBlaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.