Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2022, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 11.11.2022, Qupperneq 16
 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Á Íslandi hefur alltaf verið mikill munur á atkvæðavægi kjósenda. Lengst af var munurinn marg- faldur en breytingar á stjórnarskrá árið 1999 tryggðu að hann gæti ekki orðið meira en tvöfaldur. Það er löngu tímabært að taka næstu skref og jafna atkvæðavægið frekar. Í þeim tilgangi hef ég lagt fram frumvarp um breytingu á kosn- ingalögum. Af mörgum ástæðum er brýnt að það nái fram að ganga. Mikilvægt réttlætismál Enginn vafi er á því að jafnræði fólks til að hafa áhrif með atkvæðisrétti sínum er meðal grundvallaratriða lýðræðisins. Líkt og stendur raunar skýrum orðum í stjórnarskrá. Þess vegna er nauðsynlegt að leiðrétta það misvægi atkvæða sem enn ríkir milli kjósenda. Það er risastórt rétt- lætismál og í senn mikilvægur liður í því að tryggja pólitíska sátt í sam- félaginu. Þetta snýst þó ekki bara um jöfnuð milli kjördæma. Því jöfnuður milli þingflokka hefur heldur ekki náðst á síðustu árum. Með öðrum orðum hefur ekki tekist að úthluta þingsætum í samræmi við lands- fylgi f lokkanna. Í síðustu fernum kosningum hafa tveir stærstu f lokkarnir þannig fengið einum þingmanni meira en þeir ættu að fá. Nú þegar flokkum hefur fjölgað allverulega eru jöfnunarsætin ein- faldlega of fá til að jafna hlut þeirra á landsvísu. Markmið frumvarpsins er tví- þætt. Annars vegar að gera vægi atkvæða milli kjördæma eins jafnt og stjórnarskrá heimilar. Hins vegar að tryggja að sem fyllst samræmi sé með þingmannatölu og atkvæða- fylgi hvers þingflokks. Með öðrum orðum er markmið frumvarpsins að tryggja bæði kjósendajöfnuð og f lokkajöfnuð. Það er gert með því að fjölga jöfnunarsætum og fækka kjördæmissætum, eins og hægt er innan ramma stjórnarskrár. Ísland eftirbátur Evrópuríkja Við eigum langt í land með að tryggja það jafnræði sem þykir boð- legt í nútímasamfélagi. Á Norður- löndunum er nánast ekkert mis- vægi atkvæða og almennu mörkin í Evrópu eru langt undir því sem við þekkjum á Íslandi. Þar hafa ríkin líka tryggt nauðsynlegar umbætur. Nú er tímabært að Ísland fylgi þeirri þróun sem hefur verið ráðandi í kring síðustu áratugi. Þessi sjónarmið komu meðal annars fram í umsögn sem Ólafur Harðarson, fyrrum stjórnmála- fræðiprófessor, sendi stjórnskip- unarnefnd Alþingis vegna frum- varpsins. Jafnframt nefndi Ólafur hversu mikilvægt væri að breyta kosningalögunum fyrir næstu Alþingiskosningar og mælti þess vegna með samþykkt frumvarpsins. Rétt eins og stærðfræðingurinn Þor- kell Helgason gerði í sinni umsögn við frumvarpið. Í umsögn Þorkels kom fram að búast megi við því að fjölgun jöfn- unarsæta geri kerfið stöðugra og ónæmara fyrir smávægilegum atkvæðabreytingum. Því yrðu minni líkur á að hringekjan í síðustu Alþingiskosningum endurtæki sig. Loks benti Þorkell á að samþykkt frumvarpsins myndi létta róðurinn þegar kæmi að frekar endurbótum í gegnum stjórnarskrá. Frumvarpið boðar nauðsynlegar og löngu tímabærar breytingar á kosningakerfinu, líkt og Ólafur og Þorkell nefndu í sínum umsögnum. Enn fremur sögðu þeir breyting- arnar skýrar og vel útfæranlegar. Í umsögn Landskjörstjórnar var aðferðafræði frumvarpsins einnig sögð skýr. Þá var tekið fram að engar tæknilegar hindranir stæðu í vegi fyrir framkvæmd hennar. Frumvarpið brýn réttarbót Frumvarpið stígur stórt skref í átt að jöfnu atkvæðavægi. Raunar svo stórt að fullur jöfnuður milli f lokka yrði nær örugglega tryggður. Niður- stöður úr kosningahermi sýna til dæmis að fullur jöfnuður næðist í 99 af hverjum 100 skiptum. Þó jöfnunar sætin yrðu f leiri myndu kjördæmaúrslit samt ekki raskast meira en nú, líkt og fram kom í umsögn Þorkels Helgasonar. Sömuleiðis yrði atkvæðavægi kjósenda nær alveg jafnt. Frum- varpið getur að vísu ekki tryggt fullan jöfnuð milli kjördæma. Það er ekki hægt nema með því að afnema kjördæmaskiptingu í stjórnarskrá. Umræðu um það þarf að taka síðar í tengslum við endurskoðun stjórnar- skrár. Þá vegferð styð ég líka heils- hugar. Þær breytingar myndu samt skila sér of seint, ekki fyrr en í þar- næstu kosningum, eða jafnvel síðar miðað við stöðuna í dag. Málið þolir ekki slíka bið. Í grunninn spurning um lýðræði Brýnt er að gera þær breytingar sem hægt er innan almennra laga, eins og frumvarpið leggur til. Með sam- þykkt þess kæmi leiðrétting strax til framkvæmda. Þingmönnum ber skylda til að tryggja slíkar umbæt- ur á kosningakerfinu. Því að öllu óbreyttu er jafn réttur kjósenda til pólitískra áhrifa ekki tryggður. Það á ekki að líðast í lýðræðissamfélagi eins og okkar. Nú reynir á þingheim að tryggja framgöngu málsins og sýna þannig stuðning sinn við lýð- ræðið. n Atkvæði á hálfvirði Í síðustu fernum kosningum hafa tveir stærstu flokkarnir þannig fengið einum þingmanni meira en þeir ættu að fá. Dómar eru margvíslegir, eins og segir í ljóði Jóhannesar frá Kötlum. Dómar heimsins dóttir góð munu reynast margvíslegir. Glímdu sjálf við sannleikann hvað sem hver segir. Í orðabók segir að fordómar séu harðir dómar með óvild, t.d. gagn- vart ákveðnum hópi manna eða málefna. Þetta kannast fatlað fólk við. Í gegnum ár og aldir hafa ákveðnir hópar ekki fengið að taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra, heldur verið jaðarsettir. Sannleikurinn er sagna bestur en hver er sannleikurinn? Við þurfum að líta inn á við til að finna hann og skoða hjarta okkar eins og við værum að f lysja lauk. Það getur verið sársaukafullt en aðeins þann- ig getum við komist að kjarna for- dómanna. Hvar leynast þeir og hvers vegna? Aðeins upplýsing og fræðsla geta feykt þeim burt og samt yrði leiðin löng og ströng. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) segir meðal annars: „Hugtakið fötlun er breytingum undirorpið, og að rekja má fötlun til víxlverkunar milli ein- staklinga með skerðingar og við- horfstengdra tálma og umhverfis- hindrana sem koma í veg fyrir fulla og virka þátttöku þeirra í samfélag- inu á jafnréttisgrundvelli.“ Þekking og skilningur skila miklu en um leið þurfum við enn fremur að viður- kenna að fatlað fólk er sundurleitur hópur. Hver manneskja er einstök og sérstök og hefur orðið fyrir ólíkri reynslu og upplifun og það sama á við um fatlað fólk. Dr. Ármann Jakobsson, kennari við Háskóla Íslands, hefur nokkuð beint sjónum sínum að illmennum og skúrkum í af þreyingarbók- menntum og -kvikmyndum, allt frá Ríkharði III. Englandskonungi til glæpamannanna sem James Bond þarf að kljást við í kvikmyndum nútímans. Oft virðist líkamleg fötlun fara saman við illt innræti í skáldskap. Mörg skrímsli fornbókmennta og þjóðsagna minna á mannverur sem eru á einhvern hátt afskræmdar og jafnvel þegar hinn fatlaði verður hetja sögunnar, eins og krypp- lingurinn Quasimodo í verki Victors Hugo, þá hefur hann samt sem áður eðli skrímslis.“ Heimsmyndin er því einfölduð og slíkar birtingarmyndir fyrri tíðar og nútímans geta skaðað líf fatlaðra. Fatlað fólk þekkir fordóma á eigin skinni, en erum við fordómalaus og umburðarlynd gagnvart öðrum þjóðfélagshópum, þjóðum og menningu? Ég held ekki. Að viður- kenna fordóma sína er góð byrjun á því að vinna með þá til fordóma- leysis, kafa ofan í kjölinn. En aðeins ef við höfum sannleikann áður- nefnda að leiðarljósi. Það er þungt að bera óvild í garð annarra og þó ekki væri nema fyrir það eitt ættum við að afleggja hana. Lifum því for- dómalausu lífi, bæði í okkar eigin garð og annarra. Það er einfaldlega fordæmalaust skemmtilegra. n For-dómar Hver manneskja er einstök og sérstök og hefur orðið fyrir ólíkri reynslu og upplifun og það sama á við um fatlað fólk. Umhverfisváin sem vofir yfir okkur er mikil og margþætt. Vistkerfi hrörna á miklum hraða, höfin eru mettuð af plastögnum, og ofsaveður færist í vöxt samhliða hlýnun jarð- ar. Taka þarf á hverju einasta vanda- máli ef framtíðina skal tryggja. Miklar breytingar fylgdu heims- faraldinum, en þar á meðal er mikil aukning í verslun fatnaðar á netinu. Samkvæmt skýrslu frá PwC eru um 30-40% af fatnaði sem keyptur er í gegnum netið, skilað. Að auki er talið að smásalar hendi yfir 25% af skiluðum fatnaði, og samkvæmt rannsókn McKinsey eru 70% skila vegna þess að f líkin hentar ekki líkamsbyggingu neytandans. Tilkoma háhraðatísku (e. „ultra fast fashion“) hefur einnig gert það að verkum að líftími fatnaðar hefur styst, og hver f lík er að meðaltali notuð 7-10 sinnum áður en hún endar annaðhvort á sorphaug eða í hafinu. Í Vestur-Afríkuríkinu Gana eru heilu strendurnar þaktar af fatahrúgum sem hefur skolað á land, en það er talið vera einungis brot af þeim fatnaði sem liggur á sjávarbotni rétt við strendur lands- ins með tilheyrandi áhrifum á vist- kerfi. Það kemur því ekki á óvart að í skýrslu UNECE eru 85% af allri vefn- aðarvöru sögð enda á haugunum ár hvert. Tískuiðnaðurinn ber ábyrgð á 10% allrar kolefnislosunar í heimin- um, og samkvæmt World Economic Forum hefur hann að minnsta kosti tvöfaldast að stærð frá árinu 2000. En hvar standa Íslendingar þá þegar kemur að kaupum, endur- nýtingu, og urðun fatnaðar? 76,8% Íslendinga versluðu á netinu síðast- liðið ár, samkvæmt könnun Gallup. Meðal Íslendingurinn kaupir 17kg af vefnaðarvöru ár hvert, þrefalt á við meðaltal á heimsvísu. Árið 2021 henti hann svo 11,5 kg af textíl og skófatnaði, en samkvæmt stefnu Umhverfisráðuneytisins í úrgangs- forvörnum er miðað við að talan fari ekki yfir 10 kg á ári. Um 60% þess sem er hent, endar svo í ann- aðhvort urðun eða brennslu. Að lengja líftíma fatnaðar skiptir því sköpum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Rebutia (CateCut) var stofnað með þennan vanda í huga. Rebutia er að þróa framúrskarandi hugbúnað sem greinir bæði föt og notendur ítarlega út frá líkamsbyggingu, lit- greiningu, og stíl. Með því getur notandinn auðveldlega fundið fatnað sem hentar eigin líkama og passar við fatnað sem hann á fyrir. Nálgun verkefnisins er nýmæli á heimsvísu og er það bæði mun ítar- legra og nákvæmara en núverandi lausnir á markaði. Sýnt hefur verið fram á virkni hugbúnaðarins í not- endaprófunum og mikil vinna verið lögð í að finna bestu nálgunina til að þróa sjálfvirka fatasamsetningu. Sérstaða Rebutia felst í að hjálpa viðskiptavinum að auka nýtni núverandi fatnaðar, kaupa föt á net- inu sem passa, draga úr skilum, og minnka magn fatnaðar sem endar í urðun. Rebutia hlaut Sprotastyrk Rannís 2020, og hlaut aðalverðlaun Å Pitch keppninnar sem haldin var í Finn- landi fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem auka sjálfbærni. Fyrsta útgáfa snallsímaforrits sem notast við þessa tækni mun fara í loftið á fyrstu mánuðum 2023 og er afrakstur 3 ára rannsóknar- og þróunarvinnu. Full- gert mun forritið geta valið fatasam- setningar og fylgihluti sem henta hverjum notanda fyrir sig, og eftir því sem viðkomandi notar kerfið og þróar eigin stíl, mun forritið læra inn á breytta hegðun og laga sig að þörfum notandans. Ljóst er að þörf er á miklum breyt- ingum til að snúa við neikvæðri þróun undanfarinna ára í tísku- iðnaðinum og stefnir Rebutia á að draga úr urðun fatnaðar á Íslandi um allt að 5 milljón kg yfir tíu ára tímabil með beitingu gervigreindar. Metnaðurinn er vissulega mikill, en vandinn er mun stærri, og verðum við því öll að leggja hönd á plóg. n Framlenging á líftíma fatnaðar með notkun gervigreindar Meðal Íslendingurinn kaupir 17 kg af vefn- aðarvöru ár hvert, þrefalt á við meðaltal á heimsvísu. Anna Gunnarsdóttir stofnandi Rebutia Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir framkvæmda- stjóri og stofnandi Rebutia Unnur H. Jóhannsdóttir blaðamaður 16 Skoðun 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFréttAblAðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.