Fréttablaðið - 11.11.2022, Page 20

Fréttablaðið - 11.11.2022, Page 20
Verkið Nýr heimur er fjórða sería af röð óhefðbundinna örverka­ sýninga sem saman kallast: Ég býð mig fram. Unnur Elísabet er hugmyndasmiðurinn og leikstjóri verkanna. Í þessari fjórðu seríu býður Elísabet sjö ólíkum lista­ mönnum í dúett á móti sér þar sem þau tvinna saman ólík listform eins og leiklist, myndlist, tónlist og sirkuslistir. „Ég býð mig fram er örverkahá­ tíð sem ég er að halda núna í fjórða sinn. Í þetta sinn bauð ég frábæru listafólki til samstarfs. Við sýnum sjö ólíka tíu mínútna dúetta sem saman mynda heildstætt verk. En ég bæði leikstýri og er partur af öllum dúettunum,“ útskýrir Unnur Elísabet. Annalísa Hermannsdóttir sér um hljóðheiminn í sýningunni og situr fyrir svörum með Unni Elísabetu. „Annalísa skapar heildræna sýn með tónlistinni. Svo syngur hún líka eins og engill,“ segir Unnur Elísabet. „Annalísa er mjög áberandi í sýningunni og birtist í mörgum senum. Fólk má alls ekki missa af þessari englarödd,“ bætir hún við og Annalísa hlær. „Ég tengi saman þessi örverk með tónlistinni,“ segir Annalísa. „En svo er ég líka hluti af einum dúett. Við erum með tónlistar­ dúett á sýningunni. Við gáfum út tónlistarmyndband fyrir mánuði síðan við lag sem heitir Nýr heim­ ur. Þetta er rosalegt popp­partílag sem fjallar um tilgang lífsins og við flytjum það í sýningunni.“ Annalísa og Unnur Elísabet segja að sameiginlegur þráður í öllum dúettunum sé þemað nýr heimur. En þaðan kemur nafnið á sýningunni. „Verkin tengjast öll þessu þema. Bæði á persónulegum skala en líka á hnattrænum skala, eða í stærra samhengi,“ segir Annalísa og Unnur Elísabet tekur við: „Við erum að fjalla um nýjan heim út frá ýmsum sjónarhornum. Til dæmis hvað heimurinn breytist mikið þegar þú eignast barn. Við fjöllum um ástina og hvað allt breytist við skilnað. Við erum að tala um framandi slóðir …“ „Og hvernig hægt er að skapa nýjan heim með öðrum sam­ skiptamynstrum,“ skýtur Annalísa inn. „Já, nákvæmlega. Við erum líka að tala um heimsenda, bókstaf­ legan heimsenda,“ segir Unnur Elísabet og þær hlæja báðar. Smáréttahlaðborð „Þetta verk er ein allsherjarveisla. Fyrir áhorfendur er þetta eins og að mæta á smáréttahlaðborð. Þér leiðist ekki í eina sekúndu því þú færð alltaf eitthvað nýtt. Þú mætir bókstaflega í afmælisveislu þegar þú mætir á svæðið, og það er ýmislegt sem gerist. En ég vil ekki segja frá öllu því eitthvað verður að koma á óvart. Það er nefnilega ýmislegt sem kemur á óvart í þess­ ari sýningu,“ segir Unnur Elísabet dularfull. „En þarna má heyra afmælis­ söngva og sjá óperusöngkonur hoppa upp úr köku, þarna eru óléttir karlmenn og tár úr speglum og svífandi fólk. Sem sagt alls konar skemmtilegt.“ Unnur Elísabet segir að hug­ myndin að þemanu hafi sprottið út frá öllu því skrýtna sem er að gerast í heiminum í dag. „Það er mikil undirliggjandi ólga í heiminum núna og stríð. Þessi hugmynd spratt fram í heimsfar­ aldrinum. Ég fór að hugsa um hvað væri að gerast í heiminum og hvað ég myndi óska að heimurinn væri fallegri og betri. Það er mikil von og fegurð í þessu verki. Markmiðið Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Þær Unnur og Annalísa eru spenntar fyrir frumsýningunni í kvöld og vona að áhorfendur fari heim með gleði í hjarta. FRéttABLAðið/ERniR Hópurinn sem tekur þátt í sýningunni ásamt þeim Unni Elísabetu og Önnulísu, en í heild vinna 13 manns að sýningunni. er að senda fólkið út með gleði i hjarta.“ Eins og fram hefur komið hefur Unnur Elísabet fengið sjö lista­ menn til að flytja dúetta á móti sér á sýningunni. Hún auglýsti eftir listafólki til að taka þátt í verkinu með sér og varð að velja úr umsóknunum. „Ég fékk fjöldann allan af umsóknum og það var mjög erfitt að velja. En ég valdi náttúrulega bara „crème de la crème“,“ segir hún og Annalísa og Unnur Elísabet skella báðar upp úr. Þannig að verkið er þá eitthvað alveg stórfenglegt sem fólk má alls ekki missa af? „Ég myndi segja það. Þetta er öðruvísi leikhúsupplifun. Það er annað form að sjá svona örverka­ sýningu, það er enginn annar að gera það. Þú slærð nokkrar flugur í einu höggi með því að mæta á þetta verk því þarna færðu að sjá sirkuslistaverk, myndlistarverk, dansverk og leikverk. Þú færð svo margt á einni kvöldstund,“ segir Unnur Elísabet. „Þetta er eins og árskort,“ segir Annalísa. „Já, þetta er eins og árskort í leikhús á einni kvöldstund,“ segir Unnur Elísabet. „Já, þú getur bara klárað þetta á einu bretti,“ bætir Annalísa við og hlær. Svo ef fólk fer á þessa sýningu þá þarf það ekkert að fara oftar í leikhús á árinu? Þær hlæja báðar og Unnur Elísa­ bet segir: „Jú, jú, ég vil alltaf hvetja fólk til að fara í leikhús.“ Fyndin og hjartnæm „Ég gerði beinagrind að sýning­ unni áður en ég hitti fólk. Svo mæti ég mismunandi listafólki, leikurum, myndlistarfólki, döns­ urum, sirkusfólki og tónlistar­ fólki og þá byrjar samsköpunin. Boltinn kastast á milli og fólk er að skrifa saman og pæla saman,“ segir Unnur Elísabet spurð að því hvernig verkin voru samin. „Ég náði að vera mikið með í sköpuninni þannig að tónlistin varð til á sama tíma og verkin en ekki eftir á. Það var mjög næs að gera það þannig,“ segir Annalísa. Unnur útskýrir að dúettarnir séu mjög ólíkir innbyrðis. „Sum verkin eru mjög fyndin, önnur mjög hjartnæm og ljóðræn og svo er sirkuslistaverkið mjög ólíkt því sem hefur sést áður.“ Þar sem Unnur Elísabet leik­ stýrir sýningunni og er líka í öllum dúettunum segist hún vera fegin að vera með aðstoðarleikstjóra úti í sal, en Ellen Margrét Bæhrenz er aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. „Ég er rosalega mikið í hraða­ skiptingum. Ég þarf að hoppa úr einu í annað. Ég er stundum alveg sveitt að reyna að troða mér í ein­ hverjar leðurbuxur á milli atriða,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi. „Þess vegna er frábært að hafa Ellen Margréti úti í sal og að hafa Önnulísu með mér í þessu. Þetta er frábær hópur, ég gæti ekki verið þakklátari fyrir hópinn sem er með mér í þessu.“ Eins og áður kom fram er sýningin Nýr heimur fjórði hluti af röð örverkasýninga sem Unnur Elísabet hefur sett upp. En hún segir að þetta verði líklega ekki sú síðasta. „Planið er að vera með „grand finale“. Þetta verður eiginlega að enda í fimmu. Það er svo asnalegt að rétt upp hönd og vera með fjóra fingur á lofti. Þeir verða eigin­ lega að vera fimm,“ segir hún. Þær Annalísa hlæja báðar og eru sam­ mála um að fimm sé miklu flottari tala en fjórir. Góður kvíði Unnur Elísabet og Annalísa eru báðar spenntar fyrir frumsýning­ unni sem verður í Tjarnarbíói í kvöld en að baki liggja langar og strangar æfingar og langt sköp­ unarferli. „Það er kominn smá kvíði í magann, en góður kvíði,“ segir Unnur Elísabet. „Það er kominn algjör frumsýn­ ingargalsi í mig, ég er bara hopp­ andi glöð,“ skýtur Annalísa inn í og Unnur Elísabet heldur áfram: „Þetta er svo stór sýning. Þetta eru svo mörg verk og mikið af hraðaskiptingum. Það er mikið af tæknilegum hlutum sem þurfa að ganga upp þannig að það er svona smá hnútur í maganum, en ég hugsa að þetta smelli allt að lokum.“ Að lokum bæta þær við að hægt sé að nálgast miða á sýninguna á Tix.is og finna nánari upplýsingar á bæði Facebook­ og Instagram­ síðu sýningarinnar. n Við gáfum út tónlistarmynband fyrir mánuði síðan við lag sem heitir Nýr heim- ur. Þetta er rosalegt popp-partílag sem fjallar um tilgang lífsins. Annalísa Hermannsdóttir Þarna nærðu að sjá sirkuslistaverk, myndlistarverk, dans- verk og leikverk. Þú færð svo margt á einni kvöld- stund. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir 2 kynningarblað A L LT 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.