Fréttablaðið - 11.11.2022, Side 26
Tónlistarmaðurinn og
fatahönnuðurinn Gunnar
Hilmarsson, sem flestir
þekkja undir nafninu Gunni
Hilmars, gefur sér alltaf tíma
til að sinna húð og hári og
passar upp á mataræðið og
hreyfingu með það fyrir
augum að líta vel út og líða
betur.
gummih@frettabladid.is
„Ég hugsa svakalega vel um hárið
og húðina,“ segir Gunni. „Ég ætla
nú bara að vitna í fótboltakapp-
ann David Beckham. Strákarnir í
Manchester United voru alltaf að
gera grín að honum í klefanum
vegna þess að hann var alltaf með
fullt af „hárstöffi“, kremum og
alls konar snyrtidóti. Þeim fannst
hann eitthvað hégómlegur með
þetta en Beckham sagði við félaga
sína: „Strákar, við skulum bara
hittast þegar við verðum orðnir
sextugir og bera okkur saman þá.“
Ég hef alltaf passað upp á að eiga
krem og stelst í þau hjá stelpunum
sem ég bý með. Ég nota þessi krem
á andlitið og er afar duglegur að
drekka vatn sem ég tel lykilinn að
til dæmis góðri húð. Þá er ég dug-
legur að hreyfa mig og halda mér
í góðu formi,“ segir Gunni, sem
hefur um árabil starfað í tísku- og
fatahönnunargeiranum. Hann
stofnaði svo hljómsveitina Syca-
more Tree fyrir nokkrum árum þar
sem hann hefur slegið í gegn ásamt
söngkonunni Ágústu Evu Erlends-
dóttur. Þá er hann einnig yfir-
hönnuður hjá Herrafataverzlun
Kormáks og Skjaldar.
Um umhirðu hársins sem
flestir taka eftir þegar þeir rekast
á Gunna segir hann: „Í fyrsta lagi
passa ég upp á að taka mikið af
vítamínum og ég tek kollagen. Eftir
að ég byrjaði að taka inn kolla-
genið reglulega finn ég rosalega
mikinn mun. Hárið verður ein-
hvern veginn betra. Það er líflegra
og þykkara og ég mæli með því
fyrir karlmenn að taka vítamín
og kollagen. Ég nota líka alltaf góð
efni til að setja í hárið og ég fer
reglulega í klippingu. Þó svo að
ég sé ekki að láta skerða mikið af
hárinu þá er gott að opna endana í
því og fjarlægja allt slit.
Þegar maður er með sítt hár og
er karlmaður þá er oft gert grín að
mér heima þegar ég er að greiða
hárið. Þá byrja ég alltaf efst og
síðan ríf ég það niður. En ég er að
reyna að læra það að byrja neðst og
fara upp þannig að maður rífi ekki
af sér allt hárið. Ég nota gel í hárið
þar sem ég er með liðað og krullað
hár og fæ góðar ráðleggingar hjá
rakaranum vegna þess að það er
mikil framþróun í öllu sem við-
kemur hári,“ segir Gunni.
Hann segist passa upp á hár-
þvottinn. „Sjampó þurrkar hárið
svakalega mikið svo það verður
að fara sparlega með það og því
þvæ ég hárið á þriggja daga fresti
og nota þá hárnæringu. Ef hár er
þvegið daglega verður það dautt og
líflaust,“ segir Gunni sem af og til
lætur setja lit í hárið. „Yfir sumar-
tímann læt ég dekkja það því í
sólinni á sumrin verður hárið afar
ljóst á mér. Yfir vetrartímann læt
ég svo lýsa það til þess að halda því
jöfnu. Ég pæli ansi mikið í þessu,“
segir Gunni.
Lífsstíll og mataræði
Gunni segir að frá unglingsaldri
hafi hann byrjað að nota andlits-
krem. „Maður var kannski aðeins
að læðupokast með þetta þegar ég
var unglingur en núna hefur orðið
breyting á. Menn eru að opna sig
með þetta og umræðan er meiri.
Í staðinn fyrir það að skella á sig
rakspíra eða herrailmvötnum þá
er maður farinn að nota meira af til
dæmis skeggolíum. Olían er mjög
góð fyrir húðina. Hún þarf að fá
sína næringu en allt byrjar þetta
og endar með lífsstíl og mataræði,“
segir Gunni.
Spurður hvort hann fari á snyrti-
stofur segir hann: „Nei, af því að
ég er aldrei í neinum vandræðum
með húðina. Ég fór á snyrtistofur
sem unglingur þegar ég var með
bólur. Þá lét ég hreinsa húðina
Reynir að halda í unga
og fríska útlitið
Gunni segist
hugsa svakalega
vel um hárið og
húðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
því ég vildi ekki enda með ör í
andlitinu eftir unglingabólurnar.
Mér var ráðlagt af snyrtifræðing-
unum að drekka mikið vatn, borða
hreinan og hollan mat og sneiða
sem mest frá því að borða sykur
og sætindi. Ég hef reynt að fylgja
þessum ráðum en kannski það
eina sem ég hef ekki fylgt er að vera
ekki mikið úti í sólinni.
Ég elska að vera í sól. Ég veit að
það er ekki gott fyrir húðina en ég
geri það nú samt en er duglegur að
nota sólarvörnina. Maður reynir
að halda í unga og fríska útlitið
þrátt fyrir að vera orðinn 50 ára
gamall. Ásamt því að drekka nóg
af vatni, hreyfa sig reglulega og
borða hollan mat þá er góður svefn
stórt atriði í að halda góðri húð
og minnka hrukkur og ellimörk,“
segir Gunni. n
Ég hef alltaf passað
upp á að eiga krem
og stelst í þau hjá stelp-
unum sem ég bý með.
Gunnar Hilmarsson
Heimkaup er framsækin
íslensk netverslun og jafn-
framt sú stærsta sem starfar
hérlendis. Markmið Heim-
kaupa er að auðvelda við-
skiptavinum innkaupin fyrir
heimilið og vinnustaðinn.
Vöruúrvalið er fjölbreytt í matvöru,
snyrtivöru, raftækjum, leikföngum,
spilum og púslum, heimilisvörum,
gæludýravörum, fatnaði og nú
nýlega áfengi.
„Í október 2021 hófum við sölu
á snyrtivörum með áherslu á húð-
vörur, förðunarvörur, hárvörur,
ilmvötn og naglavörur. Slagorð
herferðinnar var „Meikaðu það
heima“. Móttökurnar hafa verið frá-
bærar og við erum stöðugt að bæta
við úrvalið hjá okkur,“ segir Jóna
María Ásmundsdóttir, vörustjóri
Heimkaupa. ,,Við teljum það mikil-
vægt að bjóða upp á fjölbreytt úrval
vörumerkja þannig að allir okkar
viðskiptavinir geti fundið eitthvað
við sitt hæfi.“
Meðal þeirra vörumerkja sem
Heimkaup býður upp á eru L’oréal,
Essie, Bobbi Brown, Maybelline,
Marc Inbane, CeraVe, Thank You
Farmer, Origins, Real Techniques,
Elizabeth Arden, Grande Cosme-
tics, The Ordinary og Nip+Fab.
„Nú fyrir jólin erum við með
fjölbreytt úrval af gjafaöskjum sem
er alltaf vinsælar í jólapakkann,“
segir Jóna María. „Vinsælasta varan
um þessar mundir er skemmtileg
nýjung, StylPro-ísskápur fyrir
snyrtivörur. Kaldar snyrtivörur
hjálpa við að róa húðina, minnka
sjáanlegar húðholur og hjálpa við
þrota í húðinni. Singles’ Day er í
fullum gangi hjá okkur og tilvalið
að nýta tækifærið til jólagjafakaupa
í dag,“ bætir hún við.
Jóna María segir ávinninginn af
Meikaðu það heima
með Heimkaup
Vöruhús Heim-
kaupa eru troð-
full af flottum
snyrtivörum og
tilvalið að nýta
sér Singles’ Day-
tilboðin til að
gera góð kaup.
Jóna María Ásmundsdóttir, vörustjóri Heimkaupa, segir úrvalið af snyrtivörum meira en nokkru sinni fyrr.
FRÉTTABLAÐIÐ/vALLI
Vörumerki á Heimkaup.is
n L’oréal
n The Ordinary
n Wet Brush
n Grande Cosmetics
n Thank you farmer
n StylPro
n Gosh
n Marc Inbane
n Maybelline
n CeraVe
n Cosrx
n Mario Badescu
n Hairburst
n Browgame
n Glow Hub
n St. Tropez
n Bobbi Brown
n Nip+Fab
n Origins
n Real Techniques
n Briogeo
n Garnier
n Nanogen
n John Frieda
n Lee Stafford
n Organix
n Hask
n Not your mother
n Essie
n OPI
n Hawaiian Tropic
n Bondi Sands
n Childs Farm
n Nivea
n D:Fi
Auk fjölda annara
því að versla í netverslun felast að
miklu leyti í auknum þægindum.
,,Viðskiptavinum okkar hefur
fundist einfalt og þægilegt að
panta snyrtivörur heim að dyrum,
geta skoðað vöruúrvalið á vefnum
og borið saman verð og lesið fróð-
leik um vörurnar,“ segir Jóna María
og nefnir einnig þann tímasparnað
sem felst í því að komast hjá því
að vera í umferð og bíða eftir
afgreiðslu í troðfullum verslunum.
„Ekki nóg með það, heldur koma
innkaupapokarnir heim að dyrum,
sem er náttúrulega algjör snilld,
allt í einum smelli,“ segir hún og
bætir við að pantanir séu afhentar
samdægurs á höfuðborgarsvæðinu
og sendar út samdægurs með póst-
inum á landsbyggðina. Einnig er
hægt að sækja pantanir í afgreiðslu
Heimkaupa, Smáratorgi 3. n
Skoðaðu allt úrvalið á heimkaup.is
4 kynningarblað 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURSnyRtivöRuR