Fréttablaðið - 11.11.2022, Qupperneq 28
Það er gaman að
segja frá því að við
erum að taka þátt í fyrsta
sinn í vinsælum net-
dögum. Við segjum
loksins og hlökkum til
að vera með í Singles’
day, Black Friday og
Cyber Monday.
Rakel og Lilja
Hagkaup er með eitt mesta
úrval snyrtivara hér á landi
og stöðugt er unnið að upp-
byggingu á deildunum. Hag-
kaup býður yfir 25 þúsund
vöruliði í snyrtivörudeildum
og í vefverslun. Meðal þeirra
eru nokkur merki sem ein-
göngu eru seld í Hagkaup.
Rakel Ósk Hreinsdóttir, vörustjóri
snyrtivara í Hagkaup, segir að
kappkostað sé að bjóða upp á gott
úrval af snyrtivörum í verslun-
unum. „Við bjóðum upp á snyrti-
vörur í öllum Hagkaupsverslunum,
misjafnt úrval þó eftir stærð
verslunarinnar. Stærstu snyrti-
vörudeildirnar eru í Hagkaup
Smáralind og Kringlunni. Skeifan,
Garðabær og Akureyri koma þar á
eftir,“ segir hún.
„Hagkaup er með stærstu snyrti-
vöruverslun á Íslandi og við getum
boðið viðskiptavinum allt frá
grunnvöru eins og tannkremi og
sjampó yfir í hágæða snyrtivörur
og ilmi frá vinsælustu merkjum
heims. Einnig eru nokkur snyrti-
vörumerki sem eru eingöngu
seld í Hagkaup eins og til dæmis
Kiehl‘s og IT Cosmetics. Við erum
með mjög fjölbreytt vöruúrval í
húðumhirðu, förðunarvörum og
ilmum. Við erum ávallt á tánum
varðandi ný og spennandi vöru-
merki og viljum bjóða viðskipta-
vinum upp á það besta sem til er á
markaðnum hverju sinni,“ upplýsir
Rakel.
Ný vefverslun
Lilja Gísladóttir, sérfræðingur á
markaðssviði Hagkaups, segir að
starfsmenn séu ákaflega stoltir af
nýrri vefverslun með snyrtivörur.
„Viðskiptavinir kunna sannarlega
vel að meta að geta verslað bæði í
verslunum okkar og í vefverslun-
inni. Það tók sinn tíma að byggja
upp vefsíðuna og stöðugt verið
að vinna að betrumbótum. Þetta
er bara byrjunin á þeirri vegferð
okkar,“ segir hún.
Rakel bætir við að Hagkaup
bjóði yfir 25 þúsund vöruliði
í snyrtivöru. „Það er stöðugt
púsluspil að koma öllum þessum
spennandi vörum fyrir á þeim
fermetrum sem við höfum úr að
spila,“ segir hún. „Viðskiptavinir
okkar ættu nánast í öllum tilfellum
að finna vöru sem hentar þeim.
Við erum að stofna og taka inn
um það bil 4.000-5.000 vöruliði á
hverju ári í snyrtivörudeildunum
og á móti eru svo vörur að detta út
við endurnýjun en nýjungar eru
gríðarlega stór partur af upplifun
hjá okkur.“
Fallegar jólavörur
Nú er annasamur verslunartími
að hefjast og Rakel og Lilja eru afar
spenntar fyrir komandi vikum.
„Jólin eru ótrúlega skemmtilegur
tími og þá fáum við ógrynni af
flottum gjafaöskjum í þeim vöru-
merkjum sem við erum með í sölu
allan ársins hring. Öskjurnar eru
mjög veglegar og fanga augað. Það
má segja að þær verða flottari með
hverju árinu og viðskiptavinurinn
fær aðeins meira fyrir peninginn
með þessum kaupum. Það fylgir
yfirleitt aðeins meira með þessum
öskjum en ef þú værir að kaupa
staka vöru,“ segja þær og bæta
við að öskjurnar séu gríðarlega
vinsælar. „Við sjáum að viðskipta-
vinir kaupa jólaöskjur einnig fyrir
sig því eins og fyrr hefur verið sagt
þá eru þær mjög veglegar og fólk
er yfirleitt að græða eitthvað auka
með því að kaupa öskjuna.“
Afsláttardagar fram undan
Hagkaup hefur alltaf verið með
risa tax free daga í nóvember
þar sem öll snyrtivara, leikföng
og önnur sérvara fer á sérstakan
afslátt. „Það er gaman að segja
frá því að við erum að taka þátt í
fyrsta sinn í vinsælum netdögum.
Við segjum loksins og hlökkum
til að vera með í Singles‘ day, Black
Friday og Cyber Monday. Við erum
svakalega spennt að taka þátt í
þessum dögum og það er bara einn
liður í uppbyggingunni á vefnum
okkar,“ segir Lilja.
Herrarnir meðvitaðir
um umhirðu
Rakel segir að það séu ekki bara
konur sem komi í snyrtivörudeild-
irnar því kauphegðun herranna
hafi breyst á undanförnum árum.
„Við sjáum miklar breytingar og
karlar eru orðnir miklu meðvitaðri
um húð- og skeggumhirðu heldur
en áður. Þeir þora í dag að nota
vörur eins og hyljara eða ljóma-
krem til að draga úr baugum,
blettum og gefa frískara yfirbragð.
Karlmenn hafa alltaf verið dug-
legir að kaupa sér góða ilmi en eru
kannski núna farnir að prófa fleiri
tegundir og vilja eiga fleiri en bara
þennan gamla góða,“ segir hún.
Rakel segir að það sé tilfinning
starfsmanna í Hagkaup að við-
skiptavinir séu mun meðvitaðri
um vöruval en áður. „Þeir vita
hvaða vörur henta þeim auk þess
sem viðskiptavinir eru upplýstari
um þau innihaldsefni sem eru í
vörunum. Við tökum eftir því að
nú eru það ekki endilega ákveðin
merki sem eru vinsælli en áður
heldur eru viðskiptavinir að fylgja
straumum er varða innihaldsefni.
Nú er til dæmis hýalúrónsýra
og C-vítamín sérstaklega vinsæl
innihaldsefni og snyrtivörufram-
leiðendur eru með puttann á púls-
inum með því að fylgja þessum
straumum og margar förðunar-
vörur innihalda þessi efni. Það má
því segja að vitundarvakning hafi
orðið gagnvart húðumhirðu og sé
að skila sínu. Viðskiptavinir okkar
kjósa að velja vörur sem henta
þeirra húð og byggja svo ofan á
þeirra grunni með öðrum förð-
unarvörum enda skiptir húðum-
hirðan lykilmáli.“
Fjölbreytt tíska
Þegar þær eru spurðar hvort það
séu tískusveiflur í snyrtivörum og
hvað sé „heitast“ þessa daga, svara
þær: „Tískan fer svo sannarlega í
hringi í snyrtivörum eins og í öðru.
Hún er gífurlega fjölbreytt og við
sjáum innblástur af 90’s tískunni
sem er mjög skemmtilegt. Það er
mikið um krem, förðunarvörur,
kinnaliti og eyeliner í alls kyns
formi að koma sterkt inn. Það sem
er kannski best við þessa tísku sem
er ríkjandi er að það er ekkert eitt
ákveðið í gangi heldur er í tísku að
vera bara eins og maður er, mála
sig mikið eða ekki neitt. Það sem er
heitast ef svo má að orði komast er
að vera þú sjálfur eða fara út fyrir
kassann ef það hentar.“
Rakel segir það vera styrkleika
Hagkaups hversu gott starfsfólk
sé þar starfandi og bætir við: „Við
reynum eftir fremsta megni að
vera með starfsfólk sem er annað
hvort menntað í snyrtifræði og/
eða förðun. Einnig erum við í
miklu samstarfi við birgja sem
margir hverja leggja okkur lið og
eru með sérþjálfaða starfsmenn í
þeirra vörumerkjum sem standa
vaktina með okkur á gólfinu og
gefa ráðleggingar. Það skiptir
okkur öllu máli að veita framúr-
skarandi þjónustu og lykillinn er
starfsfólkið okkar.“
Umhverfið skiptir máli
Mikið er lagt upp úr fallegu
umhverfi í snyrtivörudeildum
Hagkaups og unnið hefur verið
að breytingum á þeim. „Það
er rétt, við höfum staðið í tals-
verðum breytingum, til dæmis í
Skeifunni. Við leggjum mikinn
metnað í umhverfið okkar og
höfum undanfarið ár unnið að
miklum breytingum í verslunum.
Við höfum unnið náið með dönsku
ráðgjafarfyrirtæki og erum þessa
dagana að hrinda í framkvæmd
ýmsum breytingum sem snúa að
upplifun viðskiptavinarins. Þar
skiptir umhverfið miklu máli og
við erum spennt að frumsýna þær
breytingar sem við höfum staðið í,
má þar nefna snyrtivörudeildina í
Hagkaup á Akureyri og í Skeifunni.
Þar má sjá hvert við erum að
stefna. Okkar markmið er að við-
skiptavinir njóti sín í verslunum,
upplifi eitthvað einstakt sem þeir
gera ekki í öðrum verslunum og
umfram allt að sú upplifun sé
jákvæð.“ n
Snyrtivörur
eru góðar gjafir Rakel Ósk og Lilja hlakka til annasamra daga fram undan og sérstaklega stóru tilboðsdaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Strákar í dag vilja vera vel snyrtir og
ilma vel. Ilmvatn er því kærkomið.
Gjafakassar fyrir
dömur og herra
sem koma sér
alltaf vel. Hvergi
er meira úrval
en hjá Hagkaup.
Æðislegar jólagjafir fyrir stúlkur og konur fást í Hagkaup í mörgum gerðum.
Í snyrtivörudeildum Hagkaups er mikið úrval ilmvatna fyrir dömur og herra.
6 kynningarblað 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURSnyrtivörur