Fréttablaðið - 11.11.2022, Qupperneq 32
Þannig fáum við
upplýsingar um
hvar húð viðkomandi
stendur í samanburði
við jafnaldra sína.
Agnes Eva Sandholt Sigurðardóttir
Í verslun BIOEFFECT við
Hafnartorg er boðið upp á
vandaða húðmælingu fyrir
gesti og gangandi. Mælingin
er hluti af persónulegu dekri
sem boðið er upp á í verslun-
inni og gefur viðskiptavinum
upplýsingar um ástand húðar
sinnar. Út frá niðurstöðunum
er hægt að veita sérhæfða
ráðgjöf um vörur sem henta
þörfum hvers og eins.
„BIOEFFECT er íslenskt hugvit
frá A til Ö. Fyrirtækið var stofnað
af þremur íslenskum vísinda-
mönnum árið 2010 þegar þeir
uppgötvuðu, eftir um áratug af
rannsóknum, byltingarkennda
aðferð til að framleiða EGF prótín
í byggplöntu. EGF er virkt boð-
skiptaprótín sem fyrirfinnst
náttúrulega í húðinni og gegnir
meðal annars mikilvægu hlutverki
við framleiðslu og virkni kollagens
og elastíns. Með aldrinum dregur
verulega úr náttúrulegu magni
EGF í húðinni. Þetta sértæka boð-
skiptaprótín er því afar eftirsótt
í húðvörur,“ upplýsir Anita Brá
Ingvadóttir, sölustjóri BIOEFFECT
á Íslandi.
„BIOEFFECT er eina fyrirtækið
sem hefur tekist að framleiða EGF
í byggplöntu og nýta í húðvöru-
framleiðslu. Fjölmargar rann-
sóknir hafa sýnt fram á góðan
árangur EGF úr byggi enda þekkir
húðin prótínið, tekur vel á móti því
og greiðir fyrir virkni þess í húð-
vörum BIOEFFECT. Þetta er okkar
sérstaða,“ segir Anita og bætir við:
„Fyrsta varan okkar, EGF Serum,
kom á markað árið 2010 og hefur
verið í óbreyttri mynd síðan. Hún
er margverðlaunuð og enn í dag
okkar vinsælasta vara. Síðan hafa
aðrar frábærar vörur bæst í vöru-
línuna og við erum sannarlega
stolt af þeim öllum. Við erum ekki
síður stolt af þeirri staðreynd að
BIOEFFECT vörurnar eru fram-
leiddar á Íslandi og innihalda
meðal annars hreint, íslenskt
vatn.“
Eina verslun sinnar tegundar
Í dag starfar BIOEFFECT á 28
mörkuðum víðs vegar um heim-
inn, en eina BIOEFFECT verslunin
er á Íslandi.
„Við erum virkilega hreykin af
fallegu versluninni okkar. Þar gefst
okkur tækifæri til að veita gestum
framúrskarandi þjónustu og þessa
einstöku upplifun sem við viljum
að allir viðskiptavinir BIOEFFECT
fái. Í versluninni starfa sérfræð-
ingar undir leiðsögn Agnesar Evu,
verslunarstjóra. Þetta sérhæfða
teymi sér til þess að hver og einn
fái einstaklingsmiðaða ráðgjöf og
þjónustu, enda þykir okkur ekkert
skemmtilegra en að dekra við þá
sem kíkja til okkar,“ segir Anita.
Nákvæm húðmæling forsenda
faglegrar ráðgjafar
Hluti af þeirri þjónustu sem
viðskiptavinir njóta í verslun
BIOEFFECT á Hafnartorgi er
húðmæling með sérstöku VISIA-
mælingartæki.
„Tækið gefur ítarlegar upp-
lýsingar um ástand húðarinnar.
Við notum sambærilegt tæki til
að rannsaka virkni og gæði nýrra
vörutegunda áður en þær koma
á markað. Með því að bjóða við-
skiptavinum upp á svo nákvæmar
mælingar getum við betur skil-
greint það sem betur má fara í húð-
rútínunni og veitt enn sérhæfðari
þjónustu og ráðgjöf um hvað húðin
virkilega þarf og hvaða vörur henta
hverjum og einum,“ segir Anita.
Þegar húðin er mæld í VISIA-
tækinu eru háskerpuljósmyndir
teknar af báðum hliðum and-
litsins með tvenns konar ljósi.
Mælingin tekur um tvær mínútur.
Ekkert skemmtilegra en að dekra við kúnnann
Þær Aníta Brá
Ingvadóttir
sölustjóri og
Agnes Eva
Sandholt
Sigurðardóttir
verslunarstjóri
taka vel á móti
viðskiptavinum
í BIOEFFECT á
Hafnartorgi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Glæsileg gjafasett með öllu því besta frá BIOEFFECT, fást
í versluninni, myndskreytt af Kristjönu S. Williams.
Verslunin á Hafnartorgi er eina sinnar tegundar í heim-
inum en BIOEFFECT starfar á 28 stöðum um veröld víða.
Lesið í niðurstöður VISIA-húðmælingar.
Viðskiptavinum BIOEFFECT á Hafnartorgi býðst að fara í VISIA-húðmælinga-
tæki sem veitir ítarlegar upplýsingar um ástand húðarinnar.
Því næst eru myndirnar greindar
og sérfræðingur les úr þeim með
viðskiptavinum.
„Tækið mælir fjóra þætti á yfir-
borði húðar: roða, hrukkur og
fínar línur, áferð og húðholur,“
útskýrir Agnes Eva Sandholt
Sigurðardóttir, verslunarstjóri
BIOEFFECT. Forritið ber svo niður-
stöður hvers og eins saman við
stóran gagnagrunn.
„Þannig fáum við eins konar
stöðumat húðarinnar og upplýs-
ingar um hvar viðkomandi stendur
í samanburði við jafnaldra sína.
Eftir mælinguna förum við saman
yfir niðurstöðurnar og mælum
með vörum sem henta þörfum
hvers og eins. Við erum nefnilega
öll svo misjöfn og með svo ólíka
húð,“ segir Agnes og bendir á að
mælingin henti öllum sem vilja
læra betur á húðina og raunveru-
lega áhrifaríka húðumhirðu. „Við
erum mjög stolt af að geta veitt svo
faglega og persónulega þjónustu,“
segir Agnes.
Litlar breytur gera gæfumuninn
Í húðmælingarferlinu kemur ýmis-
legt í ljós, þar af margt sem kemur
fólki á óvart.
„Mörgum kemur á óvart hversu
mikilvægt er að þrífa húðina vel.
Hreinsivörur fjarlægja ekki bara
farða og augnmálningu af húðinni
heldur líka yfirborðsóhreinindi,
mengun, dauðar húðfrumur og
húðfitu. Sé húðin ekki þrifin vel
næst heldur ekki besta virknin í
húðvörunum. Þá hefur þurrkur,
oft í kringum augnsvæðið, komið
einna mest á óvart, og það hversu
mikilvægt er að halda húðinni vel
nærðri,“ útskýrir Agnes.
Hún bendir á að sólböð og ljósa-
bekkir valdi hvað mestum skaða
á húðinni en að sá skaði verði oft
ekki sýnilegur fyrr en mörgum
árum síðar.
„Ég mæli því alltaf með sólar-
vörn í útivist og ferðalög, helst
daglega. Húðin er stærsta líffærið
og mikilvægt að hugsa vel um
hana, bæði með því að drekka nóg
vatn og borða næringarríkan mat,
en einnig að nota rakagefandi,
hreinar og nærandi húðvörur. Svo
má ekki gleyma góðri hreinsun,“
segir Agnes og bætir við:
„Það kemur iðulega í ljós að smá-
vægilegar viðbætur eða breytingar
á húðrútínu geta gert gæfumuninn
og hámarkað árangur af þeim húð-
vörum sem fólk notar. Þess vegna
mælum við með að allir líti við
hjá okkur á Hafnartorgi. Það er til
mikils að vinna.“
Vinsælustu vörurnar í glæsi-
legum gjafasettum
Í aðdraganda jóla fást glæsileg
gjafasett sem innihalda úrval alls
þess besta frá BIOEFFECT.
„Í ár eru gjafasettin okkar mynd-
skreytt af listakonunni Kristjönu
S. Williams. Verkin eru innblásin
af íslenskri náttúru og hvert og eitt
þeirra skapar sjálfstæðan heim,
fullan af framandi jurtum og
töfrandi íslenskum kynjaverum.
Listaverkin voru hönnuð sérstak-
lega fyrir BIOEFFECT og sameina
sérkenni listakonunnar og nátt-
úruna, hreinleikann og virknina
sem einkennir hugmyndafræði
okkar í BIOEFFECT.
Við erum ótrúlega ánægð með
útkomuna og vonum að sem flestir
finni þessi fallegu sett undir jóla-
trénu um hátíðarnar,“ segir Anita
að lokum. n
Hægt er að panta húðmælingu
á bioeffect.is og í Noona-app-
inu. Húðmæling er framkvæmd
fimmtudaga og föstudaga á milli
kl. 14-17.30. Greiddar eru 4.000
krónur fyrir húðmælingu og
gildir upphæðin upp í vöruúttekt í
verslun BIOEFFECT á Hafnartorgi.
10 kynningarblað 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURSnyrtivörur