Fréttablaðið - 11.11.2022, Side 36

Fréttablaðið - 11.11.2022, Side 36
Íslendingar eru duglegir að nota unaðstæki ásta- lífsins, en eru þeir að mestu ófeimnir við að gera kaupin við búðarborð unaðsvöru- verslana eða vilja þeir frekar sinna kaupunum í skjóli net- verslunar? thordisg@frettabladid.is „Í fyrstu var fólk feimið við að koma til okkar í búðina til skrafs og ráðagerða um hvað skyldi nú kaupa af unaðstækjum, og vildi helst gera innkaupin í gegnum netið eða heimakynningar, en í dag hefur orðið mikil breyting á og rúmlega 60 prósent viðskiptavina koma til okkar á Dalveginn til að versla. Ég verð þess líka áskynja að fólk vill geta komið í verslunina til að fá þjónustu og ráðgjöf um hvaða tæki gæti hentað því og til að finna kraftinn í tækjunum,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi unaðsvöruverslunarinnar Blush. Þar verður mikið um dýrðir í til- efni Singles’ Day. „Singles’ Day er einn af stærstu dögunum okkar í Blush. Í ár ætlum við að fara aðra leið en áður og bjóða upp á Singles’ Day-afslátt í fjóra daga, eða dagana 10. til 14. nóvember, bæði í netversluninni og líka í búðinni okkar á Dalvegi. Það er okkar leið til að auka þjónustu við viðskiptavini og koma til móts við þá sem hafa ekki tök á að versla á sjálfan Singles’ Day. Fólk getur þá valið um hvort það vilji versla á netinu eða koma á staðinn,“ segir Gerður sem byrjar að undirbúa stóra daginn Singles’ Day í byrjun hvers árs. „Þá höfum við opin augu fyrir góðum tilboðum hjá okkar birgjum og söfnum upp lager til að geta boðið upp á sem bestu afslættina. Fólk má því búast við frábærum afslætti hjá Blush í ár, enda gera margir reyfarakaup og í stórum stíl á Singles’ Day.“ Sogtæki vinsælust Í aðdraganda jóla eru fullorðins jóladagatöl vinsælasta varan í Blush. „Árið um kring eru sogtæki gríðarlega vinsæl og til gamans má geta að við verðum með nokkrar týpur af sogtækjum á allt að 50 prósenta afslætti í tilefni Singles’ Day. Vinsælasta vörumerkið í Blush er hins vegar Reset-vörulínan, en það eru vörur sem við hönnum sjálf. Þær eru mjög vandaðar og kraftmiklar en það virðist vera eitthvað sem viðskiptavinir leita eftir og sumir koma aftur og aftur til að bæta Reset-vörum í safnið sitt. Nýlega bættust við tvær nýjar vörur í Reset, svo þeir sem eru búnir að tryggja sér allar fjórar vörurnar sem komu í sölu í fyrra geta nú bætt við tveimur nýjum tækjum, en það er staðreynd að sumir safna kynlífs- tækjum eins og aðrir safna Múmín- bollum,“ segir Gerður glettin. Hún segist passa upp á að hafa fjölbreyttar vörur á Singles’ Day- afslætti svo allir finni eitthvað við sitt hæfi, en alls verður veittur 20 til 60 prósenta afsláttur af völdum vörum. „Við búum orðið að ágætri reynslu frá fyrri árum, erum því vel undirbúin og vonumst til að til- boðin muni vekja athygli og áhuga fólks.“ Íslendingar eru nýjungagjarnir Spurð hvernig viðskiptavinahópur íslenskrar unaðsverslunar sé sam- settur, svarar Gerður: „Fyrst þegar við byrjuðum hélt ég að markhópurinn yrði konur á aldrinum 18 til 25 ára en í dag veit ég að svo er ekki. Það kemur kannski mörgum á óvart að markhópurinn eru einstaklingar af öllum kynjum og svo pör á aldr- inum 25 til 55 ára.“ Gerður segir misjafnt hversu fólk er ófeimið og hispurslaust þegar það gerir innkaup við búðarborðið. „Langflestir eru mjög opnir og finnst það ekkert tiltökumál á meðan sumum þykir það enn svo- lítið óþægilegt, bæði að ræða um kynlíf almennt en líka að koma og kaupa sér unaðstæki. Langoftast er það bara skrýtið rétt á meðan fólk er að leggja í bílastæði og labba inn í verslunina, en um leið og það kemur inn sér það hvað verslunin er falleg og umhverfið notalegt og þá verður þetta ekkert einasta mál.“ Hún segir mikla þróun vera í kynlífstækjaiðnaðinum nú. „Við höfum vart undan að taka upp ný tæki sem eru að koma á markað. Framleiðendur eru líka mjög duglegir að þróa nýja tækni, eins og til dæmis sogtæki eða öpp sem geta stjórnað tækjunum. Við finnum alveg að margir fram- leiðendur notuðu tímann vel í Covid til að þróa og hanna nýjar vörur, því það hefur svakalega margt nýtt og spennandi bæst við í vöruúrvalið hjá okkur undanfarna mánuði.“ Íslendingar séu líka nýjunga- gjarnir þegar kemur að unaðs- tækjum ástarlífsins. „Í samanburði við nágranna- þjóðirnar erum við aðeins opnari og oftast á undan, en þetta er allt að koma hjá nágrönnum okkar og þeir eru alltaf að opnast meira og meira,“ segir Gerður sem er sjálf dugleg að nýta sér Singles’ Day-til- boð út um hvippinn og hvappinn. „En það er svolítið svoleiðis að á Singles’ Day vinnum við allan sólarhringinn og þá gefst ekki tími til að skoða og versla sjálfur. Því kemur sér vel að sumar verslanir eru farnar að taka upp á því að framlengja Singles’ Day-afsláttinn og þá næ ég oft að gera frábær kaup, ekki síst á jólagjöfum.“ n Sumir safna kynlífstækjum eins og Múmínbollum Gerður Huld Arinbjarnardóttir er kaupkona í unaðsvöruversluninni Blush. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fyrst hélt ég að markhópurinn yrði konur á aldrinum 18 til 25 ára, en í dag veit ég að svo er ekki. Það kemur kannski mörgum á óvart að markhópur- inn er einstaklingar af öllum kynjum og pör á aldrinum 25 til 55 ára. Gerður Huld Arinbjarnardóttir elin@frettabladid.is Þetta salat er ekki bara bragðgott heldur einnig fallegt á litinn. Gott er að strá smá tortillanasli yfir salatið þegar það er tilbúið. Látið kjúklinginn hvíla stutta stund eftir eldun svo hann verði safaríkur. Salat með kjúklingi og nasli 2 stórar kjúklingabringur 50 ml ólífuolía 1 msk. ferskt kóríander, smátt skorið 2 hvítlauksrif 1 msk. chili-duft Safi úr einni límónu Gerið marineríngu með því að hræra saman allt sem upp er talið. Geymið 1/3 en hellið hinu yfir kjúklinginn. Snúið kjúklinga- bringunum þannig að marineríng- in þeki þær allar. Setjið plast yfir og geymið í ísskáp þar til eldun hefst. Salat 300 g blandað salat eftir smekk 1 græn paprika 150 g kirsuberjatómatar, skornir til helminga 3-4 vorlaukar, í sneiðum Ein lúka steinlausar ólífur, skornar í tvennt 1 lárpera, skorin í bita Mexíkóostur Tortillanasl Salatdressing 4 msk. sýrður rjómi 2 msk. majónes 1/3 af marineríngunni ½ límóna, safinn Salt Steikið bringurnar aðeins á pönnu og setjið í ofn við 200°C í 20 mínútur eða þar til fulleldaðar. Setjið salat, papriku, tómata, lárperu, vorlauk, ost í bitum og ólífur á fat. Dreifið sítrónusafa yfir lárperuna svo hún dökkni ekki. Blandið öllu saman, skerið kjúklinginn í sneiðar og raðið ofan á salatið. Stráið tortillanasli yfir. Berið fram með salatdressingu, límónubitum og góðu brauði. n Fallegt, hollt og ofsalega bragðgott Kjúklingasalat getur verið margs- konar en það er alltaf gott. 6 kynningarblað A L LT 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.