Fréttablaðið - 11.11.2022, Side 40
Magnús var meðvitaður
um eigið ágæti en var líka
mikill föðurlandsvinur og
vildi bjarga Íslendingum.
Anna Agnarsdóttir
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ingiríður (Inga) Árnadóttir
Sléttuvegi 17, 103 Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 7. nóvember.
Jarðsett verður frá Bústaðakirkju,
mánudaginn 21. nóvember kl. 13.00.
Guðríður St. Sigurðardóttir
Guðbrandur Sigurðsson Rannveig Pálsdóttir
Einar Sigurðsson
Antoníus Þ. Svavarsson
Inga Rós, Ása Björk, Bragi Þór, Valdís Guðrún,
Anna Katrín, Ragna Kristín, Ingi Hrafn, Sigurður Ingi,
Valgeir Daði, Birkir Atli og barnabarnabörn
Sjálfsævisaga Magnúsar Stephen-
sen dómstjóra verður tekin fyrir
á málþingi í Þjóðarbókhlöðunni
um helgina.
arnartomas@frettabladid.is
Félag um átjándu aldar fræði stendur
fyrir málþingi í Þjóðarbókhlöðunni á
morgun þar sem fjórar íslenskar sjálfs-
ævisögur frá átjándu og nítjándu öld
verða teknar fyrir.
Meðal þeirra sem taka til máls verður
Anna Agnarsdóttir, prófessor emeritus
í sagnfræði við Háskóla Íslands. Erindi
hennar nefnist Dirfska og vandræða-
gangur Magnúsar Stephensen dóm-
stjóra.
Meðvitaður um eigið ágæti
„Þau sem standa að málþinginu báðu
mig að tala um sjálfsævisögu Magn-
úsar, sem er vissulega mjög skemmtileg,
en hún nær bara til 1788 þegar hann var
enn þá ungur maður,“ segir Anna. „Ég
mun þess vegna styðjast við aðrar per-
sónulegar heimildir til að gefa skýrari
mynd af manninum sjálfum.“
Magnús fæddist á Leirá í Leirársveit
þann 27. desember 1762, sonur Ólafs
Stephensen síðar stiftamtmanns og
konu hans Sigríðar Magnúsdóttur.
Sjálfsævisögu Magnúsar segir Anna
merkilega að því leyti að hún er skrifuð
í þriðju persónu og að Magnús hafi ekki
beint þjáðst af minnimáttarkennd.
„Hann er algjörlega meðvitaður um
ágæti sitt, hvað hann er greindur og vel
af guði gerður. Hann skrifar eins og eng-
inn myndi skrifa í dag,“ útskýrir Anna,
sem telur Magnús þó hafa átt talsverða
inneign fyrir hrokanum. „Hann var
óneitanlega merkur Íslendingur sem
átti síðar meir eftir að bjarga þjóðinni.“
Sendiferðir fyrir konunginn
Magnús var vel menntaður frá föður-
húsum og sendur til háskólans í Kaup-
mannahöfn þar sem hann stundaði
nám, ekki einungis guðfræði og lögfræði
heldur líka náttúrufræði, sem var sjald-
gæft á þeim tíma.
„Hann stendur sig frábærlega vel
og rúmlega tvítugur er hann valinn
af konungi til að fara í tvo leiðangra
til Íslands,“ segir Anna. „Fyrst með
verðandi stiftamtmanni Íslands til að
kanna afleiðingar Skaftárelda og síðan
til að annast sölu Skálholtsjarða, þegar
konungur ákvað að best væri að íslenskir
leiguliðar eignuðust ábýlisjarðir sínar.“
Sídansandi og matelskur
Að sögn Önnu var það ekki bara hefð-
bundið nám Magnúsar sem gerði hann
einstakan á sínum tíma.
„Hann spilar á hljóðfæri, bæði á flautu
og orgel, sem hann flutti til Íslands síðar
meir. Magnús lýsti því sjálfur sem ungur
maður að hann væri sólginn í dans og
var sídansandi,“ segir Anna.
Sjálfsævisaga Magnúsar er einnig góð
heimild um hversu erfitt það var oft að
sigla milli Danmerkur og Íslands. „Vegna
veðurs þurfti hann að dvelja einn vetur
í Noregi hjá Þorkeli Fjeldsted lögmanni,
sem átti sæti í Landsnefndinni fyrri, en
konan hans var alveg frábær kokkur.
Magnúsi fannst maturinn hennar
einkar gómsætur og skrifaði niður upp-
skriftirnar.“
Þegar Magnús kom aftur til Íslands
vildi hann gefa uppskriftirnar út, en sem
karlmaður var ekki við hæfi að gefa frá
sér matreiðslubók.
„Hann gefur bókina þess vegna út
í nafni mágkonu sinnar Mörtu Maríu
Stephensen, en í rauninni er þetta mat-
reiðslubók eiginkonu Þorkels Fjeldsted.“
Íslandsvinurinn Banks
Þar sem ævisagan endar svo snemma
mun Anna teygja söguna lengra og fara
yfir það hvernig hann nýtti kynni sín
sem drengur af breska náttúrufræðingn-
um Joseph Banks, til að koma Íslandi til
bjargar þegar Napóleonsstyrjaldirnar
hófust 1807. Eins og Fréttablaðið greindi
frá var opnuð sýning um Banks í Þjóðar-
bókhlöðunni, sem stendur yfir til 20.
nóvember.
„Magnús var meðvitaður um eigið
ágæti en var líka mikill föðurlandsvinur
og vildi bjarga Íslendingum,“ segir Anna.
„Hann skildi vel hversu máttlitlir Danir
voru eftir að Bretar sigldu brott með
flotann í september 1807. Íslensku kaup-
skipin voru mörg hertekin og hungurs-
neyð vofði yfir.“
Það var ekkert annað að gera í stöð-
inni en að leita til óvinanna sjálfra, sem
réðu öllu á Atlantshafinu, til að leyfa
aðflutning nauðsynja til Íslands.
„Þetta var því djörf ákvörðun hjá
Magnúsi, sem var þá dómstjóri í Lands-
yfirréttinum og konunglegur embættis-
maður.“
Afskipti Magnúsar höfðu farsæl áhrif
og árið 1810 lýsti Georg III. því yfir í til-
skipun í trúnaðarráði sínu, að Íslending-
ar væru ekki óvinir Breta eins og Danir,
heldur hlutlausir í ófriðinum þrátt fyrir
að vera danskir þegnar. Magnús reyndist
því bjargvættur landa sinna.
Málþingið á morgun stendur yfir á
milli 13.30 og 16.15. Þar verða alls fjögur
erindi, þar sem einnig verður rýnt í
sjálfsævisögur og endurminningar Þor-
steins Péturssonar á Staðarbakka, sýslu-
mannsfrúarinnar Gythe Thorlacius og
séra Friðriks Eggertz. n
Átti inneign fyrir hrokanum
Það verður seint
hægt að segja að
Magnús hafi þjáðst
af minnimáttar-
kennd. Myndin er
eftir Andreas Flint,
um 1800 þegar
Magnús var skip-
aður dómstjóri í
Landsyfirréttinum.
MYND/AÐSEND
Fyrsta matreiðslubókin á íslensku
Einfalt matreiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjur, var fyrsta mat-
reiðslubók sem kom út á íslensku, gefin út í Leirárgörðum árið 1800. Þrátt
fyrir að bókin hafi verið gefin út undir nafni Mörtu Maríu Stephensen, er
almennt viðurkennt að Magnús Stephensen hafi verið höfundur hennar
eins og hann segir frá í ævisögu sinni.
Uppskriftirnar í bókinni eru nær allar erlendar að uppruna og gefa þannig
ekki góða mynd af íslenskri matargerð á þeim tíma og höfðu ekki mikil áhrif
á íslenska matarmenningu. Bókasafn Fjallabyggðar á upphaflegu bókina
sem gefin var út árið 1800 en þar biður eiginmaður Mörtu Maríu, Stefán
Stephensen, lesendur afsökunar á orðfæri og stíl kversins. Bókin var endur-
útgefin árið 1998 af Söguspekingastifti.
1918 Fyrri heimsstyrj-
öldinni lýkur með
því að Þjóðverjar
leggja niður vopn
og er því fagnað
víða. Í Reykjavík
blakta fánar þó í
hálfa stöng vegna
spænsku veikinnar.
1920 Matthías Jochums-
son er gerður að
heiðursborgara Akureyrar og heiðursdoktor í guð-
fræði við Háskóla Íslands, en hann heldur upp á 85
ára afmæli.
1928 Iðnskólinn í Hafnarfirði er stofnaður.
1943 Leigubílastöðin Hreyfill er stofnuð.
1945 Framkvæmdir hefjast við Vestmannaeyjaflugvöll.
1958 Skipaflutningafyrirtækið Hafskip stofnað.
1961 Sparisjóður vélstjóra er stofnaður.
1962 Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir leikritið Hart í
bak eftir Jökul Jakobsson. Leikritið var sýnt 205
sinnum og alltaf fyrir fullu húsi.
1962 Bandaríska leikkonan Demi Moore fædd.
arnartomas@frettabladid.is
Árbæjarsafn býður upp á fjölskyldusmiðjuna Þráð á morgun
í tengslum við sýninguna Karólína vefari, sem nú stendur yfir
á safninu. Smiðjan fer fram í Kornhúsinu á milli klukkan 13
og 15, þar sem rætt verður um eiginleika og möguleika ullar-
innar og hversu mikilvæg ullin hefur reynst íslensku þjóðinni
í gegnum árin.
Fræðslan fer fram í formi sýnikennslu og frásagnar auk þess
sem þátttakendur fá leiðsögn í að vefa í vefnaðarramma og
kynnast möguleikum þess að vefa á þennan máta. Kennari á
smiðjunni er Sigríður Ólafsdóttir, listgreinakennari og vöru-
hönnuður.
Sýningin sem smiðjan byggir á varpar ljósi á líf Karólínu
Guðmundsdóttur (1897-1981) sem lærði vefnað í Kaupmanna-
höfn og rak um áratugaskeið vefstofu við Ásvallagötu í Reykja-
vík. n
Þráður í Árbæjarsafni
Ungir sem aldnir geta fengið kennslu í að vefa í vefnaðarramma.
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR