Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 40
Silja Bára
Ómarsdóttir
formaður Rauða
krossins á Íslandi
Takk fyrir að gefa þér tíma til að
glugga í þetta blað, sem kynnir
helstu verkefni og áherslur Rauða
krossins á Íslandi. Rauði krossinn
er fjöldahreyfing sem starfar um
allan heim, en leggur líka mikla
áherslu á að sinna nærsamfélag-
inu, enda eru deildir RKÍ starfandi
um allt land. Síðustu árin hafa
verið krefjandi fyrir félagið, eins
og samfélagið allt. Á þessu ári
hafa átökin í Úkraínu sérstaklega
kallað á hröð viðbrögð. Á tímum
sem þessum verður sannarlega
ljóst að fólk tengist þvert á landa-
mæri – vandamál í einum heims-
hluta krefjast athygli okkar allra.
Aukinn fjöldi fólks á f lótta í
heiminum þýðir að f leiri leita
til Íslands en áður, þótt landið
sé ekki endilega fyrsti valkostur
margra. Fjölgunina má fyrst
og fremst rekja til átakanna í
Úkraínu. Til að taka vel á móti
fólki þurfa stjórnvöld, frjáls
félagasamtök og samfélagið allt að
leggjast á eitt og Rauði krossinn
opnaði nýverið fjöldahjálparstöð
til að tryggja fólki húsaskjól þegar
það kemur til landsins. Þar hafa
um 370 manns dvalið, en ekkert
þeirra lengur en þrjá sólarhringa.
Þjónustan hefur gengið vel og
gestir hafa verið ánægðir með
móttökurnar.
Átökin í Úkraínu hafa víðtæk
áhrif um allan heim. Þau hafa
valdið hækkandi matvælaverði,
hægari útflutningi á matvöru og
ýkt til muna það fæðuóöryggi sem
Ágæti lesandi
„Rauði þráðurinn í allri þjónustu
sem við veitum í fjöldahjálpar-
stöðinni er sálrænn stuðningur,
því það er það sem fólk í þessari
stöðu hefur mesta þörf fyrir. Það
er félagslega einangrað og hefur
ekki sömu bjargir eða félagslegt
net og við hin sem hér búum. Því
felst mikill og dýrmætur sálrænn
og sálfélagslegur stuðningur í því
að tekið sé vel á móti þessu fólki,
og það er eitthvað sem við öll í
samfélaginu getum sameinast um:
Að bjóða fólk velkomið og sýna
því vingjarnlegt viðmót, kurteisi
og alúð.“
Þetta segir Þórir Hall Stefánsson,
umsjónarmaður fjöldahjálpar-
stöðvar Rauða krossins.
„Fjöldahjálparstöðin er fyrsti
dvalarstaður flóttafólks sem hér
sækir um alþjóðlega vernd. Það
gefur þjónustuaðilum sem eru
ábyrgir fyrir því að útvega húsnæði
aukinn tíma og svigrúm og flótta-
fólkinu stað til að hvílast á meðan
það bíður næsta skrefs, sem er þá
ögn varanlegri búseta á meðan
það bíður niðurstöðu umsóknar
sinnar um alþjóðlega vernd,“ upp-
lýsir Þórir.
Hann segir flesta sem koma í
fjöldahjálparstöðina eiga langt
ferðalag að baki, ekki bara til
Íslands, heldur hafi þau verið á
ferðalagi eða flótta í lengri tíma.
„Taugarnar hjá mörgum eru því
vel þandar en hjá okkur fá þau
tækifæri til að slaka á taugunum.
Við bjóðum upp á næringu, skjól
og frið, og er markmiðið að láta
fólki líða sem best á meðan það
dvelur hjá okkur. Við leggjum því
mikla áherslu á að taka sem best á
móti fólki og láta því finnast það
velkomið, sem er tilfinning sem
það finnur ekki endilega alls staðar
úti í samfélaginu,“ segir Þórir.
Mikið traust á heimsvísu
Í fjöldahjálparstöð Rauða krossins
starfa tíu starfsmenn auk sjálf-
boðaliða.
„Öll erum við vel merkt Rauða
krossinum. Það skiptir máli því
Rauði krossinn hefur mjög mikið
traust á heimsvísu og við viljum að
fólk finni til öryggis og viti að það
geti treyst okkur. Þessi hópur fólks
heldur áfram að vinna með okkur
þegar það fer í frekari þjónustu
og þá viljum við að það geti treyst
okkur áfram, því traust er undir-
staða okkar starfs,“ segir Þórir.
Boðið er upp á morgunmat og
samlokur í hádeginu fyrir þá sem
vilja, og þeir sem gista fá kvöldmat.
Þar er einnig baðaðstaða.
„Það er mikilvægt að taka á móti
fólkinu með hlýju og brosi á vör
og að það finni að það geti hvílt sig
um stundarsakir í friði og ró. Svo
tekur við næsta skref sem felur líka
í sér ákveðna óvissu, þegar það
heldur áfram í umsóknarferlinu og
veit ekki hver niðurstaðan verður.
En bara það að fá þennan stutta
tíma til að hvílast og slaka á er dýr-
mætt, því margir koma með áfalla-
streitu og áfallasögu á bakinu,“
greinir Þórir frá.
Öruggur staður
Í fjöldahjálparstöð Rauða krossins
er sólarhringsvakt.
Í fjöldahjálparstöðinni er sólarhringsvakt starfsmanna Rauða krossins.
Þórir segir skipta sköpum að fólk upplifi sig öruggt í fjöldahjálparstöð Rauða
krossins en þar eru konur og fjölskyldur á sérgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við þökk-
um kær-
lega fyrir
stuðning-
inn sem
þjóðin
heldur
áfram að
sýna
okkur.
Rauði krossinn
hefur mjög mikið
traust á heimsvísu og við
viljum að fólk finni til
öryggis og viti að það geti
treyst okkur. Traust er
undirstaða okkar starfs.
Þórir Hall Stefánsson
fólk býr við víða, til dæmis í aust-
urhluta Afríku. Þar spila saman
margar breytur, gríðarlegir og
langvarandi þurrkar og veðurofsi,
sem rekja má til loftslagsbreytinga,
og hækkun á eldsneytisverði. Allt
stefnir í verstu hungursneyð í 40 ár
í þessum heimshluta og nauðsyn-
legt er að veita íbúum svæðisins
öflugan stuðning. Því hefur Rauði
krossinn hafið neyðarsöfnun
vegna ástandsins.
Hér heima fyrir eru verkefni
Rauða krossins fjölbreytt. Allt
frá því að veita þeim sem finna
fyrir kvíða og vanlíðan stuðning
í gegnum Hjálparsímann 1717
og 1717.is, til þess að aðstoða
almenning og ferðafólk vegna
eldgosa, veðurofsa og harmleikja.
Sjálf boðaliðar Rauða krossins eru
alltaf á vaktinni.
Rauði krossinn stóð svo
nýlega fyrir sínum fyrsta fjár-
öflunarþætti, „Verum vinir“ á
RÚV. Þátturinn fékk mjög góð
viðbrögð og við fengum marga
nýja mánaðarlega styrktaraðila og
ríkulegan stuðning í formi stakra
styrkja. Við þökkum kærlega fyrir
stuðninginn sem þjóðin heldur
áfram að sýna okkur, en án öflugs
stuðnings frá félögum, sjálf boða-
liðum og Mannvinum Rauða
krossins gætum við ekki sinnt öllu
okkar mikilvæga starfi.
Silja Bára Ómarsdóttir,
formaður Rauða krossins á Íslandi
„Það skiptir sköpum að fólk upp-
lifi sig öruggt hjá okkur. Þetta á að
vera öruggur staður og við erum
með öryggisgæslu og starfsfólk
á vakt allan sólarhringinn. Við
vinnum út frá grunngildum Rauða
krossins og allt sem við gerum
byggir á þeim. Við vinnum líka
með ýmsar nálganir sem snúa að
kynjaskiptingu, eins og sérgang
fyrir karla sem ferðast einir, annan
fyrir konur og fjölskyldur og svo
barnasvæði þar sem fólk getur
verið með börnum sínum. Það er
hluti af því örugga rými sem við
viljum skapa.
Þetta er hins vegar ekki hótel
og við setjum fólk ekki í bómull;
það er frjálst ferða sinna og fær
strax við komuna útgjaldakort frá
Vinnumálastofnun til að kaupa
sér mat og nauðsynjar. Við veitum
húsaskjól, mat og sálrænan stuðn-
ing sem á þessum tímapunkti felst
í því að hafa samastað og að tekið
sé á móti fólki opnum örmum og á
vinsamlegan hátt,“ segir Þórir.
Reglulega eru gerðar ánægju-
kannanir í fjöldahjálparstöðinni
og segir Þórir þær koma vel út.
„Fólk er ánægt með þjónustuna
sem það fær og því líður vel hjá
okkur. Við notum svo niðurstöð-
urnar til að gera enn betur.“
Flestir frá Úkraínu og Venesúela
Frá opnun til dagsins í dag hafa 370
manns komið í fjöldahjálparstöð
Rauða krossins, þar af 198 karlar og
172 konur.
„Langflestir koma frá Úkraínu
og Venesúela, eða um þrír fjórðu.
Einnig kemur fólk frá Palestínu,
Sómalíu, Nígeríu og Sýrlandi,
eða alls frá fjórtán löndum. Ekki
skal dvelja lengur en þrjár nætur
í fjöldahjálparstöðinni og hingað
til hefur enginn verið lengur, en
fólk sem sækir um alþjóðlega
vernd heldur áfram frá okkur inn í
verndarkerfið,“ upplýsir Þórir.
Hann segir flóttafólkið njóta
þess á marga lund að koma í
fjöldahjálparstöðina, það finni
að öðrum sé annt um það, finni
stuðning og nái áttum fyrsta
kastið.
„Í húsinu ríkir mikil samhygð og
skilningur og fólk er jákvætt í garð
hvert annars, sama hvaðan það
kemur. Við höfum ekki upplifað
neina árekstra með eitt né neitt.
Þetta er bara venjulegt fólk. Flestir
eru að reyna að komast í öryggi og
frið, og það er einmitt það sem við
reynum að veita þeim í fjölda-
hjálparstöðinni,“ segir Þórir.
Hann hefur starfað að mála-
flokknum innan Rauða krossins
í sex ár, en áður en hann varð
umsjónarmaður fjöldahjálpar-
stöðvarinnar var hann verkefna-
stjóri í félagsstarfi fólks sem sækir
um alþjóðlega vernd.
„Til Íslands kemur flóttafólk
í brýnni þörf fyrir aðstoð. Við
Íslendingar erum vel í stakk búnir
til að veita hana eftir bestu getu
og það er okkar skylda. Í fjölda-
hjálparstöðinni gerum við eins vel
og við getum. Við reynum að gera
okkur grein fyrir í hvaða stöðu fólk
er, að skilja eftir fremsta megni
hvernig því líður og mæta þörfum
þess hverju sinni. Við horfum
á það sem á undan er gengið og
horfum líka til þess sem kemur
næst og undirbúum fólk svo það
sé sterkara til að takast á við það,“
segir Þórir.
Hann hefur alltaf verið áhuga-
samur um mannréttindi og
mannúðarmál.
„Þar sem þörf er til staðar vil
ég leggja mitt af mörkum. Ég hef
fundið að það get ég gert í gegnum
Rauða krossinn, sem er öflugur
málsvari fyrir þennan hóp. Á sama
tíma finn ég að þörfin er til staðar
og verður æ meiri. Því er stoðhlut-
verk Rauða krossins mikilvægt við
aðstæðurnar sem nú eru; að mæta
þeim með sálrænum stuðningi og
að vel sé staðið að móttöku flótta-
fólks, öllum til heilla.“ n
Upp til hópa er
þetta mjög gott
fólk; fólk eins og ég og
þú. Í húsinu ríkir mikil
samhygð og skilningur
og fólk er jákvætt í garð
hvert annars, sama
hvaðan það kemur.
Þórir Hall Stefánsson
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Rauði Kross Íslands
2 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURHjÁlpin