Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 6
Gert er ráð fyrir að
Þórður, Arnar og Páll
gefi skýrslur fyrir dómi
90%
af öllum demöntum í
heiminum eru slípuð í
borginni Surat á Ind-
landi.
kristinnhaukur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Þórður Snær Júlíusson
ritstjóri og Arnar Þór Ingólfsson
blaðamaður Kjarnans krefjast hvor
um sig 1,5 milljóna króna frá Páli Vil-
hjálmssyni kennara, auk málskostn-
aðar, fyrir ærumeiðandi ummæli á
bloggsíðu hins síðastnefnda. Þá er
þess krafist að tvö ummæli verði
dæmd dauð og ómerk að sögn Vil-
hjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns
Kjarnamanna.
Ærumeiðingamálið var tekið fyrir
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Hvorki blaðamennirnir né Páll voru
viðstaddir þinghaldið.
„Ég held að það sé borin von,“
sagði Sigurður G. Guðjónsson, lög-
maður Páls, þegar dómari spurði
hvort möguleiki væri á sáttum milli
deiluaðila. Vilhjálmur tók undir það
fyrir hönd sinna manna.
Ummælin sem birt voru á blogg-
síðu Páls lutu að því að Þórður og
Arnar hefðu komið að því að byrla
Páli Steingrímssyni, skipstjóra Sam-
herja, sem Stundin tengdi við svo-
kallaða skæruliðadeild Samherja,
ólyfjan. Þórður og Arnar hafa bent
á að með ummælunum séu þeir
vændir um hegningarlagabrot og
það geti þeir ekki sætt sig við.
Mál Páls Steingrímssonar er til
rannsóknar hjá lögreglunni á Norð-
urlandi eystra. Voru Vilhjálmur og
Sigurður sammála um það að vend-
ingar í því máli, til dæmis niðurfell-
ing, gæti haft áhrif á þetta mál.
Að öðru leyti væri gagnaöf lun
lokið og málsaðilar tilbúnir í aðal-
meðferð í lok febrúar. Aðeins er gert
ráð fyrir að Þórður, Arnar og Páll
gefi skýrslur fyrir dómi. n
Krefja bloggara um þrjár milljónir króna fyrir ærumeiðingar
Sigurður G. Guðjónsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr fornminjasjóði.
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á forn-
minjum. Úthlutað er styrkjum til eftirfarandi verkefna:
• Rannsókna á fornminjum (fornleifum og forngripum)
• Miðlunar upplýsinga um fornminjar
• Varðveislu og viðhalds fornminja
Sjóðnum er jafnframt heimilt að veita styrki til viðhalds annarra menn-
ingarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi,
t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast hafa
varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja.
Við næstu úthlutun verður sérstaklega horft til umsókna er lúta að
minjum í hættu vegna náttúruvár eða að skilum á frumgögnum úr
fornleifauppgröftum sem fram fóru fyrir árið 2013.
Umsóknir eru metnar með tilliti til vísindalegs og menningarsögulegs
gildis og þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið í minjavernd, ásamt
gildi þeirra fyrir varðveislu þjóðararfleifðarinnar.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að
finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2023. Umsóknir sem
berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við
úthlutun.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu unnin í
samræmi við lög nr. 80/2012 og reglur stofnunarinnar og í samræmi
við innsend umsóknargögn.
Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Sími: 570 1300
www.minjastofnun.is
fornminjasjodur@minjastofnun.is
Minjastofnun Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
fornminjasjóði
fyrir árið 2023
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
& STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
Samkomulag að undirlagi
Sameinuðu þjóðanna um að
stöðva flæði svonefndra blóð-
demanta, var gert 2013. Ísland
er eina vestræna ríkið sem
enn á ekki aðild að því.
helgisteinar@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Blóðdemantar eru skil-
greindir sem hrádemantar sem eiga
sér uppruna á átakasvæðum. Ágóði
af þeim er notaður til að fjármagna
of beldisverk af hálfu skæruliða-
hreyfinga eða hryðjuverkasamtaka
sem ráðast gegn lögmætum ríkis-
stjórnum.
Í kjölfar margra áratuga borgara-
styrjalda í Afríku ákváðu Sam-
einuðu þjóðirnar að undirrita hið
svokallaða Kimberley-ferli árið
2013. Hugmyndin var að innleiða
vegabréfakerfi fyrir hvern og einn
demant til að geta rakið uppruna.
Þjóðirnar sem taka þátt í ferlinu
gæta þess að þeir demantar sem eru
keyptir eða seldir, fjármagni ekki
skæruliðahreyfingar. Lögmætt skír-
teini verður síðan að fylgja öllum
demöntum sem fluttir eru úr landi.
Að Kimberley-ferlinu standa 56
þjóðir og er Evrópusambandið talið
sem einn aðili. Ísland er eina vest-
ræna þjóðin sem er ekki með.
Elke Ceulemans, talsmaður
Kimberley-stjórnarinnar, sagði í
fyrirspurn um mögulega þátttöku
Íslands, að allar þjóðir sem taka þátt
í ferlinu verði fyrst að uppfylla kröf-
ur vottunarkerfisins og geta síðan
sent inn umsókn um þátttöku sem
er skoðuð af sérstakri nefnd áður en
þjóðin er samþykkt sem meðlimur.
„Eftir minni bestu vitund þá
hefur Ísland ekki sýnt neinn áhuga
á að gerast þátttakandi að ferlinu,“
segir Elke.
Samtökin Global Witness hafa
bent á að vandamálið sé mun víð-
tækara en bara skæruliðahernaður.
Stríðsglæpir tengdir demöntum
geta einnig átt sér stað undir forsjá
ríkisstjórna og hefur iðnaðurinn oft
verið bendlaður við barnaþrælkun
og umhverfisspjöll.
A nna Lúðv ík sdótt ir, f ram-
kvæmdastjóri hjá Íslandsdeild
Amnesty, segir að mannréttinda-
samtök á Íslandi tækju því fagnandi
ef íslensk stjórnvöld myndu stíga
fyrstu skrefin í að auka mannrétt-
indi í heiminum.
„Við viljum einnig sjá að fyrirtæki
stígi fram og virði mannréttindi,
sem er eitthvað sem er ekki endi-
lega valkvætt fyrir þau,“ segir Anna.
Hingað til hefur það verið undir
íslenskum gullsmiðum og skart-
gripaverslunum komið, að tryggja
að vörur þeirra séu ekki af átaka-
svæðum.
Flestir demantar hér eru keyptir í
Antwerpen í gegnum danska tengi-
liðafyrirtækið Aktiv Guld.
Unnur Eir Björnsdóttir gullsmið-
ur segir að það sé skýr stefna hjá
skartgripaverslun sinni að selja allar
vörur með góðri samvisku. Allt sé
keypt hjá lögmætum fyrirtækjum.
„Við viljum alls ekki blóðdem-
anta í okkar verslunum og þess
vegna höfum við alltaf verslað við
þetta danska fyrirtæki. Við hjá
Félagi íslenskra gullsmiða viljum
efla okkar fag og hafa allt 100 pró-
sent,“ segir Unnur.
Um 90 prósent af öllum dem-
öntum í heiminum eru slípaðir í
borginni Surat á Indlandi. Sam-
kvæmt fréttablaðinu Times of
India er þriðjungi af öllum dem-
öntunum smyglað þangað ólöglega
frá Angóla, Fílabeinsströndinni,
Lýðveldinu Kongó eða Simbabve. n
Ísland sker sig úr varðandi
útilokun á blóðdemöntum
Saga demanta og
verðmæti þeirra:
n Árið 1888 var fyrirtækið
DeBeers stofnað í Suður-
Afríku.
n Á fjórða áratug seinustu
aldar innlimar formaður
DeBeers einokunarstefnu
og takmarkar flæði
demanta til að stjórna bæði
framboði og eftirspurn.
n Slagorðið „Demantur er að
eilífu“ kom út úr árangurs-
ríkri auglýsingaherferð
DeBeers sem náði að jafn-
gilda demanta við eilífa ást.
DeBeers seldi svo steinana
sína á uppsprengdu verði
þar sem fyrirtækið hafði
búið til nokkurs konar
vegatálma fyrir hjónaband.
n Demantar eru ein auð-
veldasta afurð í heimi til að
smygla. Þeir eru agnarsmáir
og finnast ekki í málm-
leitartækjum.
n Mörg ríki í Afríku þar sem
demantar finnast, eiga
þegar við spillingarvanda-
mál að stríða og jafnvel
minnstu steinar geta skilað
inn miklum gróða.
Demantaiðnaðurinn hefur oft verið bendlaður við barnaþrælkun og umhverfisspjöll. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
6 Fréttir 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ