Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 98
Með tílvísuninni „Hybrid Reborn“ er Toyota að vísa í nýjung í tvinnbílatækni sinni. Performance-útgáfan er aðeins 4,9 sekúndur að ná 100 km hraða enda 510 hestöfl og togið 910 Nm. Volvo frumsýndi í vikunni nýjan EX90 sem beðið hefur verið eftir með talsverðri eftirvæntingu. Einnig notaði Volvo tækifærið og sagði aðeins frá væntanlegum EX30 sem kemur á næsta ári og brá aðeins fyrir í kynningar- myndbandi framleiðandans. njall@frettabladid.is Reyndar er ekki víst enn þá hvort bíllinn muni bera nafnið EX30 eða EX40, en bæði þessi nöfn hafa fengið einkaleyfisvernd. Að stærð verður bíllinn mjög svipaður Smart #1 enda verða þeir báðir á sama SEA-undir- vagninum. Búast má við þessum undirvagni undir mörgum nýjum bílum á næstu árum en sá fyrsti frá Volvo verður þessi 4,3 metra langi bíll. Sjá má að bíllinn verður mjög svipaður EX90 í útliti með sama afturenda og afturljósum. Bíllinn verður frumsýndur á næsta ári en fer líklega ekki í sölu fyrr en snemma árs 2024. Eins og komið hefur fram að undanförnu er nýjum EX90 ætlað að leysa XC90 smám saman af hólmi. Þessi sjö sæta bíll mun fara í fram- leiðslu í lok næsta árs. Um rúmlega fimm metra langan bíl er að ræða og er farangursrýmið 310 lítrar í sjö sæta útgáfunni, en stækkar í heila 655 lítra með öftustu sætaröðina niðri. Grunnútgáfan verður með tveimur rafmótorum og skilar 402 hestöflum og 770 Nm togi. Hann verður engin léttavara eða rúm 2,8 tonn en samt fer hann í hundraðið á aðeins 5,9 sekúndum. Perform- ance-útgáfan er aðeins 4,9 sekúndur að ná sama hraða enda 510 hestöfl og togið 910 Nm. Báðar útgáfur koma með 107 kWst rafhlöðu og er drægið allt að 588 km. Hægt verður að tengja hann við allt að 250 kW hleðslustöð. n Volvo kynnir EX90 og smærri rafjeppling njall@frettabladid.is Toyota hefur sent frá sér útlínu- myndir af nýjum Prius sem verður frumsýndur 16. nóvember næst- komandi. Myndirnar sýna útlínur bílsins, ásamt útliti framljósa sem svipar mjög til bZ-rafbílanna. Fjórða kynslóð Prius var frum- sýnd árið 2015 svo kominn var tími á nýtt módel, til að nota nýja tækni ef marka má orð framleiðandans. Á ljósamyndinni stendur „Hybrid Reborn“ sem bendir til nýjunga í þessum bíl, hverjar sem þær eru. Það er möguleiki á að bíllinn verði einungis tengiltvinnbíll, en einnig getur verið að hann verði aðeins raf- drifinn og noti þá bensínvélina til að hlaða rafhlöðuna eins og í nýjum Nissan Qashqai. Toyota hefur einn- ig talað um nýjan undirvagn sem er sérhannaður fyrir Evrópumarkað en hvort hann verði tilbúinn í næstu viku á þó eftir að koma í ljós. n Nýr Prius frumsýndur í næstu viku njall@frettabladid.is Porsche hefur þegar látið hafa eftir sér að næstu kynslóðir 718 Boxster og Cayman-sportbílanna verði raf- drifnar. Á dögunum náðust fyrstu myndir af prófunarbíl sem virðist vera rafdrifin útgáfa þessara bíla en áætlað er að þeir verði frumsýndir um miðjan áratuginn. Verða þeir byggðir á nýjum rafbílaundirvagni sem fyrst kom fram í Mission R-til- raunabílnum. Njósnamyndirnar sýna bíl í miklum felubúningi en sjá má tilvitnanir í útlit Mission R, eins og þynnri aðalljós ásamt hærri stuðara að aftan sem inniheldur ljósarönd milli horna bílsins. Í Mission R var bíllinn búinn 82 kWst raf hlöðum og tveimur öf l- ugum rafmótorum sem samtals skiluðu 1.073 hestöflum. Það þýddi að þessi bíll var aðeins 2,5 sek- úndur í hundraðið og með 290 km hámarkshraða. Ekki er talið líklegt að bíllinn verði svo öflugur þegar hann kemur á markað. Hann verður þó með lengra hjólhafi eins og sjá má af myndunum sem einnig sýna meiri skögun fyrir utan hjólin en búast mætti við, en það gæti verið hluti af felubúningi bílsins. Raf- hlaðan verður ekki undir bílnum eins og títt er um rafbíla heldur fyrir aftan farþegasætin svo að þyngdin verði sem næst miðju bílsins, líkt og í sportbílum sem búnir eru vélum á sama stað. n Fyrstu myndir af rafsportbíl Porsche Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. 60+ Á TENERIFE 5. JANÚAR Í 20 NÆTUR með Gunnari Svanlaugs 595 1000 www.heimsferdir.is 298.900 Flug & hótel frá 20 nætur Fararstjóri: Gunnar Svanlaugsson HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ Með SEA-undirvagninum undir minni EX-bílnum má búast við 66 kWst rafhlöðu og 440 km drægi en eins og sjá má er afturendi hans mjög svipaður hinum stærri EX90. MYNDIR/VOLVO Volvo EX90 verður búinn meiri radarbúnaði en áður ásamt myndavélum sem gera hann að öruggasta Volvo-bílnum hingað til. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Þjáist af liðverkjum? Viðkvæmt ónæmiskerfi? - Of hár blóðþrýstingur? Arctic Star sæbjúgnahylki eru framleidd úr íslenskum sæbjúgum sem eru með: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Fjölbreytar amínósýrur • Taurín • Chondroitin súlfat • Peptíð • Vítamín og steinefni. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is Næsta kynslóð 718-sportbílsins er hér vel falin undir núverandi kynslóð Boxster en sjá má að hjólhafið er lengra en áður. MYND/AUTO EXPRESS Útlínurnar sýna straumlínulaga bíl með frekar háum aftur- enda. MYNDIR/TOYOTA Framljósin verða í ætt við rafbíla Toy ota sem bendir til meiri rafbún- aðar en áður. 54 Bílar 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐBÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.