Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 32
Fyrir utan
að þurfa að
takast á við
sorgina og
söknuðinn
breytist svo
margt í
lífinu við
að vera
orðinn
einn.
Guðfinna Eydal
Mikilvægt er að minna
sig á að sorgarviðbrögð
eru ávallt einstaklings-
bundin og það er ekk-
ert rétt eða rangt við
það hvernig fólk bregst
við sorg.
Guðfinna Eydal sálfræðingur
og Anna Ingólfsdóttir rithöf-
undur gáfu nýlega út bókina
Makamissir. Bókin er leiðar-
vísir þar sem veitt er innsýn
í það sem gerist þegar ein-
staklingur missir maka sinn,
en bæði Anna og Guðfinna
hafa misst maka.
Guðfinna Eydal sálfræð-
ingur og Anna Ingólfs-
dót t ir r it höf u ndu r
eiga það sameiginlegt
að hafa orðið fyrir því
áfalli að hafa misst maka sína. Anna
missti mann sinn úr krabbameini
þegar hún var 35 ára með þrjú ung
börn, en eiginmaður Guðfinnu dó
skyndidauða 67 ára gamall.
Anna hafði ritað í dagbók um
líðan sína, sorg og vangaveltur í
veikindum og eftir andlát manns
síns. Hún kom að máli við Guðfinnu
og sýndi henni dagbókarfærslurnar.
Sem sálfræðingur sá Guðfinna að
dagbókarskrifin lýstu vel áfalli og
sorg við makamissi. Þannig hófst
samstarf þeirra, en þær gáfu nýlega
út bókina Makamissir, þar sem veitt
er innsýn í það sem gerist í lífi ein-
staklings þegar maki hans deyr.
Guðfinna segir að um 70 pró-
sent fólks verði fyrir einu eða fleiri
áföllum á lífsleiðinni. „Makamissir
er algengasta áfallið og talið vera
eitt það alvarlegasta,“ segir hún.
Guðfinna segir alla þá sem missa
einhvern sem þeir elska, fara í gegn-
um sorg og sýna ákveðin viðbrögð.
Fyrstu algengu viðbrögð við maka-
missi séu bæði sálræn og líkamleg.
Dæmi um sálræn viðbrögð eru
doði, kvíði, depurð, reiði og líkam-
leg viðbrögð geta verið innri óróleiki,
svefnleysi, niðurgangur og breyting-
ar á matarlyst svo eitthvað sé nefnt.
„Flestir leita sér ekki faglegrar
hjálpar, að minnsta kosti ekki til að
byrja með og fást við sorg sína með
sínum nánustu, bæði fjölskyldu og
vinum,“ segir Guðfinna.
„Ákveðinn hluti fólks á hins vegar
erfitt með að sætta sig við orðinn
hlut og lifa með missinum. Þau sýna
langvarandi vanlíðunarviðbrögð
og glíma gjarnan við heilsufars-
vanda. Um 10 prósent þjást af því
sem kallað er áfallastreituröskun
og svipað hlutfall fólks glímir við
það sem kallað er viðvarandi sorg.
Sérstaklega mikilvægt er fyrir þessa
hópa að leita sér faglegrar aðstoðar,“
bætir Guðfinna við.
Hún segir að það sem gerir maka-
missi sérstakan sem áfall sé að hann
grípi inn í líf fólks á afar afgerandi
og flókinn hátt. „Fyrir utan að þurfa
að takast á við sorgina og söknuð-
inn breytist svo margt í lífinu við að
vera orðinn einn,“ segir Guðfinna.
„Hlutverk og staða breytast. Fjár-
hagsstaða verður önnur. Besti vin-
urinn og sá sem þekkti þig best er
farinn. Nú þarf að endurskipuleggja
og endurmeta lífið á margvíslegan
hátt. Þú stendur á krossgötum.
Manneskjan þarf að kynnast sjálfri
sér upp á nýtt og miða allt við sig án
þess að geta leitað lengur samráðs
við maka sinn,“ útskýrir hún.
„Maður er líka að syrgja framtíð-
ina sem aldrei varð en átti að verða,“
segir Anna.
„Og svo er maður auðvitað
óendanlega sorgmæddur yfir sorg
barnanna sinna sem hafa misst for-
eldi sitt. Það er flókin staða að vera
orðin eina foreldrið. Að þurfa að
vera stoð og stytta fyrir börnin sín
á sama tíma og maður er að syrgja
sjálfur. Vert er að geta þess að um
100 börn missa foreldri sitt á hverju
ári á Íslandi,“ segir hún.
Nýlega var lagt fyrir fyrir Alþingi
frumvarp um sorgarleyfi vegna
makamissis. Með frumvarpinu er
lagt til að eftirlifandi maki með börn
í uppeldi fái sorgarleyfi. Guðfinna og
Anna eru sammála um að innihald
frumvarpsins sé mikilvægt.
Þá eru þær sammála um að auka
þurfi réttindi fólks sem verður fyrir
missi, þar sem vitað er að af leið-
ingar alvarlegra áfalla geta leitt
til langvarandi heilsubrests, sem
ómeðhöndlaður getur kostað sam-
félagið mikla fjármuni. Þó það taki
fólk mislangan tíma að læra að lifa
með missinum þá taki það yfirleitt
lengri tíma en samfélagið geri ráð
fyrir. Þetta sé reynsla f lestra sem
hafa þurft að fara í gegnum sára
sorg.
Guðfinna segir að umræða um
áföll hafi aukist undanfarin ár. Það
þurfi hins vegar, að hennar mati, að
gera málefni áfalla, sorgar og sorg-
arúrvinnslu enn betri skil.
„Tilgangur okkar með að skrifa
bókina Makamissir er liður í þess-
ari viðleitni og við erum sann-
færðar um það að þessi bók geti
verið mikilvæg hjálp fyrir marga,
bæði fyrir þá sem hafa nýlega misst
og ekki síður fyrir fólk sem hefur
misst maka sinn fyrir einhverjum
árum síðan,“ segir Guðfinna.
„Bókin getur einnig gagnast fyrir
fólk sem hefur ekki reynslu af maka-
missi en vill setja sig inn í málefnið.
Hún er einnig ætluð fyrir þá sem
vinna með fólk í tengslum við áföll,“
bætir Guðfinna við. n
Flókið áfall þegar maki deyr
12 boðorð eftir makamissi:
n Hlúa að sér og virða tilfinningar sínar
n Taka út þjáninguna og fara í gegnum sorgina
n Sýna þrautseigju og úthald
n Halda í vonina og efla jákvætt hugarfar
n Finna fyrir þakklæti fyrir að hafa átt makann
n Varðveita dýrmætar minningar
n Taka lífinu ekki sem sjálfsögðu
n Hugsa um dauðann
n Skynja eigið mikilvægi fyrir sína nánustu
n Afla sér þekkingar um áföll
n Hafa samkennd með sjálfum sér og öðrum
n Finna lífi sínu tilgang
Guðfinna Eydal og Anna Ingólfsdóttir unnu saman að bókinni Makamissir, en þær eiga það sameiginlegt að hafa misst maka. Þær segja fæsta sem lenda í slíku áfalli leita sér faglegrar aðstoðar, að
minnsta kosti ekki til að byrja með. Mikilvægt sé fyrir ákveðna hópa sem missa maka sinn að fá faglega aðstoð. Sér í lagi þau sem fá áfallastreituröskun eða viðvarandi sorg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
32 Helgin 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ