Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 71
Upphaflega var
eingöngu horft á
reksturinn sem fjáröflun
en síðustu ár hefur
áhersla eigenda á skaða
minnkun orðið mikil
vægari.
Rauði krossinn á Íslandi á
68,75% eignarhlut í Íslands-
spilum og er sá hlutur einn
mikilvægasti tekjustofn
félagsins.
Tekjurnar frá Íslandsspilum gera
Rauða krossinum kleift að halda
uppi neyðarvörnum vegna áfalla
og hamfara og vinna að hjálpar- og
mannúðarstarfi á Íslandi sem og
erlendis.
Ívar Kristinsson er stjórnarmað-
ur í stjórn Rauða krossins. Spurður
að því af hverju Rauði krossinn
sé að stunda fjáröflun í gegnum
rekstur spilakassa segir hann:
„Sögu tíkallakassa Rauða
krossins má rekja aftur til ársins
1972 þegar fjárþörf til hjálparstarfs
jókst óvænt gríðarlega í kjölfar
Vestmannaeyjagossins. Kössunum
fjölgaði svo í takti við aukna tekju-
þörf og var tekjunum varið meðal
annars til byggingar sjúkrahótels,
kaupa á sjúkrabifreiðum og rekstr-
ar þeirra, til neyðarvarna, félagslegs
hjálparstarfs og heilbrigðisfræðslu
um land allt,“ segir Ívar.
Hann segir að í dag sé Íslandsspil
sameignarfélag í eigu Rauða kross-
ins á Íslandi og Slysavarnafélagsins
Landsbjargar og séu spilakassar
reknir enn í dag til fjáröflunar.
„Fjármunir fara til þessara eigenda,
sem nýta þá til samfélagslegra
verkefna,“ segir Ívar.
Hvernig eru peningarnir not
aðir?
„Rauði krossinn nýtir tekjurnar
með margvíslegum hætti. Lang-
stærsti hluti tekna fer til hjálpar-
starfs innanlands svo sem Rauða-
krossdeilda um allt land, styðja
við grunnuppbyggingu félagsins
í gegnum landsskrifstofu, skaða-
minnkunarverkefnisins Frú Ragn-
heiðar, Hjálparsímans 1717, verk-
efna til aðstoðar föngum og fólks
af erlendum uppruna, verkefna á
sviði neyðarvarna innanlands, og
til sjúkrabílasjóðs.“
Samfélagsábyrgð mikilvæg
Hvernig reynið þið að takmarka
skaðann sem spilakassar geta
valdið?
„Upphaflega var eingöngu horft
á reksturinn sem fjáröflun en
síðustu ár hefur áhersla eigenda á
skaðaminnkun orðið mikilvægari.
Samfélagsábyrgð er eigendum
Íslandsspila mikilvæg. Þannig
styrkja Íslandsspil rannsóknir á
spilavanda, SÁÁ er styrkt til þróun-
ar á úrræðum og meðferð sem og
þátttöku í norrænu samstarfi á
sviði ábyrgrar spilunar. Auk þess er
lögð áhersla á fræðslu og lágmarks-
aldur og verkefnið Ábyrg spilun
hefur verið unnið í góðu samstarfi
við Happdrætti Háskóla Íslands til
fjölda ára,“ segir Ívar.
Af hverju er betra að góðgerðar
samtök geri þetta frekar en fyrir
tæki sem eru rekin í hagnaðarskyni?
„Á Norðurlöndum og í þeim
löndum sem við berum okkur
almennt saman við, er rekstur
happdrætta, svo sem spilakassa,
lottós og getrauna, leyfisskyldur
markaður og tekjur renna til
samfélagsins. Félagasamtök
eru betur til þess fallin að reka
spilakassa en einkaaðilar, vegna
þess að fjármunirnir fara aftur
til samfélagsins og vegna þess að
eðli góðgerðarsamtaka tryggir að
skaðaminnkun verði alltaf mikil-
vægur þáttur af starfseminni.
Íslandsspil hafa horft til Norður-
landanna varðandi úrræði til
skaðaminnkunar. Þar hafa spila-
kort verið innleidd þvert yfir öll
peningaspil og þar hefur í reynd
allur markaðurinn: spilakassar,
lottó, getraunir og fleira, verið
sameinað í eitt fyrirtæki þar sem
skaðaminnkun er hornsteinn
starfseminnar.
Má stórbæta umhverfi
happdrætta hér á landi
Norðurlöndin styðjast því við
svokallað „monopoly“ sem byggir
á því að þetta sé ekki markaður
þar sem samkeppni er æskileg.
Upptaka spilakorta, hvernig sem
það er útfært (til dæmis með appi),
hefur reynst vel. Með spilakorti
þarf spilari að skrá sig inn og setja
sér „mörk“ áður en hægt er að
spila. Þannig er hægt að fylgjast
með spilun sinni, setja sér hámark
sem varið er til spilunar. Einn-
ig getur viðkomandi lokað á sig
frá allri spilun, sem hefur reynst
einstaklingum sem glíma við spila-
vanda vel. Þá opnast sá möguleiki
að hægt sé að grípa inn í óæskileg
spilamynstur og bjóða ráðgjöf
vegna spilavanda.“
Spurður hvernig Rauði krossinn
vilji sjá reglur varðandi fjárhættu-
spil þróast segir Ívar:
„Því hefur verið haldið fram að
best væri að loka spilakössum og
við það verði spilavanda útrýmt.
Hins vegar er reynslan sú að „bann“
myndi ekki koma í veg fyrir spila-
vanda heldur færist hann til ólög-
legrar starfsemi.
Hins vegar má stórbæta umhverfi
happdrætta á Íslandi og hafa
eigendur Íslandsspila einna helst
horft til hinna Norðurlandanna í
því skyni. Best væri að hér á landi
væri starfrækt eitt fyrirtæki, eins
og þar tíðkast, þar sem hornsteinn
rekstursins væri skaðaminnkun.
Við teljum slíkt fyrirkomulag bestu
leiðina til að stuðla að skaðaminnk-
un,“ segir Ívar. n
Fjármunir fara aftur til samfélagsins
Ívar segir að
Rauði krossinn
nýti tekjurnar af
spilakössunum
með margvís-
legum hætti.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Vinaverkefni Rauða kross-
ins snúast um að styrkja
og efla félagslega þátttöku
þeirra sem taka þátt.
Karen Björg Jóhannsdóttir er
verkefnastjóri hunda- og símavina
hjá Rauða krossinum og spurð um
þessi verkefni segir hún:
„Vinaverkefnin eru félagsleg
verkefni Rauða krossins. Þau hafa
það markmið að sporna gegn
félagslegri einangrun og efla
samfélagslega þátttöku þeirra
sem óska eftir því. Hér er samvera
nokkurs konar undirstaða þess
að hjálpa einstaklingum að skapa
góð tengsl. Hlutverk sjálf boða-
liða er því fyrst og fremst að veita
félagsskap, nærveru og hlýju, þar
sem unnið er út frá þörfum þeirra
sem óska eftir aðstoðinni hverju
sinni,“ segir Karen.
Hvernig ganga þessi verkefni
fyrir sig?
„Útfærslur vinaverkefnanna eru
afar fjölbreyttar og þau eru mörg
enda eru þarfir þeirra sem óska
eftir aðstoðinni misjafnar. Ferlið
sjálft byrjar með rafrænni umsókn
á vef Rauða krossins. Í beinu fram-
haldi af því hefur verkefnastjóri
samband og kemur umsókn í ferli.
Vinaverkefnin eru unnin undir
formerkjunum gönguvinir, heim-
sóknarvinir, hundavinir, síma-
vinir, auk vinahópa. Í gönguvinum
er til dæmis farið í göngutúr, með
áherslu á óskir og getu þeirra sem
ganga saman. Í heimsóknarvinum
koma vinir í heimsókn viku-
lega þar sem ýmislegt gæti verið
gert, sumir vilja fara á kaffihús á
meðan aðrir vilja bara fá innlit á
sitt heimili og enn aðrir kjósa að
kíkja í bíltúr. Símavinir eru, líkt
og nafnið gefur til kynna, vinir
sem heyrast 1–2 sinnum í viku að
meðaltali 20–45 mínútur í senn.
Að síðustu má ekki gleyma hunda-
vinum, en það eru heimsóknar-
vinir með hund sem kíkja annað
hvort í heimsókn eða í göngutúr
með sínum vinum,“ segir Karen.
Sjálfboðaliðastörf Rauða
krossins eru mjög gefandi
Karen segir að vinaverkefnin séu
fyrir einstaklinga í samfélaginu
sem upplifa sig einmana og/eða
upplifa einangrun.
Hverjir geta tekið þátt í sjálf
boðaliðastarfi?
„Þeir sjálf boðaliðar sem ganga
til liðs við vinaverkefni hafa helst
minnst á það hversu mikið það
gefur þeim sjálfum að geta gefið af
sér til þeirra sem óska eftir slíkri
félagslegri aðstoð.
Gott er að taka hér fram að
kostir þess að taka að sér sjálf-
boðaliðastarf eru óumdeilanlegir.
Það er nokkuð sama hvernig rann-
sóknir eru skoðaðar því sjálf-
boðaliðastarf er með afar jákvæða
tengingu milli lífsánægju og heilsu
meðal fullorðinna einstaklinga
sem því sinna.
Við hjá vinaverkefnum Rauða
krossins viljum endilega hvetja
áhugasama til þess að sækja um
að gerast sjálfboðaliðar. Ávinn-
ingurinn er mikill og ómetanlegur
fyrir þá sem þiggja aðstoð ykkar
og er alltaf þörf á dugmiklum og
öflugum sjálfboðaliðum. Verið
hjartanlega velkomin.“
Hvaða gagn gerir þetta fyrir þá
sem óska eftir aðstoðinni?
„Fyrir þá sem óska eftir þessari
aðstoð, þá gefur þetta ómetan-
lega hlýju og nærveru. Ekkert
okkar vill upplifa sig einmana eða
einangrað en stundum eru slíkar
aðstæður óumflýjanlegar og þegar
svo ber við þá getur það gefið ein-
staklingum mikið að vita til þess
að þau sem geta, séu tilbúin til þess
að veita félagslega aðstoð sína í
sjálfboðaliðastarfi þar sem óskað
er eftir því,“ segir Karen.
Einmanaleiki er heilsuspillandi
„Skilgreiningin á félagslegri ein-
angrun er að einstaklingur hefur
mjög lítil tengsl við fjölskyldu,
ættingja, vini og nánasta umhverfi.
Þetta er afleiðing landfræðilegra,
líkamlegra og fjárhagslegra hindr-
ana. Félagsleg einangrun leiðir
yfirleitt til einmanaleika.
Rannsóknir hafa sýnt fram
á það að það er mikil fylgni á
milli einmanaleika og truflunar
í ónæmiskerfi. Sem þýðir að fólk
verður miklu opnara fyrir sjúk-
dómum, til dæmis veirusýkingum,
krabbameini og jafnvel Alzheimer.
Rannsóknir hafa einnig sýnt fram
á að fólk sem upplifir félagslega
einangrun og/eða einmanaleika
sé líklegra til að þjást af þunglyndi
og lakara heilsufari. Með bættri
félagslegri líðan minnka líkur
á líkamlegum vandamálum og
sjúkdómum, sem þar af leiðandi
léttir á heilbrigðiskerfinu,“ segir
Karen. n
Sporna gegn félagslegri einangrun
Karen Björg ásamt hundinum Spora, sem er blendingur úr Nova Scotia Retriver, Border Collie og íslenskum fjárhundi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hlutverk sjálfboða
liða í vinaverk
efnum er fyrst og fremst
að veita félagsskap,
nærveru og hlýju þó svo
að útfærslurnar kunni að
vera af ýmsu tagi.
Karen Björg Jóhannsdóttir
5LAUGARDAGUR 12. nóvember 2022 Hjálpin