Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1982, Page 4

Símablaðið - 01.12.1982, Page 4
Meiri menntun hæfara starfsfólk — betri þjónusta Ágúst Geirsson Fra fyrstu tíð hefur F.Í.S. lagt mikla áherslu á menntun símamanna og þýðingu hennar fyrir stéttina og ekki síður stofnunina, og þá þjónustu sem hún á að inna af hendi í þjóðfélaginu. Strax við stofnun félagsins árið 1915 var ákveðið að gefa út sérstakt málgagn sem hefði ekki hvað síst það hlutverk að fræða félagsmenn og reyndar allan almenning um þau fræði sem starfsemi Símans byggði á, enda mjög takmörkuð þekking á þeim málum í landinu á þeim tíma. 1 fyrsta tölublaðinu af „Elektron“ rúmum mánuði síðar sagði í kynningu að það myndi aðallega flytja „greinar og frjettir um firðritun og firðtölun“. Og í þessu fyrsta blaði eru m.a. greinar, sem bera heitin: „Hvað er Volt, Anpére . . .?, „Þráðlaus firðritun“ og „Rafmagn, súrefni og rafmagnssúrefni“. Æ síðan hefur það verið hlutverk blaðsins og félagsins að halda uppi merki aukinnar fræðslu og menntunar stéttarinnar. Stærsta framfaraskrefið í þeim efnum var að mínu áliti stigið með stofnun formlegs skóla 1968. Þá hafði að vísu um langan tíma verið haldið uppi kennslu í ýmsum greinum, en að áliti F.Í.S. voru kennslumál stofnunarinnar óskipuleg og of laus í reipunum. Félagið beitti sér mjög fyrir bættri meðferð þessara mála og eftir samninga þess við fjár- málaráðuneytið um framhaldsnám tæknimanna í ársbyrjun 1966 jókst verulega þörfin á því að þessi mál væru tekin fastari tökum. Með það að markmiði átti félagið viðræður við ráða- menn stofnunarinnar, sem lauk með því að þáverandi póst- og símamálaráðherra Ingóifur Jónsson gaf út reglugerðina um Póst- og símaskólann. Og þegar í Ijós kom að félagið fékk ekki fulltrúa í þeirri 5 manna skólanefnd sem póst- og símamálastjóri skipaði samkv. reglugerðinni setti ráðherra viðbótarákvæði sem tryggði félaginu fulltrúa til frambúðar í skólanefnd. Frá stofnun skólans hefur orðið mjög jákvæð þróun í fræðslumálun stofnunarinnar, öll aðstaða bætt, kennslan aukin og námið fært í fastara form. Betur má þó ef duga skal. Ennþá erum við miklir eftirbátar kollega okkar á hinum norðurlöndunum, þar sem verulega stærri hluti er lagður í kennslumálin, og ennþá er hér margt ógert eða lítt gert í þessum efnum. Ekki er ástæða til neinnar svartsýni að þessu leyti, enda hefur verið vaxandi skilningur á mikilvægi menntunar starfsmanna bæði frá sjónarhóli stofnunarinnar og starfsmanna sjálfra, menntunar sem nauðsynleg er til að leysa þau verkefni sem stofnuninni er ætlað og menntunar 62 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.