Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1982, Síða 12

Símablaðið - 01.12.1982, Síða 12
Rósa Gunnarsdóttir. Skrifstofumaður, Skrifstofa Símstöðvarinnar í Reykjavík. Starfsaldur: 35 ár. Mjög lélegir samningar. Eins til tveggja flokka hækk- un eyðist strax í þeirri óða- verðbólgu, sem er á íslandi. Þessir kjarasamningar eru ef til vill ekki mikið lakari en undanfarin ár. Launin hafa alltaf verið lág. Með sparsemi er ég og hef verið, aðeins mat- vinningur. Svo mun verða áfram. Ámundi Ævar. Deildarverkstjóri í radíóbirgðadeild. Starfsaldur: 20 ár. í nýafstöðnum kjarasamn- ingum er margt sem ber að fagna því fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Má þar nefna fjarvistarétt foreldra vegna veikinda 70 SÍMABLAÐIÐ barna, lengingu hvers orlofs- tímabils, hækkun orlofspró- sentu á yfirvinnu og hækkun vaktaálags. Eigi að síður verð- um við, opinberir starfsmenn, að standa stöðugt á verði í kjarabaráttu okkar. Enn er ekki hægt að lifa mannsæm- andi lífi af laununum án þess að óhóflegur vinnutími komi til. Sá áfangi hefði mátt vera nær eftir þessa samninga. Ánægjulegt er þó að samn- ingar náðust áður en sorfið var til stáls. Kolbrún Ármannsdóttir. Skrifstofumaður, Símstöðin Egilsstöðum. Starfsaldur: 22 ár. Kostir nýju samnganna: Lenging orlofs, heimild til að nýta hluta af áunnum veik- indarétti vegna veikinda barna, starfsaldurshækkanir. Ókostir: Ekki hefur náðst launajöfnuður við svokallað- an frjálsan vinnumarkað, þrátt fyrir gefin loforð, hvað þá jöfnuður milli kynja, og sýnist mér að þar hafi bilið breikkað. Hvað störf skrifstofu- manna varðar, vil ég benda á, að það verður ekki endalaust hægt að flytja fólk með starfs- aldurshækkanir í þau störf og gæti orðið erfitt fyrir Stofn- unina að manna þau á ný með þeirri grunnröðun sem nú er. Halldór Sigurþórsson. Símvirki, Lóranstöðin, Gufuskálum. Starfsaldur: 8 ár. Það sem mér finnst helst að þessum samningum er að ekki hafa verið sett sem skilyrði fyrir vísitöluskerðingunni, að kaupgjald og lánskjaravísitala fylgist að. Eins finnst mér atriðið um endurmenntunina helst til laust í reipunum. Hvað kaupið varðar finnst mér bilið milli okkar símvirkj- anna og sambærilegra stétta alltaf vera að breikka. Jón Skagfjörð. Stöðvarstjóri, Símstöðin Selfossi. Starfsaldur: 36 ár. Ég er ánægður með samn- ingana og þá miða ég við þær starfsaldursviðurkenningar sem komu fram.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.