Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 19
Starfsréttindi
símvirkja
Símvirki = rafeindavirki — fjarskiptasvið
Texti: Þorsteinn Óskarsson
Þorsteinn Óskarsson
Svo lengi sem ég man eftir mér hjá Síman-
um, eða frá því að ég hóf þar nám í símvirkjun
á haustmánuðum 1952 hefur það verið efst í
huga símvirkja að fá nám sitt viðurkennt og
starfsréttindi tryggð.
Lengi vel gerðist lítið í þessum málum ann-
að en að 5. deild F.Í.S., en þar eru símvirkjar
að mestu, gerði ályktanir um málið og þar við
sat.
Starfsréttindin voru að vísu nokkuð trygg
þar sem Síminn hafði mest öll störf símvirkja
á sínum vegum — en námið fór fram í Póst-
og símaskólanum og heyrði ekki undir hið
almenna fræðslukerfi í landinu.
Skriður kemst á
Svo var það eftir margar, margar ályktanir
að Menntamálaráðuneytið skipaði nefnd 27.
febrúar 1976 til þess að gera tillögur um nám
og réttindi þeirra er vinna við „smástraums-
tæki“. Nefndin var þannig skipuð:
Ágúst Geirsson, tilnefndur af starfsfélögum
Pósts og Síma, Halldór Arnórsson, tilnefndur
af Iðnskólanum í Reykjavík, Haraldur Sig-
urðsson, tilnefndur af Póst- og símamála-
stjórn, Sigursteinn Hersveinsson, tilnefndur
af sveinum og meisturum í útvarpsvirkjun og
Óskar Guðmundsson, formaður án tilnefn-
ingar.
Starfsmaður nefndarinnar var Stefán Guð-
jónsson tæknifræðingur.
Nefndin hóf störf og skilaði mjög vel unnu
og ítarlegu nefndaráliti upp á 127 blaðsíður
er stjórn 5. deildar F.Í.S. fékk til umsagnar,
ásamt öðrum umsagnaraðilum í júní 1977.
Umsögn stjórnar- og
trúnaðarmannaráðs 5. deildar.
Stjórn og trúnaðarmannaráð 5. deildar
F.Í.S. lýsti yfir fyllsta stuðningi við tillögur
smástraumsnefndar með bréfi dagsettu 7. júlí
1977. Undir það bréf rita Þorsteinn Óskarsson
formaður deildarinnar og Karl Guðmundsson
ritari.
Hér verður stuttlega greint frá nokkrum
þáttum úr nefndarálitinu „Um menntun og
réttindi í rafeindagreinum" (bláa bókin).
í upphafi inngangs segir:
í skýrslu þessari munu „menn sem vinna við
smástraumstæki“ nefndir rafeindavirkjar.
Gert er ráð fyrir því að endurskipulagt verði
rafeindavirkjanám þ.e.a.s. útvarps-skriftvéla-
og símvirkjanám þannig að allir ljúki námi í
RAFEINDAVIRKJUN sem yrði ein iðngrein
með 4 sérhæfingarsviðum:
Útvarpssvið.
Fjarskiptasvið.
Rannsóknartækja- og sjálfvirknisvið.
Tölvusvið.
öert er ráð fyrir því að nám sé sameiginlegt
fyrstu tvö árin — rafeindaiðji — og síðan tvö
ár á sérhæfingasviði — rafeindavirki (sjá nán-
ar meðfylgjandi teikningu).
í nefndarálitinu segir m.a.:
Nefndin telur að mikilvægt sé fyrir innlenda
þróun á rafeindatæknisviði að rafeindavirkj-
ar á hinum ýmsu sviðum eigi greiðan aðgang
að framhaldsmenntun við sitt hæfi“.
— og —
Til framhaldsmenntunar mundu teljast:
— Eftir- og framhaldsmenntunarnámskeið
(áfangar).
SIMABLAOH)
77