Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1982, Page 22

Símablaðið - 01.12.1982, Page 22
tækið aftur ef það þyrfti að fá þjónustu frá fyrirtækinu annars yrði það sektað um 25 dollara. Hvað yrði þetta kallað á íslandi? Trú- lega helvítis ófrelsi — eða hvað? Margt hefur verið sagt um síma og „síma- frelsi?“ á íslandi og í útlöndum, en því miður er fæst af því mikið hugsað. í framhaldi af umræðum á Alþingi var síð- an gefin út reglugerð um innflutning og sölu símtækja. Félaginu (F.Í.S.) tókst að tryggja það við útgáfu þessarar reglugerðar og í framhaldi af henni að símvirkjar og línumenn héldu sínum störfum. Þeir aðilar sem flytja inn og selja símtæki verða að hafa í þjónustu sinni sím- virkja eða línumann til þess að annast viðhald tækja. Einnig er það athyglisvert að reglugerð- in gerir aðeins ráð fyrir innflutningi og sölu tækja. Öll vinna við ídrátt, lagnir, og tenging- ar er áfram í höndum tæknimanna Símans. Reglugerð sem margir héldu að yrði til þess að fjöldi einkaaðila færu að vinna þau störf sem tæknimenn símans hafa haft til þessa varð þvert á móti til þess að tryggja um sinn störf þeirra. Reglugerðarsetning varð meðal annars til þess að F.Í.S. tókst að snúa vörn í sókn þegar felld voru út ákvæði í gjaldskrá Póst og síma er heimiluðu rafverktökum símavinnu. Staðan eins og hún er í dag er fengin með langri baráttu Félags íslenskra Símamanna sem þarf að gæta hagsmuna jafnt símvirkja og línumanna, sem og annarra starfshópa fé- lagsins. Bókun er nú komin inn í sérkjara- samning F.Í.S. og samninga ríkisins varðandi réttindi línumanna og símsmiða. Hvað er að gerast nú og á næstunni? Hér á undan hefur verið skýrt frá nefndar- áliti smástraumsnefndar og löggildingu. Einn- ig hefur verið skýrt frá baráttu fyrir því að tryggja starfsréttindi símvirkja og línumanna m.a. með því að fyrirbyggja að störfin yrðu flutt frá ríkinu út á almennan vinnumarkað. En er þetta nægjanlegt? Eru starfsréttindi tryggð með þessu móti? Vissulega ekki. Innan ríkiskerfisins sækja t.d. tæknifræð- ingar mjög í stöður símvirkja með dyggum stuðningi háskólaborgara innan kerfisins. Þarna er verk að vinna. En það verður ekki gert nema símvirkjar séu vakandi og samstíga 80 SÍMABLAÐIÐ — ALLIR SEM EINN. Það sem gerist í baráttunni fyrir námsréttindum starfsréttindum og félagsréttindum símvirkja veltur allt á okkur sjálfum. Hverjum einum og einasta símvirkja verður að vera ljóst að allt það sem gerist á næstunni er undir honum komið. Það sem kann að vera gert í okkar nafni — komi ekki samhugur og samstaða til — getur orðið verra en ógert. Það ákveður það enginn einn maður eða tveir hvernig okkar málum verður háttað í framtíðinni. Skiptir það þá einu hvort verið er að ræða rétt til náms, starfs eða félags. Fulltrúi okkar símvirkja Halldór Lárusson vinnur nú ágætt starf í starfsréttindanefnd rafeindavirkja. Eftir er að koma áliti smá- straumsnefndar til framkvæmda að einhverju eða öllu leyti. Eftir er að skoða félagslega stöðu rafvirkja. Hvort hún verður óbreytt eða breytt. Það verður ekki gert með neinum árangri nema símvirkjar verði þar allir virkir þátttakendur. Á fundum, í trúnaðarmanna- ráðum, í nefndum og stjórnum. Hvar sem þeir koma við sögu. Allt sem gerist verður að byggja á vilja hins almenna félaga annars get- ur útkoman orðið sú að stofnað verði eitt félag símvirkja til viðbótar við þau þrjú sem fyrir eru, en þau eru: F.Í.S. — Aðallega 5. deild og svo einstakl- ingar á landsbyggðinni í umdæmisdeildum F.Í.S. Félag rafeindavirkja — í því eru símvirkjar á almennum vinnumarkaði. Símvirkjafélag íslands — í því er hluti þeirra símvirkja sem eru í F.Í.S. Tvö fyrrnefndu félögin fara með samninga símvirkja/rafeindavirkja. Það fyrra við ríkið og hið síðara á almennum markaði. Símvirkjafélag íslands var stofnað með það markmið í huga að sameina alla símvirkja í einu félagi. Það hefur ekki tekist, og sýnist tími til kominn að draga lærdóma af því. Það sem hér hefur verið ritað á að varpa ljósi á merk tímamót í réttindabaráttu sím- virkja. Sá ávinningur er þessi tímamót gætu leitt af sér er undir félagslegri vinnu símvirkja kominn. Þ.Ó.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.