Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1982, Page 33

Símablaðið - 01.12.1982, Page 33
Þessi mynd birtist í Speglinum 1. desember 1932, en þá var Guðmundur Hlíðdal Póst- og símamálastjóri. Barnshafandi konur afneita tölvuskermum Barnshafandi konur hjá kanadíska síma- fyrirtækinu „Bell Canada“, hafa öðlast rétt til að neita að starfa við tölvuskerma. Þetta gerðist eftir að stéttarfélag þeirra, „Communi- cations Workers of Canada“, lét málið til sín taka. Störf við tölvuskerma er ekki nýtt vandamál, en urðu mjög umtöluð, þegar fjórir tölvustarfsmenn fæddu vansköpuð börn. Samningurinn við stéttarfélögin var gerður, eftir að nokkrir starfsmenn notfærðu sér grein í kanadisku vinnulöggjöfinni, sem leyfir þeim að neita að vinna þau störf sem þeir telja heilsuspillandi. Stéttarfélagið krafðist þess, að allar barnshafandi konur, sem teldu öryggi sínu hættu búna af að vinna við tölvuskerma, skyldu eiga kröfu á að verða færðar í annað skyldu eiga kröfu á að verða færðar í annað starf. Einnig var krafist rannsóknar á því hvort tengsl væru á milli tölvuvinnu og fóstur- skaða eða hvort um tilviljanir væri að ræða. „Bell Canada" var jákvætt gagnvart kröfu stéttarfélagsins. Barnshafandi konur geta valið milli orlofs án launa, eða vera fluttar yfir í annað starf. Stéttarfélagið og vinnuveitand- inn hafa í samvinnu hafið rannsókn á heilsu- og öryggismálum í sambandi við tölvuskerma. Einn sá þáttur sem ganga skal úr skugga um, er einmitt sú áhætta sem kann að vera sam- fara því, að barnshafandi konur starfi við tölvuskerma. Þýtt úr PTTI, fréttablaði Kristjana H. Guðmundsdóttir SÍMABLAÐIÐ 91

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.