Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1982, Side 36

Símablaðið - 01.12.1982, Side 36
SIGLT MEÐ NORNINNI UM FAXAFLÓA Texti Og myndir: Þorsteinn Óskarsson. Hvað gera félagar okkar í F.Í.S. í frístundum sínum? Horfa á Video — Spila á spil — Lesa — Drekka — Horfa á sjónvarp — Veiða — Sigla — Tefla — Hlaupa — Sparka — Skoða naflann sinn — Mála — Ferðast — Teikna — Skrifa í Símablaðið? í þessu blaði og næstu blöðum er ætlunin að kynna eitthvað af því sem símamenn gera í fristundum sínum. Góður sunnudagur Einhverntíma í vor las ég í blaði framtíðar- draum manns sem hugsaði til þess tíma er hann gæti farið að gera það sem hann langaði helst til. Draumurinn var svona: Þegar krakkarnir eru farin að heiman þá sel ég einbýlishúsið og kaupi mér hæfilega stóra íbúð. Fyrir mismuninn kaupi ég svo segl- skútu. Á þessari skútu sigli ég svo í kring um hnöttinn næstu tvö til þrjú árin. Ja hérna. — Hver á sér ekki draum. Þessi var nú nokkuð stór í sniðum. Svo var það einn dag í september að ég hitti hann Andrés Adolfsson deildarstjóra hjá birgðavörslunni að Sölvhólsgötu 11 og spurði, „Hvernig gengur með skútusmíðina?“ í fyrravetur hafði Andrés nefnilega sagt mér að hann væri að smíða skútu. „Vel“, sagði Andrés. „Ég er búinn að sigla henni í surnar". „Gæti ég fengið að sjá hana?“ „Viltu koma með um næstu helgi?“ „Að sigla?“ „Já“. „Jahá!“ Svo var pað síðasta sunnudaginn í sept- ember að Andrés hringdi. Á leiðinni suður í Kópavog hugsaði ég um það hverskonar skúta þetta væri. Líklega væri hún yfirbyggð. Tæki hún 2 til 3 farþega spurði ég sjálfan mig. Þegar ég kom að bátalægi þeirra Kópavogs- búa leit ég út á leguna þar voru margar fagrar skútur stórar og smáar. Frá einni af þeim stærri kom maður róandi á skipsjullu. Það var Andrés. Farðu í björgunarvesti Steini, sagði Andrés. Flest slysin verða milli skips og bryggju. Eftir að við höfðum farið í vestin sonur minn og ég stigum við um borð í julluna. Og svo nálguð- umst við skútuna. Hún stækkaði og stækkaði eftir því sem nær dró. Svört á skrokkinn með hvíta hástokka og yfirbyggingu. Nornin heitir hún 28 feta löng. Þegar við vorum að ganga upp skipsstig- ann kallaði glaðleg rödd. — „Má ekki bjóða ykkur í kaffi“. Röddin kom neðan úr káetu en þar var Sigríður kona Andrésar að hella ný- löguðu kaffi í könnur og bauð upp á það með smurðu brauði. Meðan við vorum að gæða 94 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.