Fréttablaðið - 19.11.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 19.11.2022, Síða 10
Íbúi í hjólhýsabyggðinni í Laugardalnum fær ekki að hafa lögheimili heima hjá sér og er því í raun heimilislaus samkvæmt kerfinu. Hún segir stjórnvöld gaslýsa almenning til að telja fólki trú um að það sé búið að gera mikið fyrir öryrkja. sigurjon@frettabladid.is SAMFÉLAG Geirdís Hanna Kristjáns­ dóttir er 47 ára gömul og er öryrki. Hún hefur búið í hjólhýsabyggðinni í Laugardalnum síðastliðin tvö og hálft ár í hjólhýsi sem hún á sjálf. Í hjólhýsabyggðinni búa fimmtán einstaklingar í tíu mismunandi tækjum. „Ég er öryrki með tekjur frá Tryggingastofnun og er að fá 225 þúsund útborgað þaðan á mánuði. Þannig að ég er ekki einu sinni með laun til þess að vera á leigumarkaði vegna þess að ég get ekki staðið undir mánaðarlegum afborgunum af leigu,“ segir Geirdís. Allan þann tíma sem Geirdís hefur búið í Laugardalnum hefur henni ekki verið leyft að hafa lög­ heimili á sínu eigin heimili, en ekki er leyfilegt að hafa lögheimili í hjól­ hýsum. „Ég bý í mínu eigin húsnæði og engum háð nema sjálfri mér,“ segir hún. „Það eina sem ég er háð er þeim samningum sem Reykjavíkurborg nær við Farfugla um okkar veru á svæðinu,“ segir Geirdís en Far­ fuglar sjá um rekstur tjaldstæðisins í Laugardal, þar sem hjólhýsabyggðin er staðsett. „Þess utan hefur það valdið okkur öllum kvíða hvernig staðan er búin að vera og hversu erfitt það hefur verið að ná góðri samvinnu. Ef horft er fram hjá því, þá líður mér mjög vel,“ segir hún. Geirdís er skráð sem „óstaðsett í hús“ vegna þess að hún fær ekki að hafa lögheimili sitt heima hjá sér og samkvæmt kerfinu er hún heimilislaus. Það felur í sér ýmsar skerðingar. „Ég fæ þar af leiðandi ekki það sem heitir heimilisuppbót frá Tryggingastofnun og samkvæmt nýjustu tölum, þá er heimilisuppbót um 700 þúsund á ári,“ segir hún. Heimilisuppbótin er hugsuð fyrir fólk sem er á örorku og býr eitt. Geir­ dís segist tikka í öll þau box, nema að hún er hvergi með skráð lög­ heimili og fær því ekki þessa upp­ bót. „Ef ég væri að leigja, þá myndi ég bara drukkna í öðrum kostnaði. Fengi ég þetta núna þar sem ég bý, þá myndi það strax létta undir,“ segir Geirdís. „Þó ég „eigi hvergi heima“ þá á ég samt heimili og ég er virkur sam­ félagsþegn. Ég hef reynt að fara á vinnumarkaðinn en mér hefur verið refsað harkalega fyrir það, vegna þess að skerðingar kerfisins eru svo miklar,“ segir Geirdís. Hún segir ýmsar skerðingar fylgja því að vera með lítinn pening á milli handanna í hverjum mánuði. „Ég hef ekki farið til tannlæknis í þrett­ án ár vegna þess að ég hef ekki efni á því. Ég fer kannski einu sinni á fimm ára fresti á stofu til þess að láta klippa á mér hárið, annars á ég fína græju sem ég renni sjálf í gegnum hausinn minn,“ segir hún og bætir við að fyrir henni sé þetta lúxus. Þá nefnir Geirdís einnig bíó, tónleika og leikhús meðal annars. „Þetta er munaðarvara fyrir okkur.“ Hún segir þetta geta haft félagslegar afleiðingar í för með sér og að fólk geti einangrast vegna þessa. Sjálf er Geirdís dugleg að taka þátt í félagsstarfi en hún segist gera það til þess að halda sér gangandi. „Ég er í námi til viðurkenningar bókara. Ég er að sinna sjálf boðastarfi hjá Pepp, grasrót fólks í fátækt, og svo stunda ég keilu sem keppnisíþrótt. Það er svona eitt og annað sem ég er að gera.“ Geirdís segir stjórnvöld gaslýsa ákveðna hópa samfélagsins. „Það er verið að gaslýsa okkur, það er verið að reyna að telja okkur trú um að það sé búið að gera svo vel við öryrkja, en það er bara ekki rétt,“ segir hún. n Ég hef ekki farið til tannlæknis í þrettán ár vegna þess að ég hef ekki efni á því. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, öryrki í hjól- hýsabyggðinni í Laugardalnum Fimmtán manns eru búsettir í tíu tækjum í hjólhýsabyggðinni í Laugardal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Segir stjórnvöld gaslýsa öryrkja www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400 PUNTA CANA Vista Sol Hotel **** Beach Resort - Allt innifalið Vista Sol er glæsileg resort sem er staðsett við hina frægu strönd “Playa Bávaró”. Verð frá 279.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 25. nóvember - 04. desember Innifalið í verði - Beint flug - Lúxus gisting - Allt innifalið - Innrituð taska 20 kg. - Íslensk fararstjórn - Akstur til og frá flugvelli kristinnhaukur@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Svandís Svavars­ dóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að reglugerð sem bannar botnveiðar á viðkvæmum svæðum, það er að segja með línu eða fiski­ botnvörpu. Drögin byggja á skýrslu Hafrann­ sóknastofnunar frá 2021. Hún lýtur að verndun viðkvæmra botnvist­ kerfa í efnahagslögsögunni. Svo sem vegna kórala, svampa, osta og ann­ arra tegunda á sjávarbotni. Eru sum svæði skilgreind botn­ veiðisvæði, önnur sem takmörkuð botnveiðisvæði og enn önnur vernd­ arsvæði. Takmarka megi núverandi fótspor veiðarfæra umtalsvert án þess að það komi mikið niður á heildarafla. Einhver svæðanna voru áður skil­ greind sem verndarsvæði eða friðun­ arsvæði, sum allt frá árinu 1971. Þrjú verndunarsvæði eru ný. Svæðin þar sem allar botnveiðar verði bannaðar eru 18 sem saman eru nær 2 prósent af efnahagslögsögunni. Meðal annars eru verndarsvæði á Langanesgrunni, í Lónsdýpi og við Hornafjarðardjúp og vestur af Snæ­ fellsnesi. Á þessum svæðum verður þó áfram heimilt að veiða uppsjávar­ fisk með flotvörpu og hringnót. n Banna botnveiðar á viðkvæmum svæðum Verndarsvæðin eru 18 og þekja 2 prósent efnahagslögsögunnar. 10 Fréttir 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.