Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 11

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 11
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Opnir fundir fyrir landeigendur og aðra hagaðila 22. nóvember Hótel Laugarbakka, Miðfirði 20:00–21:30 23. nóvember Félagsheimilinu Blönduósi 16:30–18:00 Holtavörðuheiðarlína 3 Línulegt samtal Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtavörðuheiðarlínu 3 milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Lagning línunnar er mikilvægur hlekkur í nýrri kynslóð byggðalína. Meginmarkmiðið er að auka aendingaröryggi og aendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða á landinu. Með samráði og samtali við landeigendur og hagaðila, rannsóknum og greiningum verður farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum til að fá betri mynd af verkefninu, möguleikunum og hvernig línuleiðum verður háttað. Anna Sigga, Elín Sigríður, Erla, Magni, Steinunn og Sverrir bjóða ykkur hjartanlega velkomin á opna fundi um Holtavörðuheiðarlínu 3. kristinnpall@frettabladid.is HM Í KATAR Ekkert fyrirtæki hefur óskað eftir því að hætta við auglýs- ingar á RÚV á meðan Heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu fer fram. Þetta staðfestir Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri söludeildar aug- lýsinga hjá Ríkisútvarpinu. Bjórframleiðandinn BrewDog kynnti nýlega auglýsingaherferð gegn HM í Katar og íþróttavöru- framleiðandinn Hummel gaf út að hönnun dönsku landsliðstreyjunnar væri látlaus til að mótmæla meðferð verkamanna í Katar. „Það hefur ekkert fyrirtæki, svo ég viti til, dregið auglýsinguna til baka eða hætt við að auglýsa þótt það sé auðvitað með þennan viðburð eins og aðra að það eru ekki allir sem auglýsa í honum,“ segir Einar Logi. n Enginn hætt við auglýsingu á HM HM í Katar hefst á morgun. bth@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Már Wolfgang Mixa hagfræðingur segir engar augljósar skýringar á því að gengi íslensku krónunnar hefur fallið hratt upp á síðkastið. Staða krónunnar gagn- vart evru er 9 prósentum veikari en í júní. Eru íslenskir ferðalangar á erlendri grundu meðal þeirra sem hafa fundið fyrir breytingunni, þar sem ferð getur kostað 10 prósentum meira en fyrir skemmstu. Már nefnir sem hugsanlegar skýringar á veikingu krónunnar að vangaveltur séu um að lífeyrissjóðir séu að færa fjármagn meira í erlendar fjárfestingar. Önnur skýring sé að ansi margir Íslendingar hafi farið til útlanda upp á síðkastið og verið á faraldsfæti. Gengi gjaldmiðla sé eins og gengi hlutabréfa hvað það varði að það byggist að stóru leyti á væntingum ekki síður en stöðunni hverju sinni. „Það er erfitt að átta sig á hve mikil ítök Seðlabankinn hefur í veikingu eða styrkingu,“ segir Már. Gengis- fallið er ekkert til að hafa áhyggjur af að sögn Más. Augljóslega aukist þó verðbólguvæntingar, en ekkert í far- vatninu gefi til kynna að viðvarandi veikingaskriða sé í aðsigi. „Sjávarút- vegurinn og allar útflutningsgreinar njóta þessa ástands,“ segir Már. „Það má kannski rifja upp að þegar krónan var sem sterkust, 2017–2018, kvörtuðu aðilar sem byggðu rekstur sinn að miklu leyti á útf lutningi undan ástandinu. Það er kannski eftir meiru að slægjast að gjaldmiðill sé stöðugur fremur en ofursterkur.“ n Erfitt að skýra gengishrun krónunnar Sjávarútvegurinn og allar útflutningsgreinar njóta þessa ástands. Már Mixa, hagfræðingur thorgrimur@frettabladid.is BÓLIVÍA Allsherjarverkfall og götu- mótmæli standa nú yfir í Santa Cruz í Bólivíu vegna seinkunar ríkis- stjórnarinnar á útgáfu nýs mann- tals. Manntalið mun ráða úrslitum við næstu kjördæmaskiptingu í land- inu og gert er ráð fyrir því að íbúum í Santa Cruz muni fjölga verulega. Þar sem sitjandi stjórn Sósíal- istahreyfingarinnar nýtur minni stuðnings í Santa Cruz en víða ann- ars staðar óttast mótmælendur að stjórnin sé viljandi að seinka útgáfu manntalsins til þess að koma í veg fyrir að umdæminu verði úthlutað fleiri þingmönnum. n Verkfall í Bólivíu Í Santa Cruz. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA gar@frettabladid.is FÓLK „Hún þurfti að taka tvær lestir hingað því hún lenti í sprengjuárás. Hún ætlaði ekki að láta neitt stoppa sig,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar, sem fyrir tónleika í Kraká í Póllandi í gær- kvöldi hitti aðdáanda sem kominn var frá Úkraínu. „Hún vildi bara knús og spjall. Ég sagði henni ég gæti ekkert sagt sem gerði neitt betra.“ n Kom frá Úkraínu til að sjá Skálmöld Anna og Skálmaldarmenn. LAUGARDAGUR 19. nóvember 2022 Fréttir 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.