Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 12

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 12
Það leit þannig út á tímabili að það myndi sjóða upp úr en svo gerðist það ekki. Spessi ljósmyndari Í þessari vönduðu bók Helga Þorlákssonar er fjallað um sex merka sögustaði á Íslandi, sagan rakin og grennslast fyrir um það á hverju hlutverk þeirra byggist. B E S S A S T A Ð I R S K Á L H O L T O D D I R E Y K H O L T H Ó L A R Þ I N G V E L L I R SÖGUSTAÐIR Í NÝJU LJÓSI LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Virka daga 10–18 | Lau 11–17 | Sun 12–16 | www.forlagid.is Þúsundir mótmælenda streymdu út á götur Aþenu á fimmtudag til að minnast þeirra sem létu lífið er her­ stjórn Grikklands bældi niður mótmæli við háskóla í Aþenu árið 1973. Atburðurinn olli miklu hneyksli í Evrópu og var talinn vera síðasti nagli í kistu herforingjastjórnar­ innar, sem lét af völdum nokkrum mánuðum síðar. helgisteinar@frettabladid.is GRIKKLAND Gríska herforingja­ stjórnin tók við völdum 21. apríl 1967 þegar ofurstinn Georgios Papadopoulos framdi valdarán eftir að ljóst var orðið að vinstristjórn Georgios Papandreou myndi fara með sigur í kosningum. Her foringjastjórnin hugðist endurheimta stöðugleika í Grikk­ landi en stjórnarfar hennar ein­ kenndist af harðræði, pyntingum og Grikkjum í útlegð. Vöxtur varð í efnahag Grikklands og ákveðinn stöðugleiki en það var á kostnað skerts tjáningarfrelsis. Dagblöð í landinu voru ritskoðuð og stjórnarandstæðingar handteknir og fangelsaðir. Stjórnsemin var svo víðtæk að skólastjórum landsins var skipað að sjá til þess að nemendur sæktu kirkju alla sunnudaga og reiðiköst í umferðinni gátu leitt til bílprófs­ missis í fjóra mánuði. Fyrstu stóru mótmælin gegn herforingjastjórninni urðu er laga­ nemar mótmæltu herkvaðningu. Andstaðan jókst næstu mánuði og í nóvember breyttist námsmanna­ verkfall í uppreisn gegn stjórninni. Verkamenn og bændur streymdu til Aþenu til að styðja við námsmenn­ ina sem höfðu girt sig af við Poly­ tech nic­háskólann. Upp úr sauð þegar hermenn á skriðdreka óku niður hlið háskól­ ans snemma að morgni 17. nóvem­ ber 1973. Mótmælendur höfðu þá sagt að til stæði að steypa herfor­ ingjunum af stóli. Talið er að nær 40 hafi látið lífið þennan dag en opinber rannsókn staðfesti aðeins 24 dauðsföll. Íslenski ljósmyndarinn Sigurþór Hallbjörnsson, Spessi, var við mót­ mælin. Spessi sem er nú í Aþenu segir að atvikið hafi lengi verið talin niðurlæging fyrir Grikki. Haldin eru mótmæli árlega til að ítreka að slíkir atburðir megi aldrei verða aftur í „vöggu lýðræðis“. Minn­ ingarmótmælin hafa einnig verið blóðug. Til að mynda létust tveir í mótmælum árið 1980. Mótmælaganga endar við banda­ ríska sendiráðið, en það voru bandarísk stjórnvöld sem studdu við bakið á herforingjastjórninni. Segir Spessi að Bandaríkjamenn séu ekki í miklum metum hjá Grikkjum á þessum degi. Hundruð óeirða­ lögreglumanna voru fyrir framan brynvarðar rútur sem girtu af sendi­ ráðið örlagadaginn fyrrnefnda 1973. Spessi segir sér hafa verið ráðlagt að vera með gasgrímu. Hann hafi séð marga blaðamenn og ljósmynd­ ara með hjálma og allan búnað. „Hefðu þeir skotið af táragasi þá ætlaði ég mér að fá lánaðan úða­ brúsa sem vinnur á móti gasinu, en vandinn er að þá getur maður ekki andað. Ég var samt meira viðbúinn að hlaupa í burtu. Það leit þannig út á tímabili að það myndi sjóða upp úr en svo gerðist það ekki.“ n Grikkir minnast blóðbaðsins í Aþenu Mótmælendur sem voru á staðnum hinn ölagaríka dag árið 1973 prýða fremstu röðina við ræðuhöld. MYND/SPESSI benediktboas@frettabladid.is HM Í KATAR AB InBev, móðurfélag Budweiser, borgaði 75 milljónir doll­ ara, eða um 1,1 milljarð króna, fyrir að vera opinber HM­bjór í Katar. Gert var ráð fyrir að selja venjuleg­ an Bud í Katar en í gær tóku yfirvöld í Katar U­beygju varðandi bjórsölu og bönnuðu áfengan bjór. Aðeins verður hægt að kaupa Bud zero, sem er óáfengur bjór. „Þetta er vandræðalegt,“ sagði Budweiser á Twitter þegar bannið var tilkynnt en eyddi skömmu síðar færslunni. St uðning sma nna félag Eng­ lendinga, The Football Supporters Association, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem bjórbannið var fordæmt. Dæmi séu um að stuðn­ ingsmenn séu búnir að eyða sjö þús­ und pundum, rúmum 1,3 milljónum króna, til að koma til Katar og ekki sé auðvelt að hætta einfaldlega við að mæta. n Budweiser borgaði milljarð benediktboas@frettabladid.is HM Í KATAR Þjóðverjar hafa nánast snúið baki við HM. Kevin Gross­ kreutz, sem vann HM 2014 með Þýskalandi, á vinsælan bar í Dort­ mund. Hann segir við þýska fjöl­ miðla að enginn leikur verði sýndur á hans bar. Hundruð sportbara um landið ætla ekki að sýna frá mótinu, meðal annars The Fargo bar í Berlín. Við Brandenburgarhliðið verður ekkert svæði fyrir stuðningsmenn. Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, vill ekki að borgarland verði nýtt til að sýna frá mótinu. Franskar borgir, eins og París, ætla að gera slíkt hið sama. Þess má geta að PSG í París er í eigu Katara. Bloomberg greindi frá því að í Lundúnum yrðu ekki nein svæði fyrir stuðningsmenn og Belgar ákváðu að gera slíkt hið sama um allt land. n Engin svæði fyrir stuðningsmenn Íslendingar á sérstöku Fan Zone í Finnlandi fyrir Eurobasket. bth@frettabladid.is SJÁVARÚT VEGUR „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé atvinnugreininni mjög mikilvægt að sátt ríki um hana,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hag­ fræði. Daði hefur rannsakað sjávar­ útveg og segir vegna rannsóknar Kristjáns Vigfússonar sem sýnir fram á óánægju útgerðarmanna með umhverfi sitt, þar sem mikill tími fari í varnarviðbrögð, að það sé sorglegast að deilurnar komi í veg fyrir að við metum atvinnu­ greinina að verðleikum. Íslenskur sjávarútvegur sé stór­ merkilegur og gríðarlegur árangur hafi náðst. Daði nefnir sem dæmi að á ráðstefnu í síðustu viku hafi verið kynning á nýrri gerð togara og allur búnaður hafi verið íslensk­ ur. Daði Már segir að grein Kristjáns sýni að stjórnendur sjávarútvegs­ fyrirtækja finni mjög sterkt fyrir neikvæðum af leiðingum af deil­ unum. Partur af hagsmunagæslu útgerð­ armanna sé rekstur fjölmiðla. „Ég held að ástæður þess hve deilurnar eru hatrammar sé að það er um umtalsverða hagsmuni að ræða.“ Daði Már segir ekki gott að slíkar deilur séu uppi og grafi undan samfélagssáttmála með því að taka ekki tillit til hvernig staðið er að úthlutun á aðgangi í takmarkaða sameiginlega auðlind. „Ég er ekki að taka undir grátkórinn en deil­ urnar eru okkur dýrar.“ Daði segir þær lausnir sem hann hafi lagt til hugnast útgerðinni ekki. „Sem dæmi sú leið að fara úr ævarandi aflahlutdeild yfir í tíma­ bundna hlutdeild og að öll sú afla­ hlutdeild sem rynni út yrði seld á markaði,“ segir Daði Már, sem einn­ ig er varaformaður Viðreisnar. n Hatrammar deilur undirstriki mikla hagsmuni Ég er ekki að taka undir grátkórinn en deilurnar eru okkur dýrar. Daði Már Kristó- fersson, hag- fræðiprófessor 12 Fréttir 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.