Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 17

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 17
Kæri Ýmir Snær Eggertsson Kroknes Við óskum þér og fjölskyldu þinni til hamingju með draumaferðina og vonum að ferðin verði ykkur ánægjuleg. F.h. Stjórnar Vildarbarna Sigurður Helgason Stjórnarformaður Vildarbarna Gjafabréf þetta gildir til 13.11.2022 Allar upplýsingar um notkun gjafabréfa eru á slóðinni www.icelandair.is/gjafabref Útgáfudagur: 13. nóvember 2022 Vildarbörn 2022 Vildarbörn lógó - Uppfærsla Íslenska 15.07.09 Vildarbörn Icelandair Vildarbörn Icelandair Vildarbörn Icelandair Vildarbörn Icelandair Vildarbörn Icelandair Vildarbörn Icelandair Ellefu börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggir á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var forstjóri Flugleiða og stjórnarformaður Icelandair Group. Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda veikra barna með ýmsum hætti. Hún situr í stjórn Vildarbarna Icelandair og er Sigurður formaður stjórnarinnar. Vigdís Finnbogadóttir er verndari sjóðsins. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við erfið skilyrði, og fjölskyldum þeirra, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á. Líkt og við úthlutun styrkjanna undanfarið afhentu Sambíóin börnunum bíómiða. Sjóðurinn Vildarbörn er fjármagnaður með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club Icelandair sem geta gefið af Vildarpunktum sínum, með söfnun myntar um borð í flugvélum Icelandair og söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli og söluskrifstofu Icelandair. Einnig koma til frjáls framlög og viðburðir. Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur: flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Vildarbörn 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.