Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 29

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 29
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 19. nóvember 2022 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Ísabella Leifsdóttir stýrir kerta- smiðju í dag á Bókasafni Garðabæjar. starri@frettabladid.is Bókasafn Garðabæjar býður upp á kertasmiðju í dag þar sem fjöl- skyldur geta sameinast um að gera falleg kerti, bæði til heimilisnota og í jólapakkann. Ísabella Leifsdóttir sér um að leiðbeina þátttakendum en hún hefur lengi gert kerti undir merkinu Pink Upcycling. Hún segir kertagerðina vera afar gefandi verkefni. „Það gefur mér mikið að sjá rusl verða að gulli. Eins og sjá má á Instagram-síðu Pink Upcycling þá uppvinn ég ýmislegt, allt frá því að gera listaverk úr plastrusli yfir í að gera upp brotna gull- og silfurskartgripi. Ég geri bæði inni- og útikerti en það er yndislegt að horfa á útikertin loga í skamm- deginu.“ Kertagerðin í dag er fremur einfalt verkefni. „Við bræðum kertastubba og höfum til ílát og kveiki sem við hellum vaxi í. Þátt- takendur þurfa í sjálfu sér ekki að koma með neitt með sér en það er velkomið að taka með sér ílát, potta, glös og dósir og svo auðvitað kertastubba ef þeir eru til heima við.“ Ísabella mun sýna kertin sín og aðrar vörur á jólamarkaði sem haldinn verður á Garðatorgi 26. nóvember ásamt fleira handverks- fólki. Kertasmiðja hefst klukkan 13 og stendur til 14.30 og er opin öllum. Bókasafn Garðabæjar er staðsett við Garðatorg í Garðabæ. n Rusl verður gull Fimmta þáttaröðin af hinum geysivinsæla þætti Leitin að upprunanum er nú í sýningum á Stöð 2 og hefur fengið fólk bæði til að brosa og gráta. Margt óvænt hefur gerst í þáttunum. MYND/VILHELM GUNNARSSON DNA-próf gjörbreytti leitinni Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur nóg fyrir stafni um þessar mundir. Þættir hennar, Leitin að upprunanum, hafa vakið mikla athygli en tveir eru eftir í þessari þáttaröð. Næsta föstudag hefst síðan Idolið á Stöð 2 þar sem Sigrún er kynnir ásamt Aroni Mola. 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.