Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 36

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 36
Umsjón með umsóknum hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is). Um er að ræða lifandi og skemmtilegan vinnu stað sem leggur áherslu á fjölskyldu­ vænt og öruggt vinnuumhverfi. BSRB, Sameyki, Póstmannafélag Íslands, Lands­ samband lögreglumanna og Styrktarsjóður BSRB eru með skrifstofur í húsnæðinu ásamt ráðgjöfum frá Virk starfsendurhæfingu. Auk skrifstofuaðstöðu eru fundarsalir, mötuneyti og samkomusalur sem nýtast almennt til námskeiða og funda. Að jafnaði starfa hátt í 50 starfsmenn í BSRB­húsinu. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Þjónusta og umsjón í BSRB-húsinu Við leitum að drífandi og þjónustuliprum einstaklingi sem vill koma og starfa sem umsjónarmaður í BSRB-húsinu, Grettisgötu 89. Starfið felur m.a. í sér þjónustu, eftirlit með húsi og aðgengi og daglegu viðhaldi ásamt öðrum tilfallandi störfum. Starfssvið: • Þjónusta og samskipti við starfsfólk hússins. • Umsjón með öryggiskerfi. • Umsjón með fjarfundabúnaði og fundarsölum. • Innkaup rekstrarvara og samskipti við birgja. • Umsjón með viðhaldsverkefnum innanhúss. • Samskipti við verktaka. • Önnur verkefni í samráði við yfirmann. Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur. • Handlagni og lausnamiðuð nálgun á verkefni. • Mjög góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Skipulagshæfni, frumkvæði og sveigjanleiki. • Góð almenn tölvukunnátta. Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is). Með sameiningu Inkasso-Momentum varð til annað stærsta fyrirtækið á sviði kröfu- stjórnunar hérlendis. Fyrirtækið umbreytir innheimtuþjónustu á Íslandi, gerir hana manneskjulegri og stuðlar að hugarfarsbreytingu gagnvart innheimtuferlinu hjá öllum sem það snertir með sérstakri áherslu á upplifun greiðenda og rafrænar lausnir. Fyrirtækið hefur sett sér skýr markmið þegar kemur að sjálfbærnimálum og vinnur að heilindum að því að hafa jákvæð áhrif í íslensku samfélagi. Hjá Inkasso starfar fagfólk í innheimtu sem sér um yfir 70 þúsund kröfur í hverjum mánuði fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og sveitarfélögum landsins. Fyrirtækið er í sókn og ætlar sér stóra hluti á sviði kröfustjórnunar og fjártækni á næstu árum. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarlegt kynningarbréf og starfsferilsskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Fjármála- og rekstrarstjóri Leitað er að metnaðarfullum og árangursdrifnum aðila sem vill taka þátt í spennandi uppbyggingu Inkasso – Momentum en félagið er annar stærsti aðilinn á sínu sviði á Íslandi. Fjármála- og rekstrarstjóri ber ábyrgð á fjármálum og daglegum rekstri Inkasso - Momentum. Viðkomandi mun eiga sæti í framkvæmdastjórn félagsins og taka virkan þátt í stefnumótun og framfylgni á henni ásamt því að taka þátt í hinum ýmsu umbótaverkefnum. Fjármála- og rekstrarstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra. Viðkomandi ber ábyrgð á: • Yfirumsjón með daglegum rekstri og þróun á innri þjónustu. • Framkvæmd og eftirfylgni markmiðasetningar og áætlanagerðar. • Reikningshald, mánaðarleg uppgjör, árshluta- og ársuppgjör ásamt samskiptum við endurskoðendur. • Greiningar á sviði fjármála, viðskipta og á hagræðingartækifærum í rekstri. • Samningagerð við þjónustuaðila og birgja. • Ábyrgð á regluvörslu og samskiptum við Fjármálaeftirlit Seðlabankans. • Yfirsýn með fjárfestingum. Hæfnis- og menntunarkröfur: • Háskólamenntun á sviði endurskoðunar, viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Árangursrík stjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar. • Reynsla af störfum hjá endurskoðunarfyrirtæki eða af fjármálasviði, reynsla af sambærilegu starfi er æskileg. • Mikil færni á sviði fjármála og rekstrar. • Færni í markmiðasetningu, áætlanagerð sem og af umbótaverkefnum. • Mjög góð þekking á Excel og BI greiningartólum ásamt færni í greiningarvinnu. • Drifkraftur, jákvæðni og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.