Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 37

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 37
Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórn­ sýslu og leiðbeiningum um skipulag og fram­ kvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Stofnunin vinnur í víðtæku samráði við sveitarfélög, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila. Skipulagsstofnun starfar á grund velli skipu­ lags laga, laga um skipulag haf­ og strand­ svæða og laga um umhverfis mat fram kvæmda og áætlana og heyrir undir inn viða ráðuneytið. Hjá stofnuninni ríkir góður starfsandi og í boði er góð starfsaðstaða. Nánari upplýsingar má finna á www.skipulag.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna­ dóttir (audur@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is). Sviðsstjóri stefnumótunar og miðlunar Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sviðsstjóra stefnumótunar og miðlunar. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni, hefur áræði og þekkingu til að leiða verkefni og getu til að leysa verk á eigin spýtur og í samstarfi við aðra. Helstu verkefni: • Forysta og dagleg stjórnun sviðsins. • Vinna að gerð og framfylgd landsskipulagsstefnu og strandsvæðisskipulags. • Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar. • Viðburðahald og útgáfa á vegum stofnunarinnar. Menntunar­ og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi, svo sem á sviði skipulagsfræði, arkitektúrs eða hliðstæðum greinum. • Þekking og reynsla af skipulagsmálum. • Leiðtogahæfileikar, færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót. • Frumkvæði, skapandi hugsun og metnaður. • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. • Gott vald á íslensku í ræðu og riti og góð enskukunnátta. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 5. desember nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Nova er nú orðið eitt af stærstu og öflugustu fjarskiptafyrirtækjum landsins og hefur frá upphafi lagt áherslu á framsækna fyrirtækjamenningu með framúrskarandi starfsfólki. Í Nova liðinu eru 156 einstak- lingar sem leggja sig fram við að veita góða þjónustu, hlúa að ánægju viðskiptavina og vera í forystu í tæknibreytingum og innleiðingu á nýjustu tækni í fjarskiptum. Nova er nú komið lengst í uppbyggingu 5G á Íslandi en fyrirtækið á og rekur sína eigin virku innviði vítt og breitt um landið. Vilt þú leiða dansinn? • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi • Árangursrík reynsla af stefnumótun • Farsæl leiðtoga- og stjórnunarreynsla • Reynsla og brennandi áhugi á nýsköpun • Reynsla af alþjóðlegri samningagerð og samstarfi • Framúrskarandi samskiptahæfni á íslensku og ensku Hæfniskröfur Framkvæmdastjóri – tækni & nýsköpunar Vilt þú vera fremst í röðinni inn í framtíðina með snjallari lausnir? Við leitum að öflugum þjálfara í skemmtana- og framkvæmdastjórn Nova til að leiða áframhaldandi uppbyggingu á stærsta skemmtistað í heimi! Liðsfélagi sem sér glasið alltaf hálffullt og helst með búbblum í. Þarf að sjálfsögðu að hafa metnað í blóðinu, frumkvæði í fingrunum og jákvæðni í stoðkerfinu. • Mótun stefnu, markmiða og framtíðarsýnar í uppbyggingu fjarskipta og tækniinnviða • Stuðla að nýsköpun og þróun nýrra lausna í fjarskiptum og þjónustu • Leiða öflugan hóp starfsfólks til árangurs í fjarskiptum, stafrænni þróun, nýsköpun og tækniþjónustu • Ábyrgð á daglegum rekstri fjarskipta- og upplýsingatæknikerfa • Samskipti og samningagerð við erlenda og innlenda birgja • Áætlanagerð og eftirfylgni í tengslum við rekstur og fjárfestingar Ábyrgðarsvið Nánari upplýsingar á nova.is Umsóknarfrestur er til 27. nóvember.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.