Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 41

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 41
Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða og byggir tækni sína á hagnýtingu á roði og fitusýrum. Vörur Kerecis eru notaðar til að meðhöndla margskonar vefjaskaða, s.s. húð- vandamál, skurðsár, þrálát sár, brunasár, munnholssár sem og til að flýta fyrir gróanda og að styrkja vefi eftir skurðaðgerðir. Kerecis hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í samstarfi um þróun og notkun á tækni þess víða um heim m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir. Kerecis sáraroð á þátt í bata þúsunda einstaklinga um allan heim árlega. Rúmlega 400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Sviss, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Við leitum að öflugu fólki í eftirtalin störf. SKRIFSTOFUSTJÓRI OFFICE ADMINISTRATOR Skrifstofustjórinn sér til þess að hjólin geti snúist á skrifstofu Kerecis í Reykjavík ásamt því að aðstoða starfs- menn skrifstofu forstjóra með ýmis verkefni. Starfssvið • Umsjón daglegs rekstrar skrifstofu • Umsjón bréfasamskipta og undirritun samninga • Skjölun og frágangur skjala • Ýmis almenn skrifstofuverkefni Hæfniskröfur • Háskólamenntun er kostur • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Góð tölvukunnátta • Þjónustulund og glaðleg framkoma Upplýsingar veitir Hrefna Briem (hsb@kerecis.com) EIGANDI GAGNA DATA OWNER Eigandi gagna kafar niður í djúpið. Hann ber ábyrgð á gögnum og gagnagrunnum fyrirtækisins á heimsvísu ásamt öryggismálum og framþróun og rekstri upplýsingakerfa. Starfssvið • Skilgreina notkun og markmið allra gagnagrunna fyrirtækisins • Tryggja að notkun gagnagrunnanna sé skilvirk • Ferlabreytingar og tæknibreytingar til að auka skilvirkni • Öryggi og rekstur allra gagnagrunna Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • 10 ára reynsla í umsýslu og rekstri gagnagrunna • Hæfileikar til að skilja viðskiptalega ferla og tengsl þeirra við gagnagrunna fyrirtækisins • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð Upplýsingar veitir Aðalbjörg Guðmundsdóttir (ag@kerecis.com) SÉRFRÆÐINGUR Í SKRÁNINGUM REGULATORY AFFAIRS SPECIALIST Sérfræðingurinn spáir í framtíðina. Styður við vöxt Kerecis og vinnur að skráningum á nýja markaði ásamt því að vinna að viðhaldsskráningum á mörkuðum sem fyrirtækið hefur þegar náð fótfestu á. Starfssvið • Umsjón með skráningum á ný markaðssvæði • Umsjón með viðhaldi á markaðsleyfum • Samskipti við dreifingaraðila og stofnanir • Gerð skráningargagna Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Nákvæmni og gott auga fyrir smáatriðum • Góð enskukunnátta • Fagmennska og hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla af skráningarvinnu æskileg Upplýsingar veitir Klara Sveinsdóttir (ks@kerecis.com) VÖRUSTJÓRI INNAN BRUNA- OG SKURÐLÆKNINGA PRODUCT MANAGER BURN & SURGICAL Vörustjórinn hefur yfirumsjón með vörulínum fyrir skurðaðgerðir og brunasár. Vinnur þvert á allar deildir fyrirtækisins og stýrir stefnumótun með það að markmiði að auka markaðs- hlutdeild með arðbærum hætti. Starfssvið • Heildarstefna fyrir skurðaðgerðir og brunasár • Samþætting markaðs-, sölu og þróunarmála • Skipuleggur og vinnur að markaðsstarfi • Greining, þróun og markaðstengsl nýrra markaðs- og viðskiptatækifæra Hæfniskröfur • BS eða MS próf í verkfræði eða annað háskólapróf sem nýtist í starfi • Reynsla af starfi í alþjóðlegu umhverfi • Reynsla úr lækningavörugeira kostur • Sterkir samskipta- og leiðtoga- hæfileikar • Góð enskukunnátta Upplýsingar veitir Guðmundur Óskarsson (gosk@kerecis.com) KERECIS ÍSAFIRÐI SUNDSTRÆTI 38 400 ÍSAFJÖRÐUR +354 419 8000 KERECIS REYKJAVÍK LAUGAVEGUR 77 101 REYKJAVÍK +354 419 8000 KERECIS BANDARÍKIN 2101 WILSON BLVD SUITE 900 ARLINGTON VIRGINIA 22201 +1 703 287 8752 KERECIS SVISS WEBEREISTRASSE 61 8134 ADLISWIL +41 43 499 15 66 KERECIS.COM VIÐ ERUM AÐ STÆKKA Staðsetning starfanna er í Reykjavík eða á Ísafirði. Umsóknir berist fyrir lok dags 25. nóvember n.k. á alfred.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.