Fréttablaðið - 19.11.2022, Síða 58

Fréttablaðið - 19.11.2022, Síða 58
Grandagarði 13 Glæsibæ, 5.hæð eyesland.is Þú finnur úrval af fallegum sólgleraugum í verslunum Eyesland frá m.a. Jimmy Choo, Isabel Marant, Ray Ban og Gigi Studios. Skoðaðu úrvalið á eyesland.is Sólgeraugu í jólapakkann Grandagarði 13 Gl sibæ, 5.hæð eyesland.is Nú er kominn tími til að skipuleggja alla föstu liðina sem fylgja jólaföstunni. brynhildur@frettabladid.is Mörg eru byrjuð að leggja drög að aðventukrönsum og brátt koma súkkulaðidagatölin sívinsælu í búðir, oftar en ekki með tann- kremi áfestu til að draga aðeins úr foreldrasamviskubitinu sem fylgir því að úða súkkulaði í börn fyrir morgunmat. Að telja niður dagana frá fyrsta desember til jóla hefur verið gert svo árhundruðum skiptir í Þýska- landi, fyrst með því að merkja hvern dag með krítarstriki á vegg og seinna með myndum sem tengjast fæðingu Krists. Á átjándu öld var farið að nota sérstök jólakerti til að mæla tím- ann, skipta því í 24 hluta og brenna bara einn hluta á dag og er sá siður við lýði enn í dag. Fyrsta jóladaga- talið er frá árinu 1851 og það var úr tré og skartaði 24 myndum úr jólaguðspjallinu. Farið var að prenta dagatöl árið 1902 en árið 1920 var það Gerhard Lang sem fann upp á því að setja hurðir eða glugga sem hægt er að opna og sjá hvaða mynd leyndist bak við. Þá voru einnig stundum biblíuvers við hlið myndanna. Í kreppunni og alveg fram yfir seinni heimsstyrjöld var skortur á pappír svo dagatalsframleiðsla lagðist að mestu af. En í kringum 1950 tók maður að nafni Richard Sellmar í Stuttgart upp þennan sið og hóf útflutning á mynda- dagatölum til Bandaríkjanna auk þess að sinna eftirspurn í Evrópu. Súkkulaðið bættist svo við árið 1958 og síðan hafa jóladagatöl markað hátíðleika aðventunnar og stytt börnum stundir í myrkrinu í desember. Síðan um aldamótin síðustu hefur ekki eingöngu verið hægt að fá dagatöl með myndum eða súkkulaði heldur hafa stærstu leikfangaframleiðendur einnig stokkið á vagninn og nú er hægt að fá dagatöl frá Legó, Playmó eða Disney svo dæmi séu tekin. Og nú geta fullorðnir einnig talið dagana niður til jóla því úrvalið af dagatölum sem eru ætluð þeim er jafnvel enn meira en fyrir börnin. Þar kennir ýmissa grasa, snyrti- vöruframleiðendur láta gera litlar útgáfur af sínum vörum og steypa utan um falleg dagatöl, áfengis- framleiðendur einnig, einkum gin og viskíframleiðendur og hægt er að fá dagatöl með 24 mismunandi tepokum eða kaffihylkjum. Þá má fá dagatöl með litlum sultukrukkum, smáköku fyrir hvern dag og jafnvel mismunandi ostum eða þurrkuðu kjöti en þau dagatöl þarf væntanlega að geyma í kæli. Aðdáendur ilmkerta, kandí floss og framandi krydda geta líka fengið dagatöl við hæfi og fylgja gjarna uppskriftir með þeim síðastnefndu. Bjóraðdáendur fá oft mis- munandi bjóra frá sínum nánustu og ekki má gleyma kynlífshjálpar- tækjadagatölunum sem hafa notið gríðarlegra vinsælda hérlendis undanfarin ár. Löngum hafa fjölskyldur saum- að eða föndrað eigin jóladagatöl, einhvers konar grind með pokum eða hólfum sem eru merkt með númerum, þar sem lítill glaðning- ur birtist á hverjum degi og getur sá bæði verið í formi sælgætis eða lítilla leikfanga. Einhverjar fjöl- skyldur baka piparkökudagatal, þar sem 24 mismunandi pipar- kökur eru skreyttar númerum og snæddar í réttri röð og aðrar bjóða upp á nýja tegund af morgunkorni á hverjum morgni í desember. Margar fjölskyldur hafa einnig tekið upp samverudagatal þar sem tekinn er frá tími dag hvern til að gera eitthvað saman eins og að baka, föndra, fara á skauta eða eitthvað annað skemmtilegt. Öll eiga dagatölin það sameiginlegt að efla hátíðleika aðventunnar og gera það bæri- legra að þurfa að rífa sig á fætur í svartasta skamm- deginu. n Ostar, kynlífstæki og kandífloss Sumar fjölskyldur föndra sín eigin dagatöl. Hér er fallegt jólatré úr klósett- rúlluhólkum sem auðvelt er að lauma einhverju í. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Jóladagatöl bæta líf og glæða geð i drunganum í desember. Piparköku- dagatöl svíkja ekki enda piparkökur með því jólalegra sem fyrirfinnst. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI +D3 FYRIR HEILSUNA Þjáist af liðverkjum og stirðleika? Viðkvæmt ónæmiskerfi? - Of hár blóðþrýstingur? Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótar- fæði og notuð til bóta á mörgu meini. Vítamín D: • Stuðlar að eðlilegri upptöku kalsíums og fosfórs. • Stuðlar að viðhaldi beina, tanna og vöðva. • Stuðlar að bættri starfsemi ónæmis- kerfisins. • Eining hefur D-vítamín hlutverki að gegna við frumuskiptingu. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki +D3 Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is 6 kynningarblað A L LT 19. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.