Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 80

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 80
Tónlistin var ágætlega heppnuð. Hún var mjög rytmísk til að byrja með. TÓNLIST Skemmtilegt er myrkrið tónleikhús eftir Elínu Gunnlaugsdóttur Kaldalóni í Hörpu laugardaginn 12. nóvember Þátttakendur: Ásta Sigríður Arnardóttir, Jón Svavar Jósefsson, Matthildur Anna Gísladóttir, Sigurður Halldórsson og Frank Aarnink Danhöfundur: Asako Ichiashi Leikmynd og búningar: Eva Bjarnadóttir Leikstjórn: Bergdís Júlía Jóhannesdóttir Jónas Sen Ég sat við hliðina á litlum dreng sem virtist lifa sig inn í tónleikhúsið Skemmtilegt er myrkrið. Það var sýnt í Kaldalóni í Hörpu síðasta laugardag og var eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Sum atriðin voru að vísu þannig að drengurinn varð hræddur, en svo birti til og sagan hlaut farsælan endi. Verkið var pantað af Töfrahurð. Það er félag um starfsemi sem er helguð tónleikum og útgáfu og hefur að markmiði að opna heim tónlistar- innar, bæði ný verk og gömul, fyrir börnum. Hér var blandað saman tónlist, leik og dansi, og var verkið unnið með Listdansskóla Íslands. Fjórar ungar stúlkur dönsuðu og gerðu það af áhrifamiklum yndis- þokka. Vel dulbúnir Þrír hljóðfæraleikarar spiluðu á píanó, slagverk og selló, og ýmislegt annað á borð við sleifar, langspil og dótapíanó. Þeir eru þekktir úr tón- listarlífinu, en voru svo vel dulbúnir í kostulegum klæðum að þeir voru nánast óþekkjanlegir. Þetta voru þau Matthildur Anna Gísladóttir, Frank Aarnink og Sigurður Halldórsson. Til að höfða til barnanna var sagan skondin, og ófáir brandarar flugu. Persónurnar voru tvær, Ása Signý og frændi hennar, Jón Árni. Í þeim mættust gamall heimur og nýr. Frændinn trúði á drauga og forynjur en Ása Signý ekki á neitt. Yfirskilvit- legir atburðir í sögunni, leikur álfa og huldufólks, dansandi nykur og hvaðeina, gerði þó að verkum að hún þurfti að endurskoða afstöðu sína. Flippaður hryllingur Draugagangurinn var skemmtilega útfærður. Stúlkurnar úr Listdans- skólanum léku t.d. nykurinn, sem er hulduhestur með öfuga hófa. Hann var dálítið hrollvekjandi á f lipp- aðan hátt: útkoman var annarleg en um leið fyndin. Leikmyndin var líka mögnuð og gerði að verkum að maður datt enn betur inn í söguna. Textar sönglaganna samanstóðu af gömlum vísum og ljóðum, en texti lokalagsins var þó saminn sérstak- lega fyrir verkið af Þórarni Eldjárn. Tónlistin var ágætlega heppnuð. Hún var mjög rytmísk til að byrja með, jafnvel hörkuleg á fremur einstreng- ingslegan hátt. Maður saknaði þess að fá ekki að heyra meira af grípandi laglínum. Það eru jú melódíurnar sem höfða svo til barnanna, eins og óteljandi barnalög eru til vitnis um. Mætti vera fyrirferðarmeiri Aðeins í einu atriðinu fékk ljóðrænan að njóta sín, það var fagur söngur við framandi undirleik og kom prýðilega út. Engu að síður var tónlistin í heild áheyrileg og flott á sinn hátt, og hún var líka mjög vel flutt, af skýrleika og nákvæmni. Ása Signý og Jón Árni voru leikin af Ástu Sigríði Árnadóttur sópran og Jóni Svavari Jósefssyni baríton. Þau voru sannfærandi í leiknum og söngurinn var frambærilegur. Söng- ur hljómar aldrei mjög vel í Kalda- lóni vegna hljómburðarins, sem er ákaflega þurr. En það sem á vantaði í sönginn bættu leikararnir upp með ærslafengnum leik og manni leiddist aldrei, heldur þvert á móti. n NIÐURSTAÐA: Líflegt tónleikhús sem féll greinilega í kramið hjá börnunum. Hverju skal trúa Hátíðarfundur Litlu systur verður haldinn í Iðnó í dag á Reykjavík Dance Festival. Litla systir er menningarskóli fyrir unglinga stofnaður af Ásrúnu Magnúsdóttur. tsh@frettabladid.is Menningarskólinn Litla systir, sem er teymi skipað tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára, tók yfir Iðnó í þessari viku í tilefni Reykjavík Dance Festival. Litla systir er hugar- fóstur danshöfundarins Ásrúnar Magnúsdóttur en með henni í verkefninu eru Anna Margrét Ólafs- dóttir og Marta Ákadóttir. „Þetta heitir Litla systir af því í raun er þetta litla systir Reykjavík Dance Festival. Listrænu stjórnend- urnir, Pétur Ármannsson og Brogan Davison, vildu halda áfram að vinna með ungu fólki og unglingum en það er eitthvað sem ég hef verið að gera þannig við sameinuðum krafta okkar og stofnuðum þennan „skóla“ sem Litla systir er,“ segir Ásrún. Framúrstefnulegur skóli Litla systir er framúrstefnulegur og óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill uppgötva heiminn í gegnum listir og aktívisma. Nem- endurnir fá að móta námið sjálf og velja sína eigin kennara sem hitta þau og segja frá sínu starfi. „Við höfum fengið alls konar fólk inn. Til dæmis Andrean Sigurgeirs- son, sem er dansari hjá Íslenska dansflokknum og mikill aktívisti, Jón Gnarr, DJ Dóru Júlíu, Perlu Gísla- dóttur umhverfisaktívista, fólk frá Andrými og Svikaskáld. Þetta er alls konar, ekki bara sviðslistir eða dans,“ segir Ásrún. Undanfarna viku hafa meðlimir Litlu systur staðið fyrir umfangs- mikilli dagskrá í Iðnó á Reykjavík Dance Festival sem nær hápunkti sínum nú á laugardag. „Það var verk á miðvikudag sem heitir Feminískt reif eftir Önnu Kolfinnu Kuran, það er verk sem þau framleiddu og skipulögðu sjálf. Síðan vorum við með vinnusmiðjur í vikunni með listamönnum sem þau vildu fá. Það var til dæmis leir- keragerð frá FLÆÐI og tónsmíða- námskeið með stelpum úr hljóm- sveitinni Gróu,“ segir Ásrún. Þenkjandi ungt fólk Í dag, laugardag, verður svo hátíðar- fundur Litlu systur haldinn í Iðnó á milli 2 og 4. Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja kynnast starfsemi Litlu systur, fullorðnum, börnum og unglingum. „Þar er fólki boðið að koma og kynnast Litlu systur og hvað þau standa fyrir. Meðlimir Litlu systur eru mjög þenkjandi ungt fólk sem lætur sig málefni líðandi stundar varða, þannig að það er mjög gaman að tala við þau. Þau hafa hvert og eitt valið sér umfjöllunarefni sem þau ætla að tala um.“ Ásrún hvetur ungt fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í starfsemi Litlu systur til að mæta, sem og fullorðna. „Ég vinn oft með unglingum og fullorðið fólk er stundum að segja mér að það sé hrætt við unglinga. Þannig að ég vil skora á fólk að horfast í augu við óttann og mæta. Svo er þetta náttúrlega bara líka mjög gaman fyrir aðra unglinga að koma og setjast niður og spjalla,“ segir hún. Hver sem er getur sótt um Geta allir sem eru á aldrinum 13 til 18 ára verið með í Litlu systur? „Já, hver sem er getur sótt um að vera með. Það er hægt að finna mig á Instagram, hringja í mig, senda mér tölvupóst eða hvað sem er og vera með.“ Hvað er svo næst á döfinni hjá Litlu systur? „Við ætlum að fara í smá umhverf- isverndarpælingar, setjast niður og pæla í því. Það er einn fundur fyrir jól og svo er bara frí. Síðan ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Ekki framleiða, heldur bara að vinna fyrir okkur. Svo viljum við komast til útlanda og finna einhverja sam- starfsaðila erlendis. Þannig að það er margt í gangi.“ Á sr ú n Mag nú sdóttir hef u r unnið mikið með unglingum í sínu starfi, til að mynda í sýningunum grrrrrls, Teenage Songbook of Love and Sex og Hlustunarpartý. Spurð hvort henni finnist skemmtilegra að vinna með unglingum en full- orðnum segir hún: „Nei, mér finnst það ekkert endi- lega skemmtilegra en mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég er bara mjög forvitin um fólk þannig að mér finnst gaman að vinna með alls konar fólki. Það svona sem drífur mig svolítið áfram er hverjum vil ég kynnast. Ég hef ótrúlega gaman af að vinna með ungu fólki en ég tek það ekkert endilega fram yfir full- orðna, það eru bara allir góðir á sinn hátt.“ n Fullorðnir stundum hræddir við unglinga Litla systir sýndi verkið Feminískt reif eftir Önnu Kolfinnu Kuran í Iðnó síðasta miðvikudag á vegum Reykjavík Dance Festival. MYND/OWEN FIENE Skemmtilegt er myrkrið er tónleikhús eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. MYND/EYÞÓR ÁRNASON Ásrún Magnús- dóttir, stofnandi menningarskól- ans Litlu systur Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Ný bók prýdd fjölda mynda eftir verðlauna höfundinn Sigrúnu Eldjárn. DULARFULL OG SPENNANDI 48 Menning 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvember 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.