Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 11

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 11
7 Almennt eru líffræðileg áhrif jónandi geisla vel kunn, en örstutt upprifjun er við hæfi og fer hér á eftir i næsta kafla. Eftir ástæðum er greint milli heildarlikamsskammta, húð- skammta, mergskammta, kynkirtlaskammta og erfðafræðilega marktækra skammta. Skilgreining á siðastnefndum, erfðafræðilega marktækum skömmtum er auk geislaorku háð ýmsum öðrum forsendum, t.d. aldri og kyni(6).f hinum upptöldu tilvikum eru orkuskammtar mældir annaðhvort beint eða óbeint. Geislaskammturinn er mjög breytilegur eftir þykkt og eðlisþyngd þess Xikamshluta, sem á að mynda. Til dæmis er geislaskammtur, sem þarf til yfirlitsmyndar á kviðarhol ófriskrar konu hundrað sinnum hærri en við lungnamyndatöku. Stundum (oftast) þarf að taka myndir með mörgum mismunandi geislastefnum eða talsverðum fjölda mynda til að lýsa hreyfingu eða starfrænum þætti, og verður þvi geislaskammtur af þeim sökum oft umtalsverður.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.