Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 12

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 12
8 4. LÍFFRÆÐILEG ÁHRIF GEISLUNAR Eins og áður var getið, getur röntgengeislunin jónað eða á annan hátt breytt eiginleikum frumeindanna, sem aftur kann að hafa áhrif á líffræðileg kerfi, þegar svo ber undir. Þessi áhrif á lífefnafræðilegt jafnvægi, geta verið skammvinn eða langvinn, t.d. vegna keðjuverkana á hvata- eða hormónakerfi. Loks ber að geta ennþá langærri áhrifa á erfðaeindirnar (genin). Líffræðilega er þýðingarmikið að gera sér grein fyrir uppsöfnuðum (cumulative) áhrifum geislunarinnar. Hér er átt við, að margir litlir skammtar geti á löngum tíma haft líffræðilega óæskileg áhrif, sem svari samanlögðum geislaskammtatímum. Að vísu er þessi regla ekki einhlít. Það, sem hér fer á eftir, er í aðalatriðum örstutt endursögn á innihaldi rits alþjóða geisla- varnarnefndar, ICRP, frá 1970 (5). Tegund geislunarinnar skiptir máli. Þannig eru líffræðilega skaðleg áhrif tiltölulega minni af "harðri" geislun, þ.e. röntgen- geislun, sem framleidd er með hárri spennu í röntgenlampanum, en af "mýkri" geislun, þar sem tíðni orkunnar er lægri. Illu heilli takmarka þættir í myndgerðarkerfinu, t.d. röntgen- filman, notkun slíkrar geislunar. í geislavörnum og rannsóknum á áhrifum jónandi geislunar hefur verið unnið um margra áratuga skeið eftir líkum reglum og út frá sömu umhverfisverndarsjónarmiðum, sem nú eru svo mjög í tízku á ýmsum öðrum sviðum líka. Þannig hefur aflazt mikil þekking á eigind og áhrifum geislunarinnar. Við skipulegar rannsóknir á langtíma áhrifum, kom í ljós samhengi milli tiltölulega stórra geislunarorkuskammta, t.d. meira en 1 Gy (slOO rad) og síðari sýkingar af hvítblæði o.fl. Lengi voru menn í vafa um, hvort finna mætti neðri mörk líffræðilega óæskilegrar geislunar. NÚ eru menn almennt þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákvarða neðri mörk, og að línulægt samband sé

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.