Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 14

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 14
10 - eigindir. Erfðafræðingar telja þó þessa hættu það raunhæfa, að áætlað hefur verið, að alvarlegar erfðaskemmdir eigi eftir aö koma í ljós í hlutfallinu 1:10.000 eftir kynkirtlaskammta er nemi 1-10 rad. 4.5. Geislun á fóstur og aðra vaxandi vefi, Það liggur í eðli jónunaráhrifa röntgengeislunarinnar, að þeim mun meiri likur og hættur eru á "jónandi keðjuáhrifum" eftir því sem efnaskipti og þá einkum súrefnisneyzla fruma/vefja eru örari. Hvergi eru frumuskipti örari og mörkin tæpari í eðlilegum vexti en í fósturlífi. Því er marktæk hætta á frumu- og vefjaskemmdum vegna jónandi geislunar í fósturlifi. Það skal þó tekið fram, og undirstrikað, að önnur utanaðkomandi áhrif og efni geta einnig haft samskonar skaðleg áhrif á frumur og vefi fóstursins. Hættan á vanskapnaði vegna geislaskemmda er nánast algjörlega bundin við 8-12 fyrstu meðgönguvikurnar, en á þeim tima stendur aðgreining (differentiation) vefja og liffærakerfa sem hæst. Tölfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fylgni hvítblæðitíðni og geislunar siðustu 4-5 fósturmánuðina, sem virðist vera allt að því 5 sinnum meiri eftir geislun á fósturstigi en eftir fæðingu. Rannsóknir gefa i skyn ákveðið samband milli röntgenrannsókna vegna grindarmælinga o.þ.h. og tiðni hvitblæðis eða annarra illkynja sjúkdóma. Enda þótt likurnar á fósturskemmdum við "venjulega" röntgenrannsókn megi áætla sem brot af þúsundasta hluta, er sjálfsagt að hafa ávallt i huga "tiu-daga-regluna" þegar ákvörðun er tekin um röntgenrannsókn hjá konum á barneignaaldri: "TÍU-DAGA-REGLftN": Röntgenrannsókn á kvið eða grindarholi skal ekki framkvæma hjá konum á barneignaaldri á ððrum tíma en fyrstu tiú daqana eftir að tiðir hófust, nema lif eða aXvarlegt heilsutjón liggi við (5). 4.6. Röntgenrannsóknir og geislunarskemmdir. ÞÓtt hægt væri að sýna tölfræðilega fram á, að t.d. ein milljón ristilrannsóknir muni valda marktækri aukningu á hvítblæði og öðrum illkynja sjúkdómum, auk erfðafræðilegra truflana, verða menn að gera sér fulla grein fyrir þvi, að i hverju einstaklings- tilviki er áhættan hverfandi litil. Þessi staðhæfing stenzt þó því aðeins, að hver einstök rannsóknarákvörðun sé nægilega

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.