Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Síða 18

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Síða 18
14 7. STUTT SAMANTEKT MEÐ ALMENNUM ATHUGASEMDUM UM RÖNTGENRANNSÓKNIR I kafla 11, bls. 28 er stuttlega lýst algengustu röntgenrannsóknum á meltingarvegi, þvagfærum o.fl. Við hverja rannsókn er getið tímalengd rannsókna (áætlað), og í sumum tilvikum ábendinga (indikationa) og frábéndinga (kontraindikationa). Sameiginlegt öllum þessum rannsóknum (og raunar öllum rannsóknum á sjúkl- ingum), er nauðsyn þess, að ákvörðun um rannsóknina sé vel yfir- veguð. Með örfátmi undantekningum má segja, að röntgenrannsókn skuli því aðeins gerð, sé vænzt niðurstöðu (jákvæðrar eða nei- kvæðrar), sem hafi þýðingu fyrir meðferð sjúklingsins eða ákvörðun um frekari meðhöndlun í hinu einstaka tilviki. Lækn- inum, sem tekur ákvörðun um að senda sjúkling í röntgenrannsókn, ber því að hafe.hugleitt tilefni rannsóknarinnar og hugsanlega sjúkdómsgreiningu, og þess ber að getaárannsóknarbeiðninni. Auk þess þarf hann að hafa gert sér grein fyrir valkostum í meðferð, þar sem tekið er tillit til niðurstöðu röntgenrannsókn- arinnar. Þessum leiðbeiningum kann að virðast ofaukið, en oft virðist vikið frá svo sjálfsagðri röksemdafærslu, þegar sjúklingar eru sendir í röntgen. Ýmsar kringumstæður setja okkur þar í vanda: Almennt "þykir vissara" að senda sjúklinginn x röntgen. Sjúklingur "heimtar rannsókn". Loks eru margar svonefndar "rútínu rannsóknir", sem settar eru af stað, meira af vana en hugsun. Grundvallandi forsendur ættu því að vera: 1. Skilmerkilegt og kliniskt, vel rökstutt tilefni. 2. Val og niðurstaða meðferðar er háð niðurstöðum rannsóknarinnar. Það er hinsvegar ekki alltaf hægt að afmarka ábendingar algjörlega. Illkynja vöxtur í ýmsum líffærum getur gefið lítil einkenni, en nauðsynlegt er að greina og hefja meðferð tafarlaust. Þar má nefna brjóst, lungu, maga, ristil og þvag- færi. Ennfremur mætti nefna ýmsar rannsóknir hjá börnum.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.