Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 21

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 21
17 - 8. ÖNNUR MYNDGERÐAKERFI Enda þótt "venjulegar" röntgenrannsóknir verði áfram þungamiðjan i sjúkdómsgreiningaraðferðum, sem byggja á myndgerð og mynd- túlkun, þá eru nú fleiri myndgerðakerfi, sem gegna sama hlut- verki. Sum þeirra (CT og Gammacamera) nýta jónandi geislun ásamt flóknum rafeindabúnaði til myndgerðar, önnur, eins og úthljóðsbylgjur (ultrasound), ekki. 7.1. Úthljóðsrannsóknir (sonar, ultrasound). Hátíðnihljóðbylgjur, sem beint er inn í líkamann endurkastast frá hinum ýmsu vefjum. Hljóðbylgjur þessar eru framleiddar í þar til gerðum sveiflurásum og sendar inn um "sónkanna" (transducer), sem jafnframt er hljóðnemi, tekur við og framsendir bergmálsbylgjur frá líkamsvefjum (7). Þróunin í úthljóðstækni hefur verið mjög ör; upphaflega var aðeins um að ræða aðferð til nákvæmrar mælingar á bergmáli á mismunandi dýpt í líkama eða líkamshluta, sem skráð var á katóðugeislaskermi sem línur á tveggja ása (coordinat) kerfi. Þessi tækni, nefnd A-scan, hefur ennþá þýðingu, en þó oftast aðeins sem viðbótarupplýsingar við svonefnd B-scan: Með full- komnun á yfirfærslubreytum (transducer) hefur fengizt bergmáls- gjafi, sem beina má eftir líkamanum á fyrirfram ákveðinni braut og fæst þannig "bergmálssneið" gegnum ákveðinn líkamshluta. í móttökuhluta tækjanna er lítill tölvuhluti, sem framkvæmir mat og nákvæman útreikning á tíðni bergmálsins frá hinum ýmsu vef jum og byggir þann.ig upp nákvæma mynd þeirra í sneiðinni (Gray-scale technique). Annað þróunarstig úthljóðs- rannsókna-tækninnar er svonefnd "real-time" aðferð. í þeim tækjum er bergmálsmyndin breytanleg, þ.e. fylgjast má með hreyfingu, t.d. fósturs, hjarta, æðasláttar, o.s.frv., á katóðugeislaskermi. Þróun í úthljóðstækni er mjög ör, og sérstakir yfirfærslubreytar (transducers) eru oft nauðsynlegir fyrir hverja einstaka tækni, en rétt er að skýra stuttlega frá forsendum:

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.