Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 38

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Page 38
34 - GALLVEGIR Röntgenrannsókn á gallvegum er framkvæmd eftir gjöf á skuggaefni per os eöa eftir inndælingu í æð. Cholecystografia (per oralt) Tækni: Eftir að töflur hafa veriö gefnar er röntgenrannsókn gerö af gallblöðrunni meö skyggnimyndum meðal annars. Svo framarlega sem um útskilnað er aö ræöa í gallblöörunni, fær sjúklingurinn efni á röntgen- deildinni sem ertir blöðruna til tæmingar (venjulega eggjarauðu, rjóma eöaSorbitol) og 1/2 klst. síðar er tekin ný mynd meö tilliti til taaningarástands gall- blöðrunnar. Undirbúningur: Sjúklingur skal koma fastandi og án þess að hafa drukkið og er hreinsaöur samkvamt hreinsunarleiðbein- ingum. Töflurnar eru gefnar daginn fyrir rannsóknina, stundum tvo daga í röð fyrir rannsóknina, samanber sérstakar leiðbeiningar þar um. Eftir að sjúklingur hefur fengið töflurnar,má hann hvorki borða eða drekka( þar til rannsókninni er að fullu lokið. Sjúklingum, sem eru yfir 90 kg, má gefa tvöfaldan skuggaef nis skammt. Tími: Gera má ráð fyrir 30-^60 mínútna viðdvöl. Biligrafia (Cholegrafia i.v.) Tækni: Skuggaefni er dælt inn í æð og síðan eru teknar myndir með vissu millibili, allt upp í 3-4 klst., eftir skuggaefnisgjöf. Stundum er ástæða til að taka myndir seinna, allt upp í 24 klst. eftir skuggaefnisgjöf. Undirbúningur: Sjúklingur kemur til röntgendeildarinnar fastandi og án þess að hafa drukkið og hreinsaður samkvæmt leiðbeiningum. Ofnæmissaga sjúklings þarf að vera vel könnuð.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.