Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 41

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 41
37 - ÖNDUNARVEGIR Trachea - lungu Röntgenrannsókn á trachea og lungum þarfnast ekki sérstaks undirbúning s. Sama gildir um sneiðmyndatöku (tomografiu) af ofangreindum sviöum. Bronchografia Tækni: Staðdeyft er í kok og slanga lögð niður í aðalberkju og skuggaefnisinndæling gerð, þannig að berkjugreinar fyllast af skuggaefni. Því næst er sjúklingurinn rannsakaður í mismunandi stöðum og ávallt i skyggnieftirliti. Bronchografiu t>er ekki að gera á báðum lungum sama daginn. Undirbúningur: Sjúklingur mætir fastandi og án þess að hafa drukkið. Lyfjaforgjöf (premedicinering) í samráði við röntgen- lækni í hvert einstakt skipti. JournaU sjúklingsins skal fylgja með honum á röntgendeildina. Eftirmeðferð: Að lokinni rannsókn á röntgendeildinni er sjúklingur látinn hósta upp eins miklu af skuggaefninu og hægt er, en vegna staðdeyfingarinnar má hann ekki borða eða drekka fyrstu 2 klst. eftir rannsóknina og halda þarf áfram að láta sjúklinginn hósta, helzt banka lungun um nokkurn tíma, eftir að hann kemur á deildina.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.